Aukin harka í kappræðunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. október 2015 09:00 Marco Rubio, Donald Trump og Ben Carson í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins á miðvikudagsvöldið. Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
Töluverður hiti var í sjónvarpskappræðum Repúblikanaflokksins í fyrrakvöld. Aðrir frambjóðendur en Donald Trump eru farnir að láta fleira flakka en áður, að því er virðist til að láta hann ekki einan um að fá athygli fjölmiðla. Þeir beindu spjótum sínum bæði hver að öðrum og líka að fjölmiðlum almennt, og þá ekki síst stjórnendum sjónvarpskappræðnanna sjálfra. „Vilt þú svara sjálfur, eða viltu að ég svari?“ spurði til dæmis Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey. Athyglin beindist mikið að þeim Donald Trump og Ben Carson, sem eiga það sameiginlegt að vera eins konar utangarðsmenn í pólitíkinni. Hvorugur þeirra hefur gegnt þingmennsku eða öðrum trúnaðarstörfum fyrir Repúblikanaflokkinn, en þeir hafa engu að síður verið efstir í skoðanakönnunum, nokkuð langt á undan hinum langreyndu innanbúðarmönnum. Með glannalegum yfirlýsingum sínum hefur Trump raunar tekist að færa alla umræðuna enn lengra til hægri en venja hefur þó verið til meðal repúblikana í aðdraganda forsetakosninga.Að neðan má sjá brot úr kappræðunum í fyrrakvöld. Undanfarnar vikur hefur Carson síðan tekið til við að gefa út yfirlýsingar, sem sumar hverjar þykja ekki síður glannalegar og að minnsta kosti engu nær miðjunni en yfirlýsingar Trumps. Þannig hefur Carson gert öllum ljóst að hann sé mikið á móti bæði fóstureyðingum og hjónaböndum samkynhneigðra. Hann fer heldur ekki dult með fordóma sína í garð múslima og hann er eindreginn stuðningsmaður þess að almenningur geti hindrunarlítið gengið með skotvopn. Með þessu hefur Carson tekist að vekja meiri athygli fjölmiðla, að því er virðist með þeim árangri að hægt hefur á sigurgöngu auðkýfingsins Trumps í skoðanakönnunum. Carson er að minnsta kosti tekinn að mælast með meira fylgi en hann í Iowa, eða 29 prósent á móti aðeins 20 prósenta fylgi Trumps. Margir telja að úrslitin í forkosningum Repúblikanaflokksins í Iowa, sem verða haldnar í byrjun febrúar, geti skipt sköpum því furðu oft hefur það gerst að sá frambjóðandi sem þar sigrar verði á endanum forsetaefni flokksins. Þegar meðaltal skoðanakannana er skoðað heldur Trump engu að síður forystunni, með 26 prósenta fylgi samkvæmt samantekt á stjórnmálavefsíðunni Realclarpolitics.com, en Carson er með 22 prósent.Skrautlegar yfirlýsingar Bens CarsonUm múslima: „Ég myndi ekki tala fyrir því að við gerðum múslima að forseta þjóðarinnar.“Um skotvopnareglur: „Ég hugsa að líkurnar á því að Hitler næði fram markmiðum sínum hefðu minnkað verulega ef þjóðin hefði verið vopnuð.“Um baráttu sína gegn fóstureyðingum: „Á meðan þrælahald var og hét töldu margir þrælahaldarar að þeir ættu rétt á því að gera hvað sem þeim sýndist við þann þræl. Allt sem þeir vildu. Og ef afnámssinnarnir hefðu sagt: Ég trúi ekki á þrælahald, en þið skulið bara gera það sem þið viljið. Hvar værum við þá?”Um samkynhneigð: „Ansi margir fara í fangelsi og eru þá gagnkynhneigðir en þegar þeir koma út eru þeir orðnir samkynhneigðir. Ég trúi því að stjórnarskráin okkar veiti öllum vernd, án tillits til kynhneigðar eða nokkurs annars. Ég trúi því líka að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu. Þeir ættu ekki að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að sá sem trúir því að hjónaband sé milli eins karls og einnar konu telji sér ógnað af samkynhneigð. Þetta er ein af þessum goðsögnum sem vinstri menn þröngva upp á samfélagið. Það er svona sem þeir hræða fólk og fá það til að þegja. Um það snýst allt þetta pólitíska rétthugsunartal, og það er að eyðileggja þjóðina.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir "Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33 Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45 Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00 Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Sjá meira
"Ég verð frábært sameiningartákn fyrir þjóðina“ Donald Trump virðist vera að tapa einu af lykilfylkjunum í baráttunni um útnefningu Repúblikanaflokksins. 25. október 2015 19:33
Jeb Bush í vandræðum Marco Rubio virðist hafa náð að stela senunni í kappræðum Repúblikana í gær. 29. október 2015 08:45
Kappræður Repúblikana í nótt:Við hverju má búast? Ben Carson er á mikilli siglingu og gert er ráð fyrir að Trump muni hamra á honum í nótt. 28. október 2015 21:00
Segir konur vilja vera í búrkum - Myndband „Staðreyndin er sú að það er auðvelt. Þú þarft ekki að farða þig.“ 27. október 2015 10:59