Eygló vill koma böndum á netið Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2015 11:46 Nánast er sama hvar Vísi ber niður, orð Eyglóar falla í ákaflega grýttan jarðveg. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði áherslu á hatursorðræðu í upphafsræðu sinni á Jafnréttisþingi á Reykjavík Hilton-Nordica í gær. Til að sporna gegn slíku kallar hún eftir aðgerðum, hún vill koma böndum á netið með einhverjum hætti.Vill takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu.“ Og Eygló hélt áfram i athyglisverðri ræðu sinni: „Hatursorðræða á netinu grefur undan lýðræðinu og kallar á aðgerðir til dæmis hvað varðar dreifingu upplýsinga og nektarmynda vegna þess að hún gengur gegn friðhelgi einstaklinga og einkalífsins og elur á kynjamismunun. Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis.“Orð Eyglóar falla í grýttan jarðveg Hugmyndir Eyglóar um að reisa tjáningarfrelsinu skorður hafa fallið í grýttan jarðveg, einmitt á netinu. Birgitta segist ætla að standa vörð um tjáningarfrelsinu, hvað svo sem Eygló segir um það.visir/valli Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir á sinni Facebooksíðu: „Eygló getur og má ræða það eins og hún vill hvort að rétt sé að skerða grundvallarmannréttindi en ég lofa að standa í vegi fyrir því að tjáningarfrelsi verði skert eða takmarkað. Nær væri að leggja áherslu á að auka fræðslu til að sporna við því sem Eygló óttast!“ Fjölmargir lýsa sig sammála Birgittu. Þá deila menn harkalega á orð ráðherra í afmörkuðum hópum á Facebook, til dæmis bæði þar sem Píratar koma saman sem og frjálshyggjumenn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segist hafa lagt fram frumvarp til fjölmiðlalaga þar sem lögfest var bann við hatursáróðri. Og þess gæti víða í löggjöf og í hegningarlögum. „Þannig að, ég átta mig ekki alveg á því hvað ráðherrann vill gera?“ spyr Katrín – og blaðamaður Vísis hefur því miður engin svör við því. En, bendir á að Eygló boði til einhvers konar aðgerða gegn umræðu á netinu?Tjáningarfrelsi er grundvallarréttur „Ég veit ekki í hverju þær ættu að felast, en svo má spyrja hvernig gildandi lögum er fylgt eftir. Tjáningarfrelsi er grundvallarréttur en það á ekki að skerða frelsi annarra. Þar af leiðandi hefur sprottið upp umræða um að skilgreina þurfi hefndarklám í lögum sem mér finnst eðlilegt. En, þetta þarf að skoða mjög vandlega.“ En, er ekki ljóst að ef fólk vill ráðast gegn hatursorðræðu á netinu með aðgerðum sem fela í sér boð og bönn þá umfram það sem þegar liggur fyrir, að þá verður að gefa afslátt á tjáningarfrelsinu? Katrín klórar sér í kollinum og skilur eiginlega ekkert hvað Eygló er að tala um?visir/daníel Katrín veltir því fyrir sér. Hún segir auðvitað ljóst að breytt samskiptaumhverfi á netinu hefur skapað hluti á borð við hefndarklám. „Sem ég tel eðlilegt að sé skilgreint í lögum til dæmis. Þá má líka skoða hvernig gildandi lögum er framfylgt. Það þarf hins vegar að vanda sig því að tjáningarfrelsið er grundvallarréttur.“Fólk sjálft verður að vakna til vitundar um að orðin berast Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist deila áhyggjum Eyglóar af hatursorðræðu, hún sé eitt form ofbeldis og er alvarlegt lýðræðislegt vandamál. „Og eins og annað ofbeldi skaðar þá sem fyrir því verða og þá sem því beita. En, ég sé ekki að það sé hægt að leysa þetta með nýjum boðum eða bönnum. Í fyrsta lagi er netið valdreift tjáningartæki sem skapar öllum færi á að tjá sig. Í því felast samfélagsleg verðmæti. Það sem þarf þá frekar að horfa á er fræðsla því fólk er enn að fóta sig á þessu alheimstorgi sem netið er. Og áttar sig ekki alveg á afleiðingum orða sinna.“ Árni Páll telur hæpið að vilja leysa vanda sem tengist hatursorðræðu á netinu með boðum og bönnum.visir/gva Árni Páll nefnir sem dæmi athyglisverða heimildamynd sem var í sjónvarpinu í gær, sænsk, þar sem talað var við þá sem hótuðu konum ofbeldisverkum á netinu og þeir spurðir út í orð sín. „Og þeir skömmuðust sín niður í tær og virtust ekki hafa gert sér grein fyrir eðli orða sinna. Að það lifi sem sagt er. Ég á sjálfur hundruð tölvupósta með svívirðingum og viðbjóðslegu orðfæri sem mér hafa verið sendir, jafnvel hótunum, sem ég hef svarað ef ég hef séð einhverja efnislega glóru í þeim. Og undantekningalaust, ekki undantekningalítið, hef ég fengið kurteist og prúðmannlegt svar til baka. Svo virðist sem fólk geri sér ekki grein fyrir því að það er ekki að skrifa út í tilfinningalaust tóm heldur er að senda beittar örvar. Eins og Persar hinir fornu sögðu: Tvennt verður ekki tekið til baka; ör sem skotið hefur verið af streng og orð sem hafa verið sögð.“Stjórnarliðar súpa hveljurViðbrögð leiðtoga stjórnarandstöðunnar eru nokkuð á eina leið, tjáningarfrelsið telst til grundvallarmannréttinda og þau átta sig ekki alveg á því hvað það er sem Eygló er að fara? En, hvað segja stjórnarliðar? Ritari Sjálfstæðisflokksins er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hvernig horfa orð Eyglóar við henni? Áslaug Arna furðar sig á orðum ráðherrans og telur hæpið að mæta fáfræði og heimsku með boðum og bönnum.visir/daníel „Það er í raun ótrúlegt að ráðherra tali svona frjálslega um tjáningarfrelsið, að tala um takmarkanir á grundvallarmannréttindum eins og henni hentar hverju sinni, eins og það sé eðlilegt skref,“ segir Áslaug Arna og furðar sig mjög á þessum ummælum. „Það er þó einmitt stjórnarskrárvarinn réttur hennar til að tala svona um leið og það er stjórnarskrárvarinn réttur allra að setja fram skoðanir sem henni eru ekki þóknanlegar. Það er hættulegt að takmarka tjáningarfrelsið, það er ein af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags. Þjóðfélagsumræða þarf alltaf að njóta ríkrar verndar þó hún sé oft á tíðum verulega hvöss og gagnrýnin. Hatursorðræða er afleiðing af fáfræði og heimsku, vandamál sem verður ekki leyst með banni, heldur með fræðslu og opinskárri umræðu.“ Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, lagði áherslu á hatursorðræðu í upphafsræðu sinni á Jafnréttisþingi á Reykjavík Hilton-Nordica í gær. Til að sporna gegn slíku kallar hún eftir aðgerðum, hún vill koma böndum á netið með einhverjum hætti.Vill takmarka tjáningarfrelsið „Ef við leyfum niðurlægjandi og meiðandi tón að grassera í umræðunni fer hann að þykja sjálfsagður og vinnur þannig gegn markmiðum okkar um jöfn tækifæri allra til þátttöku í lýðræðislegri umræðu.“ Og Eygló hélt áfram i athyglisverðri ræðu sinni: „Hatursorðræða á netinu grefur undan lýðræðinu og kallar á aðgerðir til dæmis hvað varðar dreifingu upplýsinga og nektarmynda vegna þess að hún gengur gegn friðhelgi einstaklinga og einkalífsins og elur á kynjamismunun. Við þurfum einnig að ræða hvenær geti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og við þurfum að ræða hvernig við getum komið böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur eiga auðvelt með að komast hjá lögum og reglum, til dæmis með því að vista klámsíður í löndum með takmarkaða löggjöf og oftar en ekki fela þeir sig í skjóli nafnleysis.“Orð Eyglóar falla í grýttan jarðveg Hugmyndir Eyglóar um að reisa tjáningarfrelsinu skorður hafa fallið í grýttan jarðveg, einmitt á netinu. Birgitta segist ætla að standa vörð um tjáningarfrelsinu, hvað svo sem Eygló segir um það.visir/valli Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, segir á sinni Facebooksíðu: „Eygló getur og má ræða það eins og hún vill hvort að rétt sé að skerða grundvallarmannréttindi en ég lofa að standa í vegi fyrir því að tjáningarfrelsi verði skert eða takmarkað. Nær væri að leggja áherslu á að auka fræðslu til að sporna við því sem Eygló óttast!“ Fjölmargir lýsa sig sammála Birgittu. Þá deila menn harkalega á orð ráðherra í afmörkuðum hópum á Facebook, til dæmis bæði þar sem Píratar koma saman sem og frjálshyggjumenn. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segist hafa lagt fram frumvarp til fjölmiðlalaga þar sem lögfest var bann við hatursáróðri. Og þess gæti víða í löggjöf og í hegningarlögum. „Þannig að, ég átta mig ekki alveg á því hvað ráðherrann vill gera?