Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 21-21 | Ótrúlegur endasprettur ÍBV dugði næstum því Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 9. desember 2015 19:45 Kári Kristjánsson fékk rautt spjald í Eyjum í kvöld. Vísir/Vilhelm Eyjamenn gerðu í kvöld 21-21 jafntefli við lið Akureyrar úti í Eyjum. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki í kvöld en þeir Tomas Olason og Stephen Nielsen vörðu báðir tuttugu skot. Sem og fyrr vantaði leikmenn í lið ÍBV en þeir Nemanja Malovic og Sindri Haraldsson voru sem fyrr úr leik vegna meiðsla. Þá náði Theodór Sigurbjörnsson ekki að vera með en þjálfarar Eyjamanna gerðu tilraun í upphitun. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í dag en Tomas Olason spilaði allan leikinn í marki gestanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki illa og spiluðu vel í vörninni, vörn gestanna var einnig sterk en stóru menn Eyjamanna skutu vel á fyrstu mínútunum. Eftir fimmtán mínútna leik fengu Eyjamenn tvær tveggja mínútna brottvísanir sem fóru illa með liðið. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð en á þeim kafla fengu Eyjamenn aftur tvöfalda tveggja mínútna brottvísun, klikkuðu á víti og brenndu af dauðafærum. Kári Kristján Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Eyjamanna en ekki er ljóst fyrir hvað það var. Staðan í hálfleik var 9-12 en Grétar Þór Eyþórsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Byrjun síðari hálfleik hjá ÍBV líktist martröð, gestirnir röðuðu á liðið mörkum en staðan var orðin 10-17 eftir rúmar fjörtíu mínútur. Svar ÍBV við þessu var líkt ÍBV liðinu fyrir tveimur tímabilum þar sem þeir fengu hraðaupphlaup og spiluðu góða vörn. Liðið gerði fyrst fjögur mörk í röð og voru síðan komnir yfir í stöðunni 21-20. Sigþór Heimisson jafnaði síðan metin fyrir Akureyri þegar rúmar sex mínútur voru eftir, þá var komið að þætti markvarðanna. Stephen Nielsen varði hvert skotið á fætur öðru á síðustu mínútum leiksins en hann varði fjögur skot í sömu sókninni meðal annars. Hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu mínútunum en markverðir liðanna voru frábærir í dag. Tomas Olason varði tuttugu skot og þar af eitt víti í marki gestanna, Stephen Nielsen gerði slíkt hið sama í marki Eyjamanna. Bæði lið geta því þakkað markvörðum sínum fyrir stigið. Eyjamenn hafa ekki unnið nema einn leik í síðustu níu en þeir spiluðu stóran hluta leiksins í dag ömurlega.Arnar Pétursson: Grétar er mikilvægasti leikmaður deildarinnar „Þetta er sitt lítið af hvoru, hefðum klárlega viljað taka tvö stig á heimavelli en sættum okkur úr því sem komið var,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, aðspurður því hvort að stigið væri eitt stig tapað eða eitt stig unnið. Eyjamenn voru 10-17 undir eftir fjörtíu mínútna leik, hvað gerist á þessum fjörtíu mínútum hjá ÍBV? „Fyrstu fjörtíu erum við lélegir, við erum ragir. Það verður að segjast eins og er, ákveðnir lykilmenn sem að skila sér ekki inn í leikinn. Við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.“ „Síðustu fimmtán mínúturnar kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar, Nökkvi Dan og Hákon (Daði), koma inn og bæta í gredduna sem Grétar er með. Þeir draga aðeins vagninn sóknarlega.“ „Svo höfðum við Binna (Brynjar Karl, Magga og Stephen varnarlega sem voru frábærir.“ Markverðir liðanna verja tíu skot á síðustu fimm mínútunum, var þetta stress í sóknarmönnum liðanna? „Eru þetta ekki bara góðir markmenn, er það ekki málið? Þetta eru flottir markmenn í báðum liðum sem að eiga að verja. Það er samt ákveðið stress í mönnum, menn örvænta þegar punktasöfnunin er eins lítil og hún er.“ Er krísa í Eyjum? Liðið er ekki búið að vinna einn leik af síðustu níu. „Það er ekki krísa í gangi, það er bara spurning hvort við séum betri en þetta, í alvöru. Okkur var spáð góðum hlutum í vetur og áttum að ná ágætis árangri. Við erum í þeirri spá með Tedda, Nemanja og Sindra Haraldsson.“ „Okkur munar klárlega um þá, ég væri alveg til í að vera með þá í öllum þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að þá væri þetta aðeins öðruvísi.