Varla þurrt auga í salnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira