ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2015 17:14 Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV. Vísir/Pjetur ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15