“ Stephen varði tuttugu bolta í marki ÍBV í dag, átti hann stærsta þáttinn í þessum sigri? „Stephen átti klárlega stóran þátt, eins og ég talaði um áðan vorum við líka með Binna og Magga með ákveðið líf inn í varnarleikinn en þeir voru frábærir. Karakterinn í Grétari og leiðtoginn í honum sem skipti sköpum.“ „Ég fer ekkert ofan af því að Grétar Þór Eyþórsson er mikilvægasti leikmaður deildarinnar, leikmaður sem hvert lið þarf að hafa. Við þyrftum aðeins meira af þessu,“ sagði Arnar að lokum.Sverre Jakobsson: Stephen býr yfir þessum gæðum „Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var, þá er þetta eitt stig unnið,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við vorum komnir í kjörstöðu í seinni hálfleik og hefðum átt að gera betur en er samt ánægður með stigið þó ég sé ósáttur með leikinn.“ Akureyri var sjö mörkum yfir í stöðunni 10-17, hvað gerist rétt eftir það. „Þá missum við haus, hann ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá mjög góð færi, leikmenn sem setja þessa bolta venjulega inn. Þetta er líka óskynsemi og einn af þessum leikjum.“ Tomas Olason tók marga mikilvæga bolta í marki Akureyrar og samtals tuttugu vörslur hjá honum í dag. „Tomas var flottur og okkar besti maður heilt yfir. Markverðirnir voru nokkurn veginn á pari, en eins og þú segir, þegar maður er kominn í 17-10 stöðu, þá viljum við vinna.“ „Við hendum boltanum í hendurnar á þeim tvisvar þegar menn koma inn af bekknum, þetta kostar allt. Þessi litlu atriði brutu okkur hægt og rólega niður, á venjulegum degi er maður sáttur með stig úti í Eyjum en ekki á þessum degi.“ Stephen Nielsen varði sjö skot á síðustu fimm mínútum leiksins, voru menn stressaðir í færunum? „Hann býr yfir þessum gæðum og þessir leikmenn hefðu á venjulegum degi sett allavega þrjá eða fjóra inn, færin voru svo góð. Markmenn geta stundum breytt gangi leikja og hann gerði það hér í dag fyrir þá.“ „Ég sá þetta ekki, þeir hljóta að hafa séð eitthvað sem veldur því að hann verðskuldi þetta en Kári er drengur góður og ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði Sverre um atvikið þegar Kári Kristján sá rautt. Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Eyjamenn gerðu í kvöld 21-21 jafntefli við lið Akureyrar úti í Eyjum. Markverðir liðanna voru í aðalhlutverki í kvöld en þeir Tomas Olason og Stephen Nielsen vörðu báðir tuttugu skot. Sem og fyrr vantaði leikmenn í lið ÍBV en þeir Nemanja Malovic og Sindri Haraldsson voru sem fyrr úr leik vegna meiðsla. Þá náði Theodór Sigurbjörnsson ekki að vera með en þjálfarar Eyjamanna gerðu tilraun í upphitun. Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Akureyrar, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla í dag en Tomas Olason spilaði allan leikinn í marki gestanna. Eyjamenn byrjuðu leikinn ekki illa og spiluðu vel í vörninni, vörn gestanna var einnig sterk en stóru menn Eyjamanna skutu vel á fyrstu mínútunum. Eftir fimmtán mínútna leik fengu Eyjamenn tvær tveggja mínútna brottvísanir sem fóru illa með liðið. Gestirnir skoruðu sex mörk í röð en á þeim kafla fengu Eyjamenn aftur tvöfalda tveggja mínútna brottvísun, klikkuðu á víti og brenndu af dauðafærum. Kári Kristján Kristjánsson fékk að líta rauða spjaldið í liði Eyjamanna en ekki er ljóst fyrir hvað það var. Staðan í hálfleik var 9-12 en Grétar Þór Eyþórsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Byrjun síðari hálfleik hjá ÍBV líktist martröð, gestirnir röðuðu á liðið mörkum en staðan var orðin 10-17 eftir rúmar fjörtíu mínútur. Svar ÍBV við þessu var líkt ÍBV liðinu fyrir tveimur tímabilum þar sem þeir fengu hraðaupphlaup og spiluðu góða vörn. Liðið gerði fyrst fjögur mörk í röð og voru síðan komnir yfir í stöðunni 21-20. Sigþór Heimisson jafnaði síðan metin fyrir Akureyri þegar rúmar sex mínútur voru eftir, þá var komið að þætti markvarðanna. Stephen Nielsen varði hvert skotið á fætur öðru á síðustu mínútum leiksins en hann varði fjögur skot í sömu sókninni meðal annars. Hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu mínútunum en markverðir liðanna voru frábærir í dag. Tomas Olason varði tuttugu skot og þar af eitt víti í marki gestanna, Stephen Nielsen gerði slíkt hið sama í marki Eyjamanna. Bæði lið geta því þakkað markvörðum sínum fyrir stigið. Eyjamenn hafa ekki unnið nema einn leik í síðustu níu en þeir spiluðu stóran hluta leiksins í dag ömurlega.Arnar Pétursson: Grétar er mikilvægasti leikmaður deildarinnar „Þetta er sitt lítið af hvoru, hefðum klárlega viljað taka tvö stig á heimavelli en sættum okkur úr því sem komið var,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, aðspurður því hvort að stigið væri eitt stig tapað eða eitt stig unnið. Eyjamenn voru 10-17 undir eftir fjörtíu mínútna leik, hvað gerist á þessum fjörtíu mínútum hjá ÍBV? „Fyrstu fjörtíu erum við lélegir, við erum ragir. Það verður að segjast eins og er, ákveðnir lykilmenn sem að skila sér ekki inn í leikinn. Við þurfum að finna eitthvað út úr því og fá meira út úr þessum mönnum.“ „Síðustu fimmtán mínúturnar kemur ákveðin gredda í þetta. Ungir strákar, Nökkvi Dan og Hákon (Daði), koma inn og bæta í gredduna sem Grétar er með. Þeir draga aðeins vagninn sóknarlega.“ „Svo höfðum við Binna (Brynjar Karl, Magga og Stephen varnarlega sem voru frábærir.“ Markverðir liðanna verja tíu skot á síðustu fimm mínútunum, var þetta stress í sóknarmönnum liðanna? „Eru þetta ekki bara góðir markmenn, er það ekki málið? Þetta eru flottir markmenn í báðum liðum sem að eiga að verja. Það er samt ákveðið stress í mönnum, menn örvænta þegar punktasöfnunin er eins lítil og hún er.“ Er krísa í Eyjum? Liðið er ekki búið að vinna einn leik af síðustu níu. „Það er ekki krísa í gangi, það er bara spurning hvort við séum betri en þetta, í alvöru. Okkur var spáð góðum hlutum í vetur og áttum að ná ágætis árangri. Við erum í þeirri spá með Tedda, Nemanja og Sindra Haraldsson.“ „Okkur munar klárlega um þá, ég væri alveg til í að vera með þá í öllum þessum leikjum. Ég er nokkuð viss um að þá væri þetta aðeins öðruvísi.“ Stephen varði tuttugu bolta í marki ÍBV í dag, átti hann stærsta þáttinn í þessum sigri? „Stephen átti klárlega stóran þátt, eins og ég talaði um áðan vorum við líka með Binna og Magga með ákveðið líf inn í varnarleikinn en þeir voru frábærir. Karakterinn í Grétari og leiðtoginn í honum sem skipti sköpum.“ „Ég fer ekkert ofan af því að Grétar Þór Eyþórsson er mikilvægasti leikmaður deildarinnar, leikmaður sem hvert lið þarf að hafa. Við þyrftum aðeins meira af þessu,“ sagði Arnar að lokum.Sverre Jakobsson: Stephen býr yfir þessum gæðum „Ég segi eitt stig tapað en miðað við hvernig síðasta sóknin var, þá er þetta eitt stig unnið,“ sagði Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, eftir jafntefli gegn ÍBV úti í Eyjum. „Við vorum komnir í kjörstöðu í seinni hálfleik og hefðum átt að gera betur en er samt ánægður með stigið þó ég sé ósáttur með leikinn.“ Akureyri var sjö mörkum yfir í stöðunni 10-17, hvað gerist rétt eftir það. „Þá missum við haus, hann ver líka svaka vel í lokin. Við erum að fá mjög góð færi, leikmenn sem setja þessa bolta venjulega inn. Þetta er líka óskynsemi og einn af þessum leikjum.“ Tomas Olason tók marga mikilvæga bolta í marki Akureyrar og samtals tuttugu vörslur hjá honum í dag. „Tomas var flottur og okkar besti maður heilt yfir. Markverðirnir voru nokkurn veginn á pari, en eins og þú segir, þegar maður er kominn í 17-10 stöðu, þá viljum við vinna.“ „Við hendum boltanum í hendurnar á þeim tvisvar þegar menn koma inn af bekknum, þetta kostar allt. Þessi litlu atriði brutu okkur hægt og rólega niður, á venjulegum degi er maður sáttur með stig úti í Eyjum en ekki á þessum degi.“ Stephen Nielsen varði sjö skot á síðustu fimm mínútum leiksins, voru menn stressaðir í færunum? „Hann býr yfir þessum gæðum og þessir leikmenn hefðu á venjulegum degi sett allavega þrjá eða fjóra inn, færin voru svo góð. Markmenn geta stundum breytt gangi leikja og hann gerði það hér í dag fyrir þá.“ „Ég sá þetta ekki, þeir hljóta að hafa séð eitthvað sem veldur því að hann verðskuldi þetta en Kári er drengur góður og ég trúi ekki að hann hafi gert þetta viljandi,“ sagði Sverre um atvikið þegar Kári Kristján sá rautt.
Olís-deild karla Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira