Ráðuneytið vill frest til að svara fyrir andstöðu gegn kjarnorkuvopnabanni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. nóvember 2015 10:42 Fyrirspurn frá Steinunni Þóru liggur fyrir í þinginu um hvaða rök voru á bak við þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn kjarnorkuvopnabanni. Vísir/Heiða Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það. Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur farið fram á frest til að svara fyrirspurn um af hverju Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum í einni af aðalnefndum Sameinuðu þjóðanna í nóvember. Þetta kom fram við upphaf þingfundar í morgun. Ísland sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar atkvæðagreiðslunnar ásamt 25 öðrum ríkjum, þar sem löndin sögðu að ekki væri deilt um að notkun kjarnorkuvopna væri ómannúðleg. Ályktunin endurspeglaði hins vegar ekki þann veruleika að mannúðar- og öryggismál tengdust órjúfanlegum böndum. Utanríkisráðuneytið bað um frest.Vísir/VG 29 lönd greiddu atkvæði gegn tillögunni en 128 með. Öll NATO-ríkin sögðu nei, að undanskildum Noregi, Albaníu og Portúgal sem sátu hjá. Finnland sat einnig hjá.Vill svör um rök Fyrirspurnin sem um ræðir er frá Steinunni Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna, en hún biður meðal annars um að fá að vita hvaða rök lágu fyrir því að Ísland greiddi atkvæði gegn tillögunni og af hverju það kom ekki til greina að sitja hjá líkt og Noregur gerði, sem einnig tilheyrir NATO. Steinunn Þóra vill einnig svör við því hversu oft Ísland hefur greitt atkvæði á annan hátt en meginþorri NATO-ríkja í atkvæðagreiðslu um kjarnavopnamál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og hversu oft afstaða Íslands hefur verið frábrugðin hinna Norðurlandanna. Birgitta sagði að utanríkismálanefnd hefði verið samstíga um að mál eins og þetta ættu að fara fyrir þingið áður en ákvarðanir væru teknar.vísir/Valli Annað tækifæri í desember Í umræðum um störf þingsins sagði Steinunn Þóra að annað tækifæri kæmi á næsta Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir Ísland að greiða atkvæði með kjarnorkuvopnabanni. „Grant verður fylgst með því hvernig fulltrúi íslands mun kjósa í þeirri atkvæðagreiðslu. Það er algjör lágmarkskrafa að ísland sitji hjá, líkt og NATO-þjóðin Noregur gerði síðast,til þess að vinna ekki beinlínis gegn kjarnorkuafvopnun,“ sagði hún. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, steig svo í pontu og tók undir með henni. „Það var gott að finna fyrir því að það var tekið mark á okkur í utanríkismálanefnd í gær þegar við lögðum til að ráðfært yrði við þingheim áður en svona ákvarðanatökur eru teknar,“ sagði hún og að nefndin hefði tekið vel í það.
Alþingi Tengdar fréttir Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25 Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Gunnar Bragi segir afstöðu Íslands til kjarnorkuvopna óbreytta Ísland greiddi atkvæði gegn ályktunardrögum um bann við kjarnorkuvopnum. Utanríkisráðherra segist frekar vilja fara eftir samningum sem eru í gildi. 10. nóvember 2015 20:25
Ísland greiddi atkvæði gegn útrýmingu kjarnorkuvopna Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á vettvangi SÞ en Ísland var eitt af 29 ríkjum sem kaus gegn henni. 9. nóvember 2015 15:32