Hálendið er hjarta Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar 14. nóvember 2015 07:00 Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða „hvort“ hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: „Hvernig“ þjóðgarður. Reikult og ráðvillt Alþingi með 18% traust tekur ekki föstum tökum mál sem stór meirihluti þjóðarinnar styður, en sjáum þó til, tveir flokkar hafa nú í haust lagt fram þingsályktunartillögur um Hálendisþjóðgarð. Fólkið sem talaði háðslega um „fjallagrasastefnu“ þegar deilur um hina óarðbæru Kárahnúkavirkjun stóðu sem hæst er enn við sama horn, þau sem fyrir 10 árum fóru með skop um „eitthvað annað“ tillögur þeirra sem vildu ekki sökkva náttúruverðmætum í drullufen verða nú að viðurkenna að þetta „eitthvað annað“ er stærsti atvinnuvegur þjóðarinnar, skapar tekjur upp á 400 milljarða árlega og 80% þeirra sem koma til landsins með gjaldeyri sem forðaði okkur frá gjaldþroti tala um að „óspillt náttúra“ sé meginaðdráttaraflið. Þessi ósigur rökræðunnar er á stærð við fall Sovétríkjanna í íslensku samhengi.Að hafa efni á? Í bók sem ég gaf út í fyrra, „Afríka, ást við aðra sýn“, er kafli um hvernig fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru. Ég nefndi tvö náttúruundur sem nú njóta verndar: Ókavangó-óshólmana í Kalahari-eyðimörkinni og Etosha-garðinn í Namibíu sem reyndar hefur verið friðlýstur í meira en öld. Eitt fátækasta ríki í heimi, Malaví, friðlýsti Nyika-hásléttuna löngu áður en nokkrum datt í hug Vatnajökulsþjóðgarður. Í langflestum tilvikum hefði mátt „virkja“ þessar lendur fyrir nautgriparækt, maísakra, hrísgrjón eða uppistöðulón. En þessi fátæku ríki hafa staðið við sitt á vakt fyrir mannkyn allt, enda svæði sem eiga sér hvergi líka.Hér má sjá útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands.Á Íslandi eru svæði sem frömuðir eins og Guðmundur Páll Ólafsson og Ómar Ragnarsson hafa bent á að í samfelldri heild sinni eru stórkostleg auðævi, ekki aðeins fyrir Ísland heldur allt mannkyn. Þökk sé Landvernd og náttúruverndarsamtökum, hugsjónafólki eins og Björk, Andra Snæ og mörgum öðrum að þessi mál eru nú komin í fremstu víglínu stjórnmálanna. Því þar eru þau. Hálendið verður ekki aftur heimt sé því spillt. Í þessum hópi eru ekki bara einhverjir ljóðaraulandi aular, Styrmir Gunnarsson og Vigdís Finnbogadóttir eru þarna líka. Höfum við efni á því að vernda hálendið? Í bók minni áðurnefndri sýndi ég kort sem dregur upp útlínur tveggja merkra þjóðgarða í Afríku, Etosha og Ókavangó, í samanburði við hálendi Íslands. Stærðin er nánast sú sama. Og þarna stendur: „Okkar megin miðbaugs, þar sem auður og völd eiga griðlönd, er enn rætt um orkuver á hálendinu, risastór burðarvirki þar yfir og upphækkaða vegi sem skera auðnina og skipta í vinnubúðareiti“. Þetta er úrslitamál Spurningin um hálendi Íslands er ekki einhver suðandi dægurfluga sem þagnar þegar næst er keppt í Júróvisjón. Þetta er úrslitamál um það hvernig þjóð við ætlum að vera og í hvernig landi við ætlum að búa. Í sumar skrifaði ég grein, framtíðarspá gamals manns sem horfir um öxl á dánarbeði eftir 30 ár. Hana má finna á stefanjon.is og í henni stendur meðal annars þetta um það sem gerist á næstunni: „Leiti maður að einstökum atburðum sem mörkuðu straumhvörf tel ég að sigurinn í baráttunni um hálendið hafi ráðið mestu. Við eigum nú stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu, reyndar þau einu. 40.000 ferkílómetra af friði og ró?… Þessi barátta gerði ekki bara það að tryggja okkur þessa fögru auðn um aldur og ævi, sem þó var ærið verkefni í hugum margra. Sigurinn knúði allan orkugeirann til að endurhugsa gömlu góðu leiðina. Þessi deild í íslenska rányrkjubúinu neyddist til að hætta að kreista sífellt fleiri megavött úr landinu og finna leiðir til að kreista fleiri dollara úr megavöttunum… Orkumöguleikarnir voru ekki endalausir og nýting varð kjörorð. Rafvæðing á öllum samgöngum landsins á landi og sjó var miklu ábatasamari en stóriðja, alþjóðleg útboð á lausri orku snarhækkuðu verðið til atvinnuvega sem engin atvinnuveganefnd hafði látið sér detta í hug… Ég kalla þennan sigur Straumhvörf því sigurinn um hálendið markaði annað fráhvarf Íslendinga frá rányrkjustefnu síðan land byggðist – hitt var þegar við hættum að reyna að drepa alla fiskana í sjónum.“ Látum þetta verða orð að sönnu eftir þrjátíu ár.Fátækar þjóðir eins og Namibía, Botswana og Malaví hafa brugðið hlífiskildi yfir risavaxin landsvæði til að vernda villta náttúru.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun