Flókið regluverk ekki afsökun fyrir því að brjóta lög 12. nóvember 2015 19:30 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant." Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Sprenging hefur orðið í skammtímaleigu íbúða til ferðamanna í gegnum vefsíðuna airbnb. Í nýrri skýrslu Háskólans á Bifröst kemur fram að í Reykjavík séu yfir 1.900 herbergi og íbúðir í útleigu. Samtök ferðaþjónustunnar benda á að í mörgum íbúðum séu fleiri en eitt herbergi svo ætla megi að hlutdeild airbnb slagi upp í að vera á pari við hótelmarkaðinn, en um 3.900 hótelherbergi eru nú á höfuðborgarsvæðinu. Munurinn er sá að hátt í 90% leiguíbúða eru rekin í leyfisleysi. „Þannig að þetta er helmingurinn af framboðinu og það má segja að þegar aðeins 13% þeirra eru með tilskylin leyfi og skili sköttum og skyldum, þá er samkeppnisstaðan mjög skökk á þessum markaði og við gerum þá sjálfsögðu og skýlausu kröfu að það sé leiðrétt," segir Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hún segir þær tölur sem fram komu í skýrslunni, að 4% allra íbúða í Reykjavík séu í útleigu til ferðamanna, ekki koma á óvart. „Þessi íbúðagisting er að sjálfsögðu komin til að vera hér eins og annars staðar í heiminum, en það sem er þó sérstakt hér á Íslandi er að hvergi annars staðar, allavega ekki í þeim öndum sem eru næst okkur, er þetta hlutfall svona svakalega hátt. En það má líka að segja að annars staðar hefur ekki verið jafnsvakalegur vöxtur frá ári til árs í fjölda ferðamana, svo það er að hluta til eðlilegt."Mikilvægt að gera greinarmun á frístundaleigu og atvinnurekstri Iðnaðarráðherra greindi frá því í Íslandi í dag í vikunni að unnið sé að því að einfalda regluverkið þannig að fólki verði heimilt að leigja út heimili sín í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa sömu leyfi og hótel eða gistiheimili. Samtök ferðaþjónustunnar telja jákvætt að koma til móts við þá sem stunda svo kallaða frístundaleigu. „En hinsvegar þeir sem eru í fullum atvinnurekstri við það að leigja út íbúðir, það er eðlilegt að þeir sitji við sama borð og þeir sem eru í sömu starfsemi, það er að segja, hvort sem verið er að leigja út hótelherbergi, eða herbergi og íbúðir. Það er ekkert óeðlilegt við það og við gerum kröfu um það að sjálfsögðu að menn sitji við sama borð hvað það varðar," segir Helga. Það eitt að regluverkið sé flókið sé ekki afsökun til þess að brjóta lög. Helga segir þetta í raun þríþætt. Í fyrsta lagi að allir sem hafi atvinnu af rekstri gistinga búi við sama skattaumhverfi. Í öðru lagi að regluverkið tryggi öryggi ferðamanna sem best. Í þriðja lagi þurfi svo að gæta þess að reglunum sé fylgt. „Til þess að þetta komi allt heim og saman þá verðum við að tryggja eftirlit og viðurlög. Það er eitthvað sem við teljum að hafi verið verulega ábótavant."
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39 Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30 Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00 4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03 Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Airbnb á Íslandi sækir á Mikil aukning í framboði og eftirspurn eftir Airbnb-íbúðum hér á landi. 30. október 2015 10:39
Hegðun neytenda í deilihagkerfinu er að breytast Deilihagkerfið er farið að snúast minna um félagsleg tengsl og meira um peninga. 30. október 2015 16:30
Fjögur prósent íbúða leigð túristum Um fjögur prósent allra íbúða í Reykjavík eru í útleigu til ferðamanna samkvæmt nýrri skýrslu sem Háskólinn á Bifröst kynnti fyrir iðnaðar- og viðskiptaráðherra í gær. 7. nóvember 2015 07:00
4% allra íbúða í Reykjavík í útleigu til ferðamanna Um 3400 íbúðir og herbergi á Íslandi eru skráð á Airbnb. 6. nóvember 2015 16:03
Svona lítur Airbnb-borgin Reykjavík út Sjáðu hvernig leiguíbúðir á Airbnb teygja sig um allt höfuðborgarsvæðið. 11. nóvember 2015 10:30