Hálfnuð á leiðinni í mikil vandræði Svavar Hávarðsson skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Ársins 2015 verður sennilega minnst sem þess fyrsta sem hitastig jarðar verður rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1900. Við tveggja gráða hlýnun er mannkyn í verulegum vandræðum sem vart verður undið ofan af. Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði. Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði vakti breska veðurstofan (UK Met Office) athygli á því að hitastig jarðar árið 2015 hafi á fyrstu níu mánuðum ársins verið rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1990 og á því verði ekki breyting til ársloka. Gangi spár eftir verður 2015 því árið þar sem þeim „áfanga“ var náð að mannkyn sé hálfnað á leið sinni að tveggja gráða hlýnun – þeirri hækkun á meðalhitastigi á heimsvísu sem skilgreint hefur verið sem hámark þess sem þolanlegt er.Málamiðlun um tjónHalldór Björnsson, hópstjóri veðurs- og loftslagsbreytinga hjá Veðurstofu Íslands, segir að eftir að ljóst varð að hnötturinn færi hlýnandi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa hafi menn fljótlega tekið að velta fyrir sér hversu mikið mætti hlýna áður en afleiðingar yrðu verulega slæmar. Slíkt mat er hins vegar gildishlaðið, segir Halldór, enda ráði hlýjustu svæði heimsins, eða láglendar eyjar í hitabeltinu, illa við nokkra hlýnun. Á kaldari svæðum séu áhrifin hins vegar varla öll neikvæð. „Flestir komast samt að þeirri niðurstöðu að ef hlýni meira en tvær gráður þá verði afleiðingarnar fyrir heiminn í heild sinni neikvæðar. Tilfellið er samt að tveggja gráða markið er einhvers konar málamiðlun um ásættanlegt tjón. Þetta er með öðrum orðum ekki raunvísindi heldur pólitísk málamiðlun sem studd er þó einhverjum rökum,“ segir Halldór.IllyfirstíganlegtÍ bók sinni, Gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar, gerir Halldór grein fyrir því hvað tveggja gráða markið þýðir í raun. Ef hlýnunin verður minni verða afleiðingarnar ekki öllum þjóðum jafn erfiðar – góðu fréttirnar séu að afrakstur ræktarlands aukist utan hitabeltisins við hóflega hlýnun öfugt við svæði í hitabeltinu og á þurrkasvæðum. „Gera má ráð fyrir að skemmdir á kóralrifjum verði verulegar, aukið tjón verði á strandsvæðum vegna flóða og óveðra. Tjón vegna öflugra fellibylja mun líklega aukast, og hækkandi sjávarstaða mun gera ástandið verra. Fleiri deyja af völdum flóða, hitabylgna og þurrka, og sjúkdómar munu taka aukinn toll. Samfélög eru oft háð staðbundnum matar- og vatnsforða sem kann að rýrna vegna loftslagsbreytinga. Þetta getur leitt til fólksflutninga og aukið líkur á átökum,“ skrifar Halldór en jafnframt að ef hlýnunin verður meiri versni afleiðingarnar stig af stigi, og að því er virðist, verður vandi heimsbyggðarinnar illyfirstíganlegur eftir að þriggja gráða hlýnun er náð. Breska veðurstofan, sem og fjölmiðlar, vísa til meðaltals hnattræns hita milli áranna 1850 til 1900 sem viðmiðunarpunkts – og þá er litið svo á að útblástur gróðurhúsalofttegunda hafi ekki verið farinn að hafa veruleg áhrif á hnattrænan hita á þessum tíma. Halldór segir að frá þeim tíma hafi hins vegar hlýnað verulega, framan af skrykkjótt, en eindregnara frá sjöunda áratugnum að telja. „Þrátt fyrir hlýnunina eru sveiflur í meðalhita milli ára, og áratuga, en þegar við færumst nær einnar gráðu markinu þá kemur að því að eitt ár nær að fara uppfyrir þetta mark. Allt útlit er fyrir að það verði árið í ár,“ segir Halldór en útskýrir jafnframt að ekki sé allt sem sýnist.Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu ÍslandsEl Niño skekkir myndina„Árið í ár er óvenjulegt því nú er í gangi mjög öflugur El Niño [heitið á hlýnun sjávar í hitabeltinu í Kyrrahafi sem á sér stað á þriggja til sjö ára fresti] og hér má því hafa stóra fyrirvara. Við erum ef til vill ekkert nær því en við vorum í fyrra, því þegar rætt er um tveggja gráða markið er alltaf verið að tala um hina þvinguðu gróðurhúsahlýnun, ekki hvernig einstök ár stökkva upp eða niður. Við erum ekki enn þá komin í þær aðstæður að hnattræn hlýnun sé að jafnaði meiri en ein gráða. Það er þannig mjög líklegt að þegar þessi El Niño gengur yfir verði meðalhitinn aftur undir einni gráðu – og það mun taka nokkur ár til viðbótar fyrir meðalhita jarðar að ná einni gráðu að jafnaði.
Loftslagsmál Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á lokametrunum og dánarorsök liggur fyrir Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira