Körfubolti

Körfuboltakvöld: "Marvin tók gamla júgga-bragðið í handbolta"

Anton Ingi Leifsson skrifar

Þátturinn Körfuboltakvöld var að vanda á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi, en þátturinn er uppgjörsþáttur eftir hverja umferð í Dominos-deild karla og kvenna.

Marvin Valdimarsson og Haukur Helgi Pálsson börðust svakalega í leik Stjörnunnar og Njarðvíkur á fimmtudagskvöldið, en Marvin fór snemma útaf snemma með fimm villur; þar af tvær eftir brot á Hauki.

„Þarna lítur þetta ekkert gróft út. Eggert dæmir villu og Leifur Garðarsson er viss í sinni sök, óíþróttamannsleg villa. Maður var að horfa á þetta og skildi þetta ekki alveg," sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttarstjórandi, þáttarins.

„Þetta er gamla-júggabragðið í handbolta. Hann þurfti ekki að gera þetta með hendinni og þetta er ekki viljaverk," sagði Hermann Hauksson ósáttur með Marvin.

„Ég sá þetta ekki fyrst, ég var á leiknum. Ég er með sama sjónarhorn og hann og það er ekki séns að ég hafi séð þetta. Hattinn ofar fyrir kallinum," bætti Kristinn Geir Friðriksson, spekúlant við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×