„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:13 "Við gerum okkur ekki neinar væntingar fyrir fundinn í dag,“ segir Gylfi. vísir Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent