Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 15:01 Björgvin Karl er Íslandsmeistari í karlaflokki og Katrín Tanja í kvennaflokki. vísir/daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Sjá meira
Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27