Hatrið má ekki sigra Þórunn Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2015 12:03 Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hryðjuverk í París Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Sjá meira
Hjarta okkar slær með París í dag. Sársauki Parísarbúa er sársauki okkar allra. Í borg ástarinnar hefur hatrið verið að verki og tekið alltof mörg líf. Kvöldið áður upplifðu íbúar Beirút annan eins hrylling og alla daga lifa Sýrlendingar, Palestínumenn og fólk á öðrum átakasvæðum við það sem við sáum í beinni útsendingu frá París í gær. Hvert ættu íbúar Parísar að leita ef ástandið þar væri viðvarandi? Tækjum við á móti þeim með ást og alúð eða færum við að efast um að þeir væru að segja satt um ástandið í heimaborg þeirra? Ég held ekki. Því miður var hatrið það afl sem hafði yfirhöndina í gær. Ekki bara í París, heldur um allan heim. Í svona viðkvæmum aðstæðum þurfum við að vanda okkur. Ef við ætlum að mæta hatrinu með illsku, fordómum og virðingarleysi fyrir hvert öðru, þá vinnur hatrið. Svo einfalt er það. Þess í stað skulum við upphefja það sem getur unnið gegn hatrinu. Kærleika, mannúð og virðingu hvert fyrir öðru.Á flótta undan hatri.Milljónir manna streyma nú frá stríðshrjáðum svæðum til Evrópu. Fólk sem leitar að öruggu skjóli vegna stríðs og ofbeldis. Á flótta undan hatrinu sem hefur rústað tilveru þeirra, í þeirri trú að hér sé næg ást og mannúð til að tryggja öryggi okkar allra. Því trúi ég líka. Kvalarar þessa fólks eru kvalarar Parísarbúa. Atburðir gærkvöldsins ættu að skerpa á samstöðunni. Útrýma talinu um „okkur og þau". Við erum öll í þessu saman. Við á móti hatrinu.Óttinn og hatriðÉg reyni að líta framhjá því sem fram fer í kommentakerfum landsins hverju sinni, enda sjaldan uppörvandi eða fróðlegt að lesa það sem þar stendur. En í gær var engin leið að líta undan. Fólk sótti kommentakerfin og dreifði þeim um internetið gjörvallt og ótti minn við hatrið varð sterkari en áður. Hatrið er nefnilega óbærilegt og ógnvekjandi. Aflið sem myrti 127 manns í París í gærkvöldi. Sama afl og myrti 44 einstaklinga í Líbanon kvöldið áður. Sama afl og sendi þúsundir manns af stað í lífshættulega bátsferð yfir til Evrópu. Höfum það hugfast. Trúarbrögð fremja ekki glæpi. Íslam, kristni eða ásatrú sprengja ekki fólk í loft upp. Hatur gerir það. Aðstæður sem þessar kalla eðlilega fram ótta. Við verðum hrædd þegar við heyrum af París, af Beirút og af Sýrlandi. Ótti kallar oft fram órökrétt viðbrögð en ótti réttlætir ekki hatur. Hatrið í kommentakerfum gærkvöldsins og varð svo yfirgengilegt að ábyrgir fjölmiðlar lokuðu fyrir athugasemdir. Í dag er nýr dagur og við þurfum að ákveða hvernig við ætlum að sigrast á hatrinu. Hatrið er rót vandans. Það er það sem ógnar öryggi og tilvist okkar allra.Kjósum kærleikannHatrið má aldrei fá okkur til að efast um mátt kærleika og samstöðu. Sjálf hef ég aldrei verið meðvitaðari um mikilvægi þess að elska heitar, vona innilegar og trúa því að ástin geti sigrað hatrið, friðurinn sigri stríðið og að ljósið verði á endanum myrkrinu yfirsterkara. Kærleikurinn er máttugastur tilfinninga og hann gerir lífið innihaldsríkara og verðmætara á meðan hatrið er afl tilgangsleysis og eyðileggingar. Þótt öllum líði kannski ekki eins þá vil ég gera allt sem í mínu valdi stendur til að virkja þau öfl sem vinna gegn hatrinu. Ég geri ekki kröfu um að fólk elski neitt sérstaklega heitt, bara að það hætti að hata.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun