Forstjóri Landspítalans segir málatilbúnað ákæruvaldsins skaðlegan sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 18:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Mynd/Landspítalinn Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það hafa reynst honum og öðru starfsfólki spítalans þungbært að sjá samstarfskonu þeirra dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir málatilbúnað ríkissaksóknara skaðlegan starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. „Spítalinn sjálfur er vissulega fyrir dómi vegna málsins en þessi málatilbúnaður ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi, þegar ljóst er að ekki er um ásetningsbrot að ræða, er beinlínis skaðlegur enda skapar hann óvissu um störf og starfsumhverfi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Páll í forstjórapistli á vefsíðu Landspítalans. Hann segir að spítalinn hafi að jafnaði tilkynnt á milli sex og tíu alvarleg atvik árlega til Landlæknis, og nokkur þeirra til lögreglu, enda beri honum skylda til þess lögum samkvæmt. Nauðsynlegt sé að til sé farvegur til að rannsaka alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, bæði innan stofnunarinnar og hjá óháðum ytri aðilum. „Gríðarlegir hagsmunir felast í því að slík ferli leiði til umbóta og hvetji til opinnar öryggismenningar. Þetta ætti að vera augljóst enda þessi háttur hafður á rannsóknum samgönguslysa,“ segir Páll. Þá segir hann öruggan spítala eitt gilda Landspítala og að unnið hafi verið markvisst að því undanfarin ár að auka öryggi sjúklinga með opinni öryggismenningu þar sem umræða, markviss skráning atvika og úrvinnsla þeirra sé einn lykil þátta. „Á slíkri skráningu byggir möguleiki okkar til að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti átt sér stað í framtíðinni. Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir það hafa reynst honum og öðru starfsfólki spítalans þungbært að sjá samstarfskonu þeirra dregna fyrir dóm í vikunni, ákærða fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir málatilbúnað ríkissaksóknara skaðlegan starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna. „Spítalinn sjálfur er vissulega fyrir dómi vegna málsins en þessi málatilbúnaður ákæruvaldsins gagnvart einstaklingi, þegar ljóst er að ekki er um ásetningsbrot að ræða, er beinlínis skaðlegur enda skapar hann óvissu um störf og starfsumhverfi íslenskra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Páll í forstjórapistli á vefsíðu Landspítalans. Hann segir að spítalinn hafi að jafnaði tilkynnt á milli sex og tíu alvarleg atvik árlega til Landlæknis, og nokkur þeirra til lögreglu, enda beri honum skylda til þess lögum samkvæmt. Nauðsynlegt sé að til sé farvegur til að rannsaka alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu, bæði innan stofnunarinnar og hjá óháðum ytri aðilum. „Gríðarlegir hagsmunir felast í því að slík ferli leiði til umbóta og hvetji til opinnar öryggismenningar. Þetta ætti að vera augljóst enda þessi háttur hafður á rannsóknum samgönguslysa,“ segir Páll. Þá segir hann öruggan spítala eitt gilda Landspítala og að unnið hafi verið markvisst að því undanfarin ár að auka öryggi sjúklinga með opinni öryggismenningu þar sem umræða, markviss skráning atvika og úrvinnsla þeirra sé einn lykil þátta. „Á slíkri skráningu byggir möguleiki okkar til að fyrirbyggja að sambærileg atvik geti átt sér stað í framtíðinni. Í opinni öryggismenningu eiga heilbrigðisstarfsmenn að vera óhræddir við að skrá og upplýsa það sem aflaga fer og allt sem dregur úr vilja þeirra eða getu til þess er afturför.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06 Mest lesið Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Hætta á að heilbrigðisstarfsmenn segi ekki frá mistökum ef þeir geta átt von á að verða ákærðir fyrir gáleysi. 5. nóvember 2015 13:44
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Sagði hjúkrunarfræðinginn eiga sér miklar málsbætur og taldi hæfilega refsingu skilorðsbundna fangelsisvist. 5. nóvember 2015 11:06