„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2015 11:15 Hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Vísir/Getty „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
„Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki.“ Svo segir hollenski ISIS-liðinn Israfil Yilmaz sem hefur að undaförnu notað Tumblr-síðu sína til þess að svara spurningum um lífið á landsvæði ISIS. Ísland kom upp er hann svaraði spurningum um hryðjuverk ISIS í París en hann taldi þau hafa verið eðlileg viðbrögð við loftárásum Frakka á ISIS í Sýrlandi og Írak. „Myndi ég gera stórmál úr því ef ISIS lýsti yfir stríði við Ísland og Ísland myndi ráðast á okkur? Auðvitað ekki,” sagði Yilmaz. „Svona er lífið í stórborginni, það er ekki hægt að lýsa yfir stríði gegn múslimum og ætlast svo til þess að fá að vera í friði bara vegna þess að þú býrð lengst í burtu. Þetta er eitthvað sem allir skilja, ekki satt?“Skjáskot af Tumblr-síðu YilmazSkjáskotMyndi faðma mömmu sína og borða sushi ef hann sneri aftur til Hollands Yilmaz var áður hermaður í hollenska hernum en gekk til liðs við ISIS árið 2013 og hefur barist með samtökunum síðan. Hann er fæddur 1987 og á konu og börn sem búa með honum innan landsvæðis ISIS í Sýrlandi og Írak. Hollenska sjónvarpsstöðin NOS spurði hann að því hvað hann myndi gera ef hann myndi einhverntímann snúa aftur heim til Hollands og svarið gæti komið á óvart. Hann sagðist aldrei ætla að snúa aftur til Hollands til þess að fremja hryðjuverk heldur myndi hann líklega „borða sushi, drekka Dr. Pepper og faðma mömmu innilega.“ Yilmaz mun þó líklega ekki fá tækifæri til þess enda má hann ekki snúa aftur en hann er á lista hollenskra yfirvalda yfir hryðjuverkamenn. Svo virðist sem að Tumblr-síðu Yilmaz hafi nú verið lokað en samfélagsmiðlar eins og Twitter og Tumblr loka reglulega á síður sem tengjast ISIS, til að mynda hafði Yilmaz stofnað fjórar mismunandi aðganga á Twitter áður en hann gafst upp á því vegna hversu fljótt var lokað á þá.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00 Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. 20. nóvember 2015 07:00
Þriðja líkið fannst í íbúðinni í St-Denis Áður hafði verið greint frá því að lík Abdel-Hamid Abu Oud, höfuðpaurs árásanna, og Hasna Aitboulahcen hafi fundist í íbúðinni. 20. nóvember 2015 10:17
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent