Menntamálaráðherra segir skipulag RÚV ekki greypt í stein Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:45 Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar. Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar.
Alþingi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira