Innlent

Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hækkunin nær meðal annars til allra ráðherra og forsetans.
Hækkunin nær meðal annars til allra ráðherra og forsetans. vísir/gva
Laun og starfskjör ýmissa embættismanna hækka um 9,3 prósent á árinu en hækkunin er afturvirk til 1. mars þessa árs. Þetta kemur fram í úrskurði kjararáðs frá 17. nóvember síðastliðnum.

Lágmarkshækkun á almennum vinnumarkaði í ár var 3,2 prósent en mesta hækkunin 7,2 prósent. Gildistími flestra samninga hafi verið frá 1. mars þessa árs.

Í úrskurðarorði ráðsins segir að úrskurður gerðardóms um launakjör BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga leiði til 9,3 prósent meðaltalshækkunar launa á árinu og liggur sú tala til grundvallar niðurstöðu kjararáðs.

Ákvörðunarvald kjararáðs nær meðal annars til þjóðkjörinna manna, dómara, ráðherra, ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra í Stjórnarráði Íslands og forstöðumanna ríkisstofnana. 

Laun alþingismanna hækka til að mynda úr um rúmar sextíuþúsund krónur og eru nú 712.030 krónur. Ráðherrar verða eftir hækkunina með rúmlega 1.250.000 krónur í laun á mánuði fyrir utan forsætisráðherra en hann fær tæpa 1,4 milljónir. Forseti Íslands trónir svo á toppnum með rúmar 2,3 milljónir í mánaðarlaun en hann var áður með 2.117.000 krónur í laun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×