Íslenski boltinn

Gunnar Þorsteinsson kominn heim í Grindavík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Þorsteinsson rífur í spaðann á Jónasi Þórhallssyni, formanni knd. Grindavíkur.
Gunnar Þorsteinsson rífur í spaðann á Jónasi Þórhallssyni, formanni knd. Grindavíkur. mynd/grindavík
Gunnar Þorsteinsson, sem spilað hefur með ÍBV í Pepsi-deild karla í fótbolta undanfarin þrjú ár, samdi í dag við uppeldisfélag sitt Grindavík til þriggja ára. Grindavík leikur í 1. deild.

Gunnar, sem er tvítugur, spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki með Grindavík árið 2009, en hann var síðar á mála hjá Ipswich á Englandi.

„Eftir þrjú skemmtileg og viðburðarrík ár hjá ÍBV fannst mér kominn tími fyrir nýja áskorun. Grindavík var alltaf efst á blaði enda mitt uppeldisfélag og framundan eru afar spennandi tímar hjá félaginu,“ segir Gunnar í fréttatilkynningu Grindvíkinga.

Gunnar á að baki 56 leiki í Pepsi-deildinni og ellefu bikarleiki og skorað í þeim tvö mörk. Þá spilaði hann 17 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Grindvíkingar sömdu einnig í dag fyrir Ólaf Inga Jóhannsson, ungan strák sem kemur frá Keflavík, til tveggja ára.

Grindavík hafnaði í fimmta sæti 1. deildar á síðasta tímabili, en liðið féll úr Pepsi-deildinni árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×