Litlu strákarnir orðnir stærstir í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Curry hefur verið magnaður í upphafi tímabils. vísir/getty Eitt met er þegar í húsi og stuðningsmenn Golden State Warriors er þegar farið að dreyma um sæti og sögulega jólagjöf frá sínum mönnum. Eftir sigra í sextán fyrstu leikjum sínum eru þeir bjartsýnustu í Oakland og nærsveitum farnir að horfa til mets Los Angeles Lakers frá 1971-72. Það var einmitt sigur á Los Angeles Lakers í fyrrinótt sem sá til þess að Warriors-liðið er eina lið sögunnar sem hefur unnið svo marga leiki í upphafi tímabilsins. Met Washington Capitols (1948-49) og Houston Rockets (1993-94) heyrir nú sögunni til. Lakers-liðið vann 33 leiki í röð fyrir 43 árum og Golden State er búið að vinna tuttugu leiki í röð ef við tökum síðasta tímabil með. Það þýðir að liðið þarf þrettán sigra í viðbót til að jafna met Lakers. Þetta er kannski langsótt en vel mögulegt þar sem aðeins þrír af næstu tólf mótherjum Warriors hafa unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað í upphafi tímabilsins. Miðað við ferðina sem er á Stephen Curry og félögum verður erfitt að stoppa þá. Takist Golden State að vinna næstu tólf leiki þá mun möguleikinn á að jafna metið koma í leik gegn Cleveland Cavaliers á jóladag, í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum í sumar. Eins og sá leikur gæti orðið eitthvað stærri. Það er kannski fullmikið að ætlast til þess að sigurganga Warriors-liðsins endist í einn mánuð í viðbót en miðað við spilamennskuna til þessa þá hafa Golden State menn fundið frábæra blöndu leikmanna og það sem meira er – þeir eru flestir ungir enn.Golden State hefur unnið 16 fyrstu leiki sína í vetur.vísir/gettyFullt af stórum sigrum En aftur að byrjuninni og sigrunum sextán. Golden State þurfti reyndar framlengingu til að vinna einn þeirra og rosalega endurkomu til að landa öðrum sigri en flestir leikjanna hafa unnist með talsverðum yfirburðum. Sigurinn á Los Angeles Lakers í síðasta leik var gott dæmi um yfirburðina en Golden State var með meira en fimmtán stiga forystu í 38 af 48 mínútum leiksins. Alls hefur Golden State-liðið verið fimmtán stigum yfir eða meira í 167 mínútur sem er mögnuð tölfræði, ekki síst í samanburði við að liðið hefur aðeins verið undir í samtals 149 mínútur í þessum fyrstu sextán leikjum.Sýning hjá Curry Auðvitað hefur þetta verið sýning hjá Stephen Curry en besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili hefur tekið einn eitt framfaraskrefið í vetur. Curry fer fyrir „litla boltanum“ sem Golden State spilar stóran hluta sinna leikja. Á þessum kafla er enginn eiginlegur miðherji að spila hjá liðinu og leikurinn snýst meira um að skilja mótherjana eftir á hraða, bolta- og skottækni. Þar er Curry svo sannarlega á heimavelli. Hann hefur alls skorað 78 þriggja stiga körfur í þessum 16 leikjum og mun með sama áframhaldi rústa meti sínu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili. Curry hefur eins og er skorað fleiri þrista en bæði lið Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves. Hafi Curry verið frábær í fyrra þá er hann stórkostlegur á þessu tímabili. Alls hefur Warriors-liðið skorað 199 þrista í leikjunum sextán eða 12,4 að meðaltali og alls 108 fleiri en mótherjarnir (91). Þegar Golden State skiptir í hraða og litla boltann sinn hefur enginn staðist þeim snúning í vetur, ekki frekar en Cleveland í lokaúrslitunum í júní. Þegar þeir Stephen Curry, Klay Thompson, Andre Iguodala, Harrison Barnes og Draymond Green eru allir inni á þá skapa þeir vissulega endalaus vandamál inni á velli risanna. Fyrir leikinn á móti Lakers voru þessir fimm að hitta úr 65 prósent skota sinna þegar þeir voru saman inni á vellinum og voru að skora 81 stigi meira en mótherjarnir á aðeins 56 mínútum. Þessir fimm eru meira að segja að vinna frákastabaráttuna þegar þeir eru saman inni á vellinum. „Þunglamalegir“ mótherjar eiga fá svör, það er skotógnun úr hverju horni og sýningunni stýrir sannkallaður galdramaður með boltann sem er jafnframt ein besta skytta sögunnar.Luke Walton stýrir Golden State í fjarveru Steve Kerr.vísir/gettyÞjálfarinn fjarverandi Steve Kerr gerði Golden State að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili í fyrravetur en hann hefur misst af metbyrjuninni. Luke Walton hefur stýrt liðinu í forföllum Kerr sem er að jafna sig eftir bakaðgerð. Næstu tólf leikir Golden State eru á móti Phoenix, Sacramento, Utah, Charlotte, Toronto, Brooklyn, Indiana, Boston, Milwaukee, Phoenix, Milwaukee og Utah. Átta þeirra eru reyndar á útivelli en liðið á að geta unnið þá alla. Takist það bíður NBA-áhugamanna rosalegur leikur á sjálfan jóladaginn.fréttablaðið NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Eitt met er þegar í húsi og stuðningsmenn Golden State Warriors er þegar farið að dreyma um sæti og sögulega jólagjöf frá sínum mönnum. Eftir sigra í sextán fyrstu leikjum sínum eru þeir bjartsýnustu í Oakland og nærsveitum farnir að horfa til mets Los Angeles Lakers frá 1971-72. Það var einmitt sigur á Los Angeles Lakers í fyrrinótt sem sá til þess að Warriors-liðið er eina lið sögunnar sem hefur unnið svo marga leiki í upphafi tímabilsins. Met Washington Capitols (1948-49) og Houston Rockets (1993-94) heyrir nú sögunni til. Lakers-liðið vann 33 leiki í röð fyrir 43 árum og Golden State er búið að vinna tuttugu leiki í röð ef við tökum síðasta tímabil með. Það þýðir að liðið þarf þrettán sigra í viðbót til að jafna met Lakers. Þetta er kannski langsótt en vel mögulegt þar sem aðeins þrír af næstu tólf mótherjum Warriors hafa unnið fleiri leiki en þeir hafa tapað í upphafi tímabilsins. Miðað við ferðina sem er á Stephen Curry og félögum verður erfitt að stoppa þá. Takist Golden State að vinna næstu tólf leiki þá mun möguleikinn á að jafna metið koma í leik gegn Cleveland Cavaliers á jóladag, í uppgjöri liðanna sem mættust í lokaúrslitunum í sumar. Eins og sá leikur gæti orðið eitthvað stærri. Það er kannski fullmikið að ætlast til þess að sigurganga Warriors-liðsins endist í einn mánuð í viðbót en miðað við spilamennskuna til þessa þá hafa Golden State menn fundið frábæra blöndu leikmanna og það sem meira er – þeir eru flestir ungir enn.Golden State hefur unnið 16 fyrstu leiki sína í vetur.vísir/gettyFullt af stórum sigrum En aftur að byrjuninni og sigrunum sextán. Golden State þurfti reyndar framlengingu til að vinna einn þeirra og rosalega endurkomu til að landa öðrum sigri en flestir leikjanna hafa unnist með talsverðum yfirburðum. Sigurinn á Los Angeles Lakers í síðasta leik var gott dæmi um yfirburðina en Golden State var með meira en fimmtán stiga forystu í 38 af 48 mínútum leiksins. Alls hefur Golden State-liðið verið fimmtán stigum yfir eða meira í 167 mínútur sem er mögnuð tölfræði, ekki síst í samanburði við að liðið hefur aðeins verið undir í samtals 149 mínútur í þessum fyrstu sextán leikjum.Sýning hjá Curry Auðvitað hefur þetta verið sýning hjá Stephen Curry en besti leikmaður deildarinnar á síðasta tímabili hefur tekið einn eitt framfaraskrefið í vetur. Curry fer fyrir „litla boltanum“ sem Golden State spilar stóran hluta sinna leikja. Á þessum kafla er enginn eiginlegur miðherji að spila hjá liðinu og leikurinn snýst meira um að skilja mótherjana eftir á hraða, bolta- og skottækni. Þar er Curry svo sannarlega á heimavelli. Hann hefur alls skorað 78 þriggja stiga körfur í þessum 16 leikjum og mun með sama áframhaldi rústa meti sínu yfir flestar þriggja stiga körfur á einu tímabili. Curry hefur eins og er skorað fleiri þrista en bæði lið Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves. Hafi Curry verið frábær í fyrra þá er hann stórkostlegur á þessu tímabili. Alls hefur Warriors-liðið skorað 199 þrista í leikjunum sextán eða 12,4 að meðaltali og alls 108 fleiri en mótherjarnir (91). Þegar Golden State skiptir í hraða og litla boltann sinn hefur enginn staðist þeim snúning í vetur, ekki frekar en Cleveland í lokaúrslitunum í júní. Þegar þeir Stephen Curry, Klay Thompson, Andre Iguodala, Harrison Barnes og Draymond Green eru allir inni á þá skapa þeir vissulega endalaus vandamál inni á velli risanna. Fyrir leikinn á móti Lakers voru þessir fimm að hitta úr 65 prósent skota sinna þegar þeir voru saman inni á vellinum og voru að skora 81 stigi meira en mótherjarnir á aðeins 56 mínútum. Þessir fimm eru meira að segja að vinna frákastabaráttuna þegar þeir eru saman inni á vellinum. „Þunglamalegir“ mótherjar eiga fá svör, það er skotógnun úr hverju horni og sýningunni stýrir sannkallaður galdramaður með boltann sem er jafnframt ein besta skytta sögunnar.Luke Walton stýrir Golden State í fjarveru Steve Kerr.vísir/gettyÞjálfarinn fjarverandi Steve Kerr gerði Golden State að NBA-meisturum á sínu fyrsta tímabili í fyrravetur en hann hefur misst af metbyrjuninni. Luke Walton hefur stýrt liðinu í forföllum Kerr sem er að jafna sig eftir bakaðgerð. Næstu tólf leikir Golden State eru á móti Phoenix, Sacramento, Utah, Charlotte, Toronto, Brooklyn, Indiana, Boston, Milwaukee, Phoenix, Milwaukee og Utah. Átta þeirra eru reyndar á útivelli en liðið á að geta unnið þá alla. Takist það bíður NBA-áhugamanna rosalegur leikur á sjálfan jóladaginn.fréttablaðið
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti