Boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra. Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira