Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að Abdel-Hamid Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu á íbúð í St-Denis í norðurhluta Parísar í gær.
Tveir létust í árásinni, Abu Oud, og frænka hans sem sprengdi sjálfa sig í loft upp við upphaf áhlaupsins.
Abu Oud er talinn höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í París á föstudaginn þar sem 129 féllu.
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis

Tengdar fréttir

Tveir féllu í aðgerðum lögreglu í París
Umsátursástand ríkti í St-Denis í París í morgun. Saksóknari hefur staðfest að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp og hafa sjö verið handteknir.