“ spyr Katrín – og blaðamaður Vísis hefur því miður engin svör við því. En, bendir á að Eygló boði til einhvers konar aðgerða gegn umræðu á netinu?Tjáningarfrelsi er grundvallarréttur „Ég veit ekki í hverju þær ættu að felast, en svo má spyrja hvernig gildandi lögum er fylgt eftir. Tjáningarfrelsi er grundvallarréttur en það á ekki að skerða frelsi annarra. Þar af leiðandi hefur sprottið upp umræða um að skilgreina þurfi hefndarklám í lögum sem mér finnst eðlilegt. En, þetta þarf að skoða mjög vandlega.“ En, er ekki ljóst að ef fólk vill ráðast gegn hatursorðræðu á netinu með aðgerðum sem fela í sér boð og bönn þá umfram það sem þegar liggur fyrir, að þá verður að gefa afslátt á tjáningarfrelsinu? Katrín klórar sér í kollinum og skilur eiginlega ekkert hvað Eygló er að tala um?visir/daníel Katrín veltir því fyrir sér. Hún segir auðvitað ljóst að breytt samskiptaumhverfi á netinu hefur skapað hluti á borð við hefndarklám. „Sem ég tel eðlilegt að sé skilgreint í lögum til dæmis. Þá má líka skoða hvernig gildandi lögum er framfylgt. Það þarf hins vegar að vanda sig því að tjáningarfrelsið er grundvallarréttur.“Fólk sjálft verður að vakna til vitundar um að orðin berast Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar segist deila áhyggjum Eyglóar af hatursorðræðu, hún sé eitt form ofbeldis og er alvarlegt lýðræðislegt vandamál. „Og eins og annað ofbeldi skaðar þá sem fyrir því verða og þá sem því beita. En, ég sé ekki að það sé hægt að leysa þetta með nýjum boðum eða bönnum. Í fyrsta lagi er netið valdreift tjáningartæki sem skapar öllum færi á að tjá sig. Í því felast samfélagsleg verðmæti. Það sem þarf þá frekar að horfa á er fræðsla því fólk er enn að fóta sig á þessu alheimstorgi sem netið er. Og áttar sig ekki alveg á afleiðingum orða sinna.“ Árni Páll telur hæpið að vilja leysa vanda sem tengist hatursorðræðu á netinu með boðum og bönnum.visir/gva Árni Páll nefnir sem dæmi athyglisverða heimildamynd sem var í sjónvarpinu í gær, sænsk, þar sem talað var við þá sem hótuðu konum ofbeldisverkum á netinu og þeir spurðir út í orð sín. „Og þeir skömmuðust sín niður í tær og virtust ekki hafa gert sér grein fyrir eðli orða sinna. Að það lifi sem sagt er. Ég á sjálfur hundruð tölvupósta með svívirðingum og viðbjóðslegu orðfæri sem mér hafa verið sendir, jafnvel hótunum, sem ég hef svarað ef ég hef séð einhverja efnislega glóru í þeim. Og undantekningalaust, ekki undantekningalítið, hef ég fengið kurteist og prúðmannlegt svar til baka. Svo virðist sem fólk geri sér ekki grein fyrir því að það er ekki að skrifa út í tilfinningalaust tóm heldur er að senda beittar örvar. Eins og Persar hinir fornu sögðu: Tvennt verður ekki tekið til baka; ör sem skotið hefur verið af streng og orð sem hafa verið sögð.“Stjórnarliðar súpa hveljurViðbrögð leiðtoga stjórnarandstöðunnar eru nokkuð á eina leið, tjáningarfrelsið telst til grundvallarmannréttinda og þau átta sig ekki alveg á því hvað það er sem Eygló er að fara? En, hvað segja stjórnarliðar? Ritari Sjálfstæðisflokksins er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Hvernig horfa orð Eyglóar við henni? Áslaug Arna furðar sig á orðum ráðherrans og telur hæpið að mæta fáfræði og heimsku með boðum og bönnum.visir/daníel „Það er í raun ótrúlegt að ráðherra tali svona frjálslega um tjáningarfrelsið, að tala um takmarkanir á grundvallarmannréttindum eins og henni hentar hverju sinni, eins og það sé eðlilegt skref,“ segir Áslaug Arna og furðar sig mjög á þessum ummælum. „Það er þó einmitt stjórnarskrárvarinn réttur hennar til að tala svona um leið og það er stjórnarskrárvarinn réttur allra að setja fram skoðanir sem henni eru ekki þóknanlegar. Það er hættulegt að takmarka tjáningarfrelsið, það er ein af grunnstoðum frjáls lýðræðissamfélags. Þjóðfélagsumræða þarf alltaf að njóta ríkrar verndar þó hún sé oft á tíðum verulega hvöss og gagnrýnin. Hatursorðræða er afleiðing af fáfræði og heimsku, vandamál sem verður ekki leyst með banni, heldur með fræðslu og opinskárri umræðu.“
Alþingi Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldsvoði í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Sjá meira