Forseti áminnir höfund "bankaskítafýlunnar“ Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2015 19:00 Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson. Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nóg komið af sóðaskap í viðskiptum og hvetti landsmenn á Alþingi í dag til að hætta viðskiptum við Símann. Hjá fyrirtækinu virtist skítastuðullinn kominn upp í rjáfur eins og hann hafi verið fyrir kreppu. Þingforseti gerði athugasemd við orðbragð þingmannsins. Í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag rifjaði þingmaðurinn upp þegar hann fyrstur manna notaði orðið „bankaskítafýlu" í tengslum við sölu Arion banka á hlutabréfum í Símanum í síðasta mánuði. Þau ummæli hefðu vakið mikil viðbrögð og m.a. leitt til þess að bankastjóri Arion hafi viðurkennt viss mistök við sölu hlutabréfa til útvalins hóps, meðal annars yfirmanna Símans, framhjá almennu hlutafjárútboði. „En hjá Símanum eru þau mistök ekki viðurkennd. Þar virðist skítastuðullinn vera kominn upp í rjáfur aftur eins og hann var hérna fyrir kreppu. Þar ætla menn ekki að skila illa fengnum ránsfeng eins og þjófarnir eru tregir til,“ sagði Ásmundur. Það þyrfti þjóðarsókn gegn spillingu í bankakerfinu og atvinnulífinu. „Og ég hvet til þess að hið háa Alþingi hætti nú viðskiptum við svona fyrirtæki, eins og Símann. Það ætla ég að gera og ég hvet þjóðina til að segja upp viðskiptum við þetta fyrirtæki,“ sagði Ásmundur. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis var greinilega ekki sáttur við orðbragð þingmannsins. „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn um að gæta orðavals í ræðum sínum. Það er vel hægt að koma sjónarmiðum sínum á framfæri án óþarfa stóryrða,“ sagði Einar úr sæti forseta eftir að Ásmundur lauk ræðu sinni. Í samtali við fréttastofu sagði Ásmundur að það hafi misboðið þjóðinni þegar yfirmenn Símans hafi fengið hlutabréf í fyrirtækinu frá Arion banka á sérkjörum. „Ég hvatti þá til að skila þessum hlutabréfum og sitja við sama borð og aðrir. Alla vega við sama borð og aðrir starfsmenn. Ég held að þjóðinni og okkur finnist nóg komið af þessum sóðaskap. Honum verði að linna og Íslendingar geti farið að búa við umhverfi sem er eðlilegt. Þar sem fólk getur treyst hvort öðru og við getum treyst því að þessi fyrirtæki og þeirra yfirmenn séu að vinna samkvæmt eðlilegum vinnureglum á markaði,“ segir Ásmundur Friðriksson.
Alþingi Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira