Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 15:06 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/stefán Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“ Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í málinu er Lárus ákærður ásamt þeim Jóhannesi Baldurssyni, einum stjórnenda bankans, og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónsyni, fyrrverandi forstjóri Saga Capital, fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Mennirnir neita allir sök. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna að láni frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Enn tíu mál til rannsóknar hjá sérstökumLárus er ákærður fyrir umboðssvik með því að hafa farið út fyrir lánaheimildir sínar og stefnt fjármunum Glitnis í hættu. Forstjórinn fyrrverandi neitar sök í málinu. Í ræðu sinni fór Lárus yfir það að þótt hann hafi aðeins verið forstjóri Glitnis í 17 mánuði en starfið hafi þó fylgt honum í átta ár vegna þeirra þriggja sakamála sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn honum. Einu máli er lokið, Vafningsmálinu svokallaða, þar sem Lárus var sýknaður af ákæru í Hæstarétti. Fram kom í máli Lárusar að enn séu tíu mál til rannsóknar hjá embættinu þar sem hann hefur stöðu sakbornings. „Það eru vissulega til verri hlutskipti í lífinu en að vera ranglega ákærður en því fylgir engu að síður mikið álag, bæði fyrir mig sem og fjölskyldu mína. Þá hefur verið nær ómögulegt fyrir mig að starfa á þeim vettvangi sem menntun mín og starfsreynsla nær til en endanleg úrlausn þessara mála næst varla innan áratugarins,“ sagði Lárus meðal annars. Sagði sérstakan saksóknara hafa notið stuðnings fjölmiðlaÞá gerði hann umfjöllun fjölmiðla um hrunmálin að umtalsefni sem og umræðuna í samfélaginu. „Allt frá hausti 2008 hefur umræðan í samfélaginu verið óvægin. [...] Enginn áhugi hefur verið á okkar hlið í fjölmiðlum. [...] Sérstakur saksóknari hefur hins vegar notið stuðnings fjölmiðla. Ég hef til dæmis tvisvar heyrt af ákæru á hendur mér fyrst í gegnum fjölmiðla,“ sagði Lárus. Hann beindi svo orðum sínum að dómnum: „Sjálfur hef ég kosið að ræða þessi mál aldrei við fjölmiðla því ég lít svo á að vettvangurinn sé hér. Hér á rétt á ykkar hlutlausu áheyrni. Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif. Ég treysti á hlutleysi dómsins við úrlausn þessa máls.“ Kvaðst aldrei hafa haft neinn persónulegan ávinningLárus sagði að sá möguleiki væri fyrir hendi að dómstóllinn gæfi sér að hann hefði haft rangan ásetning í störfum sínum fyrir Glitni en það væri fjarri sanni. „Allt sem ég gerði gerði ég í þágu bankans. Ég fór eftir ferlum bankans og lánareglum og gerði það sem best fyrir afkomu bankans. Ég hafði aldrei neinn persónulegan ávinning af neinni ákvörðun sem ég tók fyrir bankann og ég átti ekki hlutabréf í bankanum.“
Stím málið Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54 Áætla átta daga í Stím-málið Sex ár eru síðan rannsókn málsins hófst. 13. ágúst 2015 15:27 Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30 Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Sjá meira
Stím-málið: Telja að vitni hafi samið við ákæruvaldið Kröfu Lárusar Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, þess efnis að fá aðgang að gögnum sérstaks saksóknara og vitna í Stím-málinu svokallaða var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 13. nóvember 2014 11:54
Staðan hjá sérstökum saksóknara: Sakfellt í sex af sjö hrunmálum í Hæstarétti Fjöldi mála sem tengist efnahagshruninu 2008 er enn fyrir dómstólum. Þá eru tugir mála enn á borði embættis sérstaks saksóknara, ýmist í rannsókn eða saksókn. 13. október 2015 09:30
Þrír ákærðir í Stím málinu Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út ákæru á hendur Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóhannesi Baldurssyni og Lárusi Welding. 12. febrúar 2014 19:25