Kolefnishlutlaus Akureyri Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar 30. nóvember 2015 00:00 Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast Parísarfundur þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinni. Hér er um alheimsverkefni að ræða sem hefur áhrif á okkur öll og er jafnframt á ábyrgð okkar allra. Samfélagið okkar hér á Akureyri og nágrenni, sem telur um 20.000 manns, er lítið á heimsvísu en samt sem áður má finna hér flest sem einkennir milljónasamfélög, svo sem sjúkrahús, framhaldsskóla, háskóla, orkuframleiðslu, iðnað, matvælavinnslu, ferðaþjónustu sem og ýmsar stofnanir. Ef hægt er að taka metnaðarfull skref í útblástursmálum á Akureyri, þá er engin afsökun að gera það ekki annars staðar. Í hugmyndafræðinni um kolefnishlutlaust samfélag eru heimilin notuð sem miðpunktur. Ef ekkert gerist á heimilum er lítil von um árangur á öðrum sviðum. Til einföldunar má segja að á Vesturlöndum séu fjögur risakolefnisspor í rekstri heimila: A) vegna raforkunotkunar tækja, B) vegna upphitunar húsnæðis, C) vegna urðunar á lífrænu sorpi, D) vegna samgangna. Kolefnisspor A tengist raforkunotkun en þar njótum við þess, sem og aðrir landsmenn, að rafmagn á Íslandi kemur ekki úr ósjálfbærum kolefnislindum heldur úr vatnsafli og jarðvarma. Akureyringar fóru í mjög metnaðarfull orkuskipti á áttunda áratugnum þegar dýr hitaveita var lögð um bæinn eftir ítrekaðar og erfiðar boranir. Þetta voru kostnaðarsöm og erfið orkuskipti, enda jarðhitaleitin talsvert flóknari en víða á Suðurlandi. Í dag njóta Eyfirðingar afraksturs þessarar djörfungar og búa við hræódýra og kolefnisfría upphitun og þurfa ekki að hafa áhyggjur af kolefnisspori B. Hvað kolefnisspor C varðar þá er ekki sama hvernig lífrænn úrgangur er meðhöndlaður því að ef hann er einfaldlega urðaður þá myndi hvert kíló af slíkum úrgangi mynda 1,6 kg af gróðurhúsalofttegundum við rotnun á urðunarstað. Í Eyjafjarðarsveit er hins vegar starfrækt verksmiðja sem tekur við lífrænum úrgangi og framleiðir jarðvegsbæti með miklum umhverfisávinningi. Fyrirtækið heitir Molta og er líklega ein vanmetnasta umhverfishetja landsins í baráttunni við útblástur gróðurhúsalofttegunda. Með stýrðu niðurbroti minnkar moltugerðin útblásturinn niður í 0,3 kg fyrir hvert kíló af úrgangi eða einn fimmta af því sem losnar við urðun. Öll heimili þátttakendur Molta tekur við lífrænum úrgangi úr öllum Eyjafirði. Það að moltugera lífrænan úrgang í stað þess að urða dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda um 10-15 þúsund tonn á ári. Öll heimili eru þátttakendur í þessari aðgerð og til að setja þessar tölur í eitthvert samhengi þá eru þetta svipuð áhrif og ef 5.000 rafbílar væri keyptir á svæðið til að draga úr mengun. Bílar eru einmitt uppistaðan í kolefnisspori D og þar er verk að vinna. Norðurorka hefur nú reist metanstöð, þar sem hægt er að fá norðlenskt gas unnið úr lífrænum leifum gamla Glerárdalshaugsins. Metan er ekki eina eldsneytið sem unnið er í heimabyggð því á Akureyri er fyrirtækið Orkey sem vinnur lífdísil úr steikingarolíu og fituafskurði. Stefnt er á að virkja bæjarbúa til að safna notaðri matarolíu sem til fellur á heimilum til að auka framleiðsluna. Fyrstu hraðhleðslustöðvarnar eru svo væntanlegar þannig að ekkert mun vanta upp á innviði til að fara í orkuskipti í samgöngum. Helst viljum við þó flesta út úr bifreiðunum á lappir og hjól, enda vegalengdir í lágmarki innanbæjar á Akureyri. Í Eyjafirði hefur svo verið plantað ógrynni af trjám síðustu áratugi sem hjálpar mikið upp á kolefnisbókhaldið og ættu þau að hirða síðustu leifar kolefnis sem munu koma frá heimilum á næstu árum. Akureyrarbær og Norðurorka stofnuðu fyrirtækið Vistorku ehf. í maí á þessu ári. Tilgangur félagsins er meðal annars að vinna að markmiðinu um kolefnishlutlaust bæjarfélag. Hvetjum við bæjarbúa og aðra landsmenn að fylgjast með framgangi mála á Facebook og vefsíðu félagsins.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun