Lars: Áskorun að þjálfa mann eins og Zlatan Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 10:30 Lars Lagerbäck fór tvisvar á HM og tvisvar á EM með Zlatan. vísir/getty Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic, leikmaður PSG og einn besti fótboltamaður heims, verður í eldlínunni með sænska landsliðinu á næstu dögum þegar það mætir Danmörku í Norðurlandaslag um eitt laust sæti á EM í Frakklandi. Zlatan hefur að vanda farið mikinn í aðdraganda leikjanna og sagði í viðtali á dögunum að Evrópumótið yrði ekki eins án sín.Sjá einnig:Lars léttur í Varsjá: Aron Einar er stundum til vandræða Þetta er reyndar ekki í fyrsta sinn sem hann segir að stórmót verði tómlegra án sín, en hann sagði það sama um HM í Brasilíu eftir að Portúgal afgreiddi Svía í umspili fyrir heimsmeistaramótið í nóvember 2013. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, þjálfaði Zlatan hjá sænska landsliðinu í átta ár frá 2001-2009 og fór með honum á fjögur stórmót. Hann var spurður út í þessi ummæli Zlatans á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Póllands í gær. „Hann hefur mikið sjálfstraust,“ sagði Lars en benti mönnum nú á að þetta væri líka sálfræðistríð hjá hinum bráðskarpa Zlatan. „Hann er klár og hefur gaman að því að segja svona hluti. Þið verðið að taka þessu með smá fyrirvara,“ sagði Lars.Lars og Zlatan á blaðamannafundi árið 2008.vísir/gettyÞarf að byggja í kringum þann besta Lars sagðist ekki geta spáð fyrir um hvort sínir gömlu félagar og samlandar komist í gegnum danska liðið og tryggi sér farseðilinn á EM. „Ég hef bara ekki séð neina leiki því við erum alltaf að spila á sama tíma,“ sagði hann. „Eins og þið vitið hefur sænska liðið ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og því er pressa á því. Þetta verða hörkuleikir eins og eru alltaf á milli þessara þjóða því þetta er nágrannaslagur.“Sjá einnig:Strákarnir spila í Abu Dhabi í janúar Aðspurður hvernig það væri að þjálfa Zlatan sagði Lars það ekki auðvelt. Ástæðan er ekki að hann sé svo erfiður - þó Lars hafi reyndar einu sinni hent honum úr landsliðinu - heldur er stundum erfitt að vera með svona frábæran mann í liðinu. „Það er áskorun fyrir þjálfara að vera með svona yfirburðarmann í sínu liði. Fótbolti er liðsíþrótt og maður þarf að reyna að kreista það besta út úr öllum leikmönnunum,“ sagði Lars. „Þjálfarar með svona leikmenn innan sinna raða verða að byggja í kringum hann og ná jafnvægi með því að fá það besta út úr honum sem og öðrum leikmönnum. Þetta er það sem Pólland hefur gert með Robert Lewandowski,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57 Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Fleiri fréttir Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sjá meira
Aron Einar: Við erum ekki besta lið heims en við berjumst fyrir hvern annan Landsliðsfyrirliðinn segir skipulag og baráttugleði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta skila því langt. 12. nóvember 2015 10:57
Verður brjálæðislega erfiður leikur Undirbúningur íslenska landsliðsins fyrir lokakeppni EM næsta sumar hefst í kvöld. Þá mætir Ísland liði Pólverja ytra. Nýir menn fá tækifæri. Fyrsta tækifæri drengjanna í baráttu um farseðilinn til Frakklands. 13. nóvember 2015 06:00