Boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra. Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Hundruð fjölskyldna munu eiga auðveldara með að fá þak yfir höfuðið með samþykkt frumvarps um húsnæðissamvinnufélög sem mælt var fyrir í dag, að mati félagsmálaráðherra, sem boðar verulegar breytingar á húsnæðismarkaðnum. Það hefur lengi verið beðið eftir húsnæðisfrumvörpum Eyglóar Harðardóttur og það verður nokkur bið enn eftir flestum frumvarpanna. En hún mælti þó fyrir fyrsta frumvarpinu um húsnæðissamvinnufélög á Alþingi í dag. Þá afgreiddi ríkisstjórnin frumvarp hennar um breytingu á húsaleigulögum á fundi sínum i morgun. Með frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir í dag segir hún að verið sé að tryggja réttarstöðu bæði búseturéttarhafa og húsnæðissamvinnufélaga. „Og ég held að þetta muni gera að verkum að það verður auðveldara fyrir félögin að fjármagna sig. Þau munu hafa meira að segja um hvernig búseturéttargjaldið er ákveðið. Það mun þá endurspegla betri fjármögnunarkosti sem þau fá. Þetta mun tryggja það að stór verkefni sem hafa verið í pípunum töluvert lengi geta farið af stað og vonandi þá að jafnvel hundruð heimila muni fá þak yfir höfuðið,“ segir Eygló. Þetta sé mikilvægur þáttur í húsnæðisstefnu stjórnvalda um þrjá valkosti. „Það eru náttúrlega eignaríbúðirnar. Við höfuð auðvitað tekið stór skref þar með skuldaleiðréttingunni og séreignarsparnaðarleiðinni. Við erum að tala um leiguformið og það eru stór mál sem eru að koma fram á næstu dögum í þinginu hvað það varðar. Síðan núna húsnæðissamvinnufélögin eða búsetu fyrirkomulagið sem á þá að vera þriðji valkosturinn á húsnæðismarkaði að mínu mati,“ segir ráðherra. Séreignarsparnaðarformið sem hófst með leiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar verði útfært sem varanlegt úrræði fyrir þá sem eru að safna fyrir kaupum á fyrstu íbúð. Mikil vinna og samráð hafi átt sér stað við mótun húsnæðisstefnunnar sem muni koma fram í þeim frumvörpum sem sem lögð verði fram á næstunni. „Fram undan eru síðan frekari tillögur eins og kom fram í yfirlýsingu okkar í tengslum við gerð kjarasamninga, þar sem við viljum huga sérstaklega að auknum stuðningi við fyrstu kaupendur. Að vaxtabótakerfið styðji líka við það að fólk borgi niður lánin sín og eignist húsnæðið sitt en sé ekki að skuldsetja sig umfram það sem það ræður við,“ segir Eygló. Þegar þingi ljúki næsta vor verði búið að móta traustari umgjörð utan um fyrrgreinda þrjá kosti í húsnæðisstefnunni. „Að tryggja að fólk hafi raunverulegt val. Þannig að já, til framtíðar litið, munum við sjá að afleiðingin verður veruleg breyting á húsnæðismarkaðnum á Íslandi,“ segir Eygló Harðardóttir félagsmála- og húsnæðisráðherra.
Alþingi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?