Körfubolti

Körfuboltakvöld: Hverjir hafa valdið mestum vonbrigðum?

Anton Ingi Leifsson skrifar

Þátturinn Körfuboltakvöld var að vanda á dagskrá Stöðvar 2 Sport í gærkvöldi, en þátturinn er uppgjörsþáttur eftir hverja umferð í Dominos-deild karla og kvenna.

Í lok hvers þáttar er gripið til framlengingar þar sem fimm umræðuefni eru rædd á fimm mínútum.

Í gær voru umræðuefnin kvennalandsliðið, eru Þórsarar númer of litlir, er úrslitakeppnin klár, stefnir Höttur í 0-22 og hverjir eru búnir að valda mestum vonbrigðum?

„Fyrir mér hefur Marvin í Stjörnunni valdið mér vonbrigðum. Hann er alltof góður leikmaður til að láta sig hverfa og eins og í leiknum gegn Njarðvík er hann bara í einhverjum kjánaskap,"

„Emil Barja vantar faktískt í Haukaliðið, Pétur Birgisson á Króknum. Marvin er að taka bara fá skot og hann er ekkert virkjaður inn í liðið, finnst honum þetta leiðinlegt?" sagði Hermann og þá tók Kristinn við:

„Sveinbjörn Claessen, Emil Barja, Pétur Birgis og Marvin einnig. Þeir sem ég hef orðið fyrir mestum vonbrigðum með eru íslensku leikmennirnir í FSu og Hetti. Þetta eru gæjar sem eiga að gera miklu miklu betur og ég er svekktastur með liðsheildina sem er ekki að myndast í þessum liðum," sagði Kristinn Geir rétt áður en hann rann út af tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×