Varla þurrt auga í salnum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:15 Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk. Hún hafi komist í mikla geðshræringu þegar dómurinn var kveðinn upp og brostið í grát. Það gerðu fleiri hjúkrunarfræðingar sem voru mættir til að styðja Ástu Kristínu Andrésdóttur í Héraðsdómi í morgun, það var varla þurrt auga í salnum eftir að sýknudómurinn var kveðinn upp. Það sem byrjaði sem ósköp venjulegur vinnudagur í lífi Ástu Kristínar fyrir þremur árum, snerist upp í martröð. Hún segist glöð að dómararnir hafi trúað henni, hún hafi varla þorað að vonast eftir þessari niðurstöðu enda öllu vön eftir síðustu þrjú ár. Hún segist hlakka til að fara til vinnu án þess að hafa þetta á bakinu. Dómurinn sé afar afgerandi og því varla líklegt að honum verði áfrýjað Hræðilegt mál í alla staði Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að sakamálið gegn Ástu Kristínu Andrésdóttur og Landsspítalanum hafi verið hræðilegt og tekið á alla bæði starfsfólk spítalans og aðstandendur. Málið hafi allt skapað ákveðna óvissu og það þurfi að tryggja í framtíðinni rannsókn og meðferð slíkra mála til að tryggja sem best öryggi sjúklinga. Angistin ýtir undir mistök Einar Gautur Steingrímsson lögmaður Ástu Kristínar, segist fagna dómnum ákaflega. Ekki bara sem lögmaður heldur einnig sem notandi heilbrigðisþjónustu. Sú angist sem slík málaferli skapi hjá stéttinni ýti undir mistök. Hann segir dóminn staðfesta að lögreglurannsóknin hafi verið misheppnuð frá upphafi. „Allt fór úrskeiðis í rannsókninni á þessum þremur árum, sem liðin eru, en dómskerfið virkaði og það er mikið gleðiefni. Dómurinn er mjög afgerandi um sýknu,“ segir hann. Dómurinn bendir á að ekkert bendi til þess að loftleiðin í svokölluðum kraga hafi verið lokuð. „Það sem líklega gerðist var hins vegar ekki rannsakað, þar sem menn hröpuðu að niðurstöðu. Það er að mati dómsins ekkert sem bendir til þess og í raun útilokað að loftleiðin hafi verið lokuð.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira