László Kleinheisler var hetja Ungverjalands sem vann Noreg, 1-0, í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á EM 2016.
Kleinheisler var að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld fyrir Ungverja og þakkaði fyrir sig með því að skora sigurmarkið á 26. mínútu með glæsilegu skoti.
Norðmenn fengu þó sín færi. Gabor Kiraly, markvörður Ungverja sem var að spila sinn 100. landsleik í kvöld, varði frá Per Ciljan Skjeldbred í upphafi leiks.
Eftir mark Ungverja fengu Norðmenn næg færi til að jafna metin en allt kom fyrir ekki. Alexander Söderlund, fyrrum leikmaður FH, skaut beint á Kiraly úr góðu færi og Pal Andre Helland skallaði í slá í lok leiksins.
Ungverjar verða þó án Zoltan Gera í seinni leiknum á sunnudag. Hann var á gulu spjaldi fyrir leikinn og fékk áminningu í kvöld.
Nýliði tryggði Ungverjum sigur í Olsó
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Íslenski boltinn




Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls
Körfubolti