Hvað verður um RÚV? Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Óheilindi í ríkisstjórnarflokkunum og samkeppnisfjölmiðlum í garð Ríkisútvarpsins kristallast þessa daga í umræðum um svonefnda Eyþórsskýrslu menntamálaráðherra. Í miðju umrótinu gengur út formaður stjórnar RÚV, Ingvi Hrafn Óskarsson, og ber við önnum á lögmannsstofu sinni. Morguninn eftir er uppsláttur Moggans að Ingvi Hrafn og aðrir stjórnendur RÚV hafi veitt þingnefnd rangar upplýsingar um tölvupóst frá fjármálaráðuneytinu. Fréttin byggir á viðtali við Guðlaug Þór Þórðarson, varaformann fjárlaganefndar, og er árás á stjórnendur Ríkisútvarpsins. Stjórnendur RÚV töldu póst fjármálaráðuneytis staðfesta að með ráðstöfunum til að laga fjárhaginn hafi RÚV uppfyllt skilyrði fyrir 182 milljóna aukaframlagi. Þetta segir Guðlaugur Þór vera rangt. Túlkun stjórnenda RÚV á tölvupóstum milli fjármálaráðuneytis og stjórnarformanns miðaðist við að verið væri að vinna með stjórnvöldum, en ekki gegn þeim, að lausn á vanda RÚV. Og vissulega voru stjórnvöld að vinna með Ríkisútvarpinu, í sameiginlegri nefnd með forsætis-, mennta- og fjármálaráðuneyti. Því er undarlegt að löngu síðar komi upp ný túlkun á efni tölvupósts frá í mars. Pósts sem einungis átti að staðfesta sameiginlegan skilning, eftir samvinnu. En þar virðist glæpur stjórnenda RÚV einmitt liggja. Að hafa unnið vinnu með árangri, meðan stjórnvöld og fjárveitingavaldið unnu gegn þeim, drógu mál á langinn, flæktu þau og affluttu. Rekstur Ríkisútvarpsins hefur verið hallalaus síðasta árið. Þess er ekki getið í umræðum um skýrsluna. Skuldir lækka meira en í sögu félagsins, með lóðasölu og húsnæðisleigu. Starfsfólk er pínt áfram inn í vaxandi óvissu, aukið vinnuálag og pólitískt einelti. Skýrsla Eyþórs er sögð afhjúpandi, en hún afhjúpaði ekki annað en einbeittan pólitískan vilja höfunda til að leggja Ríkisútvarpið niður. Stjórn Ríkisútvarpsins, vön ásökunum um að vera gagnslaus bitlingastjórn flokkanna, stóð saman gegn árás fjárveitingavaldsins á Ríkisútvarpið í fyrra. Í ár var upplýsingum haldið frá henni. Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana. Framhaldið var á sömu leið. Er nema von að stjórnarformaðurinn snúi sér að uppbyggilegri verkefnum? En hvað verður um Ríkisútvarpið?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun