Sýrlenskt vegabréf eins árásarmannanna í París talið falsað Bjarki Ármannsson skrifar 16. nóvember 2015 20:55 Þriggja daga þjóðarsorg stendur yfir í Frakklandi. Vísir/EPA Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan: Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Karlmaður var í dag handtekinn í Serbíu með sýrlenskt vegabréf með sömu persónuupplýsingum og það sem fannst á líki eins hryðjuverkamannanna sem lést í árásunum í París síðastliðinn föstudag. Þetta kippir stoðum undan kenningum um að árásarmaðurinn hafi ferðast til Frakklands í gegnum Grikkland og Makedóníu, líkt og hingað til hefur verið talið.Árásarmaðurinn, sem sprengdi sig í loft upp fyrir utan Stade de France-þjóðarleikvanginn, var með sýrlenskt vegabréf á sér. Samkvæmt því hét hann Ahmad Al Mohammad og var 25 ára. Fingraför í vegabréfinu voru sögð sýna fram á að maðurinn hefði komið til Evrópu frá Sýrlandi í gegnum Grikkland.Vegabréfið sem fannst á manninum í Serbíu í dag.Mynd/Blic.rsÓljóst hvort maðurinn hafi komið sem flóttamaður En samkvæmt serbneskum miðlum, sem the Independent í Bretlandi vinnur upp úr, voru nákvæmlega sömu upplýsingar, en önnur ljósmynd, á vegabréfinu sem maðurinn í Serbíu var með á sér. Þetta bendi til þess að mennirnir hafi báðir keypt fölsuð vegabréf hjá sama einstaklingnum í Tyrklandi. Maðurinn er í haldi serbnesku lögreglunnar. Það er því enn óljóst hvort þessi tiltekni árásarmaður hafi komið til Evrópu frá Sýrlandi sem flóttamaður, líkt og margir hafa talið til þessa. Nokkrir stjórnmálamenn hafa út frá þeirri kenningu hvatt til þess að færri flóttamönnum verði hleypt til Evrópu frá Mið-Austurlöndum. Til að mynda hefur Marine Le Pen, leiðtogi hins öfgasinnaða Franska þjóðarflokks, sagt að Frakkar eigi tafarlaust að hætta að taka á móti flóttamönnum. Þá lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þau orð falla í viðtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að í kjölfar árásanna á París liggi það fyrir að hryðjuverkasamtök í Mið-Austurlöndum hafi notfært sér straum flóttamanna til Evrópu til þess að smygla þangað hættulegu fólki. Þess má geta að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur nýlega sagt að engin ógn sé almennt talin stafa af flóttafólki hér á landi, meðal annars þar sem ólíklegt sé að hryðjuverkamenn leggi á sig erfitt og hættulegt ferðalag til Evrópu dulbúnir sem flóttamenn. „Þó að menn bendi á þá augljósu staðreynd að auðvitað munu svona glæpasamtök nýta tækifærið þegar landamæri Evrópu eru opin, þá telur fólk ekki, almenningur, að þar með sé verið að segja að flóttafólk séu glæpamenn,“ sagði forsætisráðherra meðal annars í morgun. „Fólk getur alveg greint þarna á milli sjálft. En, samt, nú liggur fyrir að þessi samtök hafa nýtt neyð þessa fólks til að smygla inn fjölda fólks til Evrópu.“Hlusta má á viðtalið við Sigmund Davíð í spilaranum hér að neðan:
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11 Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25 Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45 Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15 Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Telja sig vita hver höfuðpaurinn er Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi. 16. nóvember 2015 10:11
Anonymous í stríð við ISIS: „Við munum fara í stærstu aðgerð okkar gegn ykkur“ Hakkararnir í Anonymous hafa sett myndband á netið þar sem þeir lýsa yfir stríði gegn hryðjuverkasamtökunum Íslamsa ríkið í kjölfarið á árásum samtakanna í París síðastliðið föstudagskvöld. 16. nóvember 2015 10:25
Árásirnar í París: Hollande segir ISIS vera heigla Forsetinn vill að ESB vakti ytri landamæri sambandsins betur. 16. nóvember 2015 12:45
Úthrópaður fyrir að segja hluti sem allir vita Snorri Magnússon fór hörðum orðum um Schengen-samstarfið á Facebook í kjölfar hryðjuverkanna í París. 16. nóvember 2015 19:15
Menningarsetur múslima fordæmir árásirnar í París „Þessi grimmdarverk eru í raun árás á siðferði og mennsku.“ 16. nóvember 2015 18:49