#þettahefðigetaðveriðég: Sýna samhug með hjúkrunarfræðingnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2015 22:01 Hjúkrunarfræðingar standa þétt að baki hinnar ákærðu. Vísir/Vilhelm „Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659 Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59