Unga fólkið tekur völdin Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2015 08:00 Hin tíu ungu og efnilegu. Vísir/Pjetur Á landsfundum tveggja stórra flokka um síðastliðna helgi var það unga fólkið sem stal senunni. Hér er rætt við ungt og áhrifamikið fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í íslenskum stjórnmálum og eiga það sameiginlegt að vera undir þrítugu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/PjeturPólítík meira eins og Twitter Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 24 ára Ritari SjálfstæðisflokksinsEr ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin?Ég held að allir muni halda áfram að breytast. Fólk og pólitík eru ekki eins árið 1995 og árið 1975. Þannig hafa orðið miklar breytingar á síðustu 20 árum. Þetta er ekki bara hrunið. Pólitík og fólk hefur breyst um allan heim. Sömu tilhneigingar sjást alls staðar. Mér finnst það jákvætt. Stöðnun er ekki eftirsóknarverð. Það þarf margt að breytast, pólitíkin þarf að vera opnari fyrir ungu fólki og nýjum hugmyndum. Alþingi á að vera eftirsóknarverður staður til að starfa á í nokkur ár en síðan á maður að geta farið annað. Við eigum að hætta að horfa á stjórnmál sem ævistarf. En svo það gerist þarf ekki einungis að breyta viðhorfinu hjá þeim sem starfa í stjórnmálum, heldur einnig öðru fólki sem horfir á stjórnmálin. Pólitíkin þarf að vera meira eins og Twitter en ekki eins og Facebook – umræðan þarf að vera hnitmiðaðri og efnismeiri, ekki langt röfl um lítið efni.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólítík? Hleypa fleira ungu fólki að störfum innan flokkanna. Hætta að tala mikið en reyna að segja meira. Vera skemmtilegri og áhugaverðari. Einbeita sér að málum sem skipta ungt fólk máli eins og skólamál, atvinnumál og húsnæðismál. Og hætta að láta eins og umheimurinn sé hættulegur og það sé náttúrulögmál að allt sé betra hér. Það er hallærislegt. Ísland er æðislegt en við þurfum að hafa fyrir því að standast samkeppni við önnur lönd.Hvað er það versta við pólítík? Hvað við erum gjörn á að hjóla í manninn en ekki málefnið. Þegar fólk talar sér þvert um hug, bara til að vera ósammála andstæðingi sínum. Það er tímasóun. Verum almennilega ósammála um hluti sem við höfum andstæðar skoðanir á, en gerum okkur ekki upp skoðanir. Og hvað fólk getur haldið leiðinlegar ræður þar sem það segir nokkurn veginn það sama og næsti maður.Daníel Haukur Arnarsson.vísir/pjeturÞýðir ekki að elta í blindni Daníel Haukur Arnarsson 25 ára Starfsmaður Vinstri grænna og í stjórn hreyfingarinnarHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Mér sveið að sjá Ísland taka þátt í stríði gegn saklausu fólki, einnig fannst mér skelfilegt að sjá náttúruna víkja fyrir skyndilausnum í atvinnumálum og að sjá ójöfnuð, sumir eiga allt, aðrir ekkert, það er stærsta vandamálið!Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Nei, þau eru ekki einu sinni flokksbundin. Auðvitað hafa þau áhrif á mína lífspólisíu, gefa mér ráð og þess háttar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmál varða? Frá því að ég man eftir mér. Við búum ekki í fullkomnum heimi og öll okkar vandamál er hægt að leysa, því við sköpuðum þau. Ég var óþolandi barnið sem var alltaf að benda á ranglætið í hinu og þessu, rökræddi við fullorðna fólkið og þusaði yfir Alþingi.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Alls ekki. Mér finnst þessi umræða byggð á populisma. Tveir stjórnmálaflokkar hafa ráðið síðustu áratugi, fyrir utan örfá ár. VG hafa setið í ríkisstjórn í fjögur ár, ættum við því ekki að tala um tvíflokkana? Stjórnmálahreyfingar breytast hratt, þær eru tæki, ekki eitthvað heilagt. Fólkið í flokknum er mikilvægara en Flokkurinn!Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum, Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin, tvímælalaust. Það verður að hleypa ungu fólki í ábyrgðarstöður. Við verðum einnig að hlusta betur á fólkið, koma með lausnir til framtíðar og hætta að lofa stórum heildarlausnum sem verða svikin. Það er ekki nema von að fólk treysti ekki fólki sem segir eitt og gerir annað. Einnig þarf fólk að koma að ákvarðanatöku um stór málefni beint, ekki aðeins í gegnum fulltrúa. Við verðum einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar! Það þýðir ekkert að elta einhvern í blindni.Sema Erla Serdar.Vísir/PjeturByltingin er hafin! Sema Erla Serdar 29 ára Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í KópavogiHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Ég get verið óþolinmóð og átt erfitt með að bíða lengi eftir því að hlutirnir gerist. Þar af leiðandi vil ég frekar reyna að stuðla að breytingum en að bíða eftir því að einhver annar geri það. Ég vil leggja mitt af mörkum svo að á Íslandi byggist samfélag jöfnuðar, jafnréttis og réttlætis, þar sem trú fólks, þjóðerni, litarhaft, kynhneigð eða fötlun hefur ekki áhrif á stöðu einstaklinga í samfélaginu.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég lærði ung að hlutir eins og frelsi, mannréttindi og jafnaður eru ekki sjálfsagðir. Bæði af eigin reynslu sem og reynslu annarra lærði ég að það er mikilvægt að láta í sér heyra, að berjast gegn óréttlæti og vinna í þágu mannúðar, réttlætis og friðar. Án þess að hafa tekið meðvitaða ákvörðun hefur sú sannfæring leitt mig inn á þessa braut. Á léttari nótum held ég að allt frá því ég las dagbækur Che Guevara í MH hafi ekki verið aftur snúið.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ég er ekki sammála því að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og málefnum samfélagsins. Hver samfélagsbyltingin á fætur annarri síðustu misseri hafa komið frá ungu fólki. Það hefur bara minni áhuga á stjórnmálaflokkum sem minna meira á fornminjasafn en hreyfiafl í samfélaginu, úrelt flokkakerfi og þrætupólitík og því nennir það ekki að mæta á kjörstað. Ungt fólk vill hafa áhrif á samfélagið, það vill koma að ákvarðanatöku í samfélaginu og það vill ráða sinni framtíð sjálft, enda eru fáir betur til þess fallnir að skapa framtíð unga fólksins en það sjálft. Byltingin er hafin, spurningin er bara hver verður fyrstur til þess að hleypa nýrