Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira
Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Fleiri fréttir Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Sjá meira