Eiður um landsliðsfélagana: Spiluðu mig í PlayStation Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2015 13:00 Eiður Smári fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Getty BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
BBC birtir í dag ítarlega úttekt á uppgangi íslenska landsliðsins í fótbolta og segir frá því hvernig þjóð með svipaðan íbúafjölda á Coventry tryggði sér sæti á EM 2016. Rætt er við Eið Smára Guðjohnsen, Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck í greininni og sagt frá því hvernig bætt vetraraðstaða og tilkoma knattspyrnuhalla hefur hjálpað knattspyrnunni á Íslandi að dafna. Bent er á að Ísland er fámennasta þjóðin sem hefur komist á stórmót í knattspyrnu. Íbúafjöldi El Salvador, sem komst á HM 1982, er fjórfaldur íbúafjöldi Íslands og Wales, sem komst á sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði í 58 ár, er með tífaldan íbúafjölda miðað við Ísland. Þess má geta að El Salvador tapaði 10-1 í fyrsta leik sínum á HM 1982 en fáir reikna með að það Ísland hljóti önnur eins örlög á EM næsta sumar.Lars og Heimir.VísirÍslendingar leggja mikið á sig Heimir segir að miklu máli skiptir hversu margir þjálfarar á Íslandi eru með þjálfararéttindi og að það skili sér í því að börn sem æfi knattspyrnu á Íslandi, hvar sem er á landinu, fái góða þjálfun. Lagerbäck bendir á dæmi Gylfa Þórs Sigurðssonar sem fór ungur að árum til Reading og vann sig upp í gegnum akademíu félagsins. Áður en hann sló í gegn hafði hann farið að láni til bæði Crewe og Shrewsbury. „Jafnvel þó svo að hann hafi ekki notið velgengni í upphafi ferilsins er hann virkilega góður leikmaður í dag. Ég held að þetta sé hluti af menningu íslensku þjóðarinnar. Þeir eru vanir því að leggja mikið á sig og hugsa vel um sjálfa sig. Það virkilega gaman að vinna með hópi slíkra leikmanna,“ sagði Lagerbäck.Gylfi fagnar marki.VísirÉg er bara hluti af hópnum Eiður Smári hefur unnið marga sigra á ferlinum en aldrei notið svo mikillar velgengni með landsliðinu og nú. Hann stefnir nú að því að uppfylla draum sinn að spila með íslenska landsliðinu á stórmóti, þó svo að hann sé nú án félags. „Maður fær það á tilfinninguna að margir þessara leikmanna líta upp til mín,“ sagði hann um félaga sína í yngri landsliðinu. „Þeir ólust sjálfsagt upp við það að spila mig í PlayStation.“ „Það er skrýtið. En þetta er fljótt að gleymast á æfingum og á vellinum. Ég er bara hluti af hópnum og við erum allir að berjast fyrir því sama.“ „Ég vona að þeir hafi notið þess að spila með mér jafn mikið og ég hef notið þess að spila með þeim. Þetta hefur verið ferskur andblær fyrir íslenska knattspyrnu.“Eiður Smári.VísirLandsliðið lykilþáttur Eiður Smári gekk í sumar til liðs við Shijiazhuang Ever Bright en tímabilinu er nú lokið í Kína. Hann útilokar ekki að fara þangað aftur en segist nú vera að skoða sig um. „Ég held að það sé óhætt að segja að það væri best fyrir mig að spila í Evrópu. Að reyna að spila eins góðan fótbolta og hægt er til að vera í sem bestu formi þegar EM hefst.“ „Velgengni landsliðsins hefur verið einn lykilþátturinn í því að ég hef haldið áfram. Hún hefur hvatt mig til að halda áfram þangað til næsta sumar að minnsta kosti.“ „En ég elska íþróttina svo mikið að það hefur ekki verið erfitt að halda áfram. Þetta hefur bara verið góður bónus - smá auka í lokin.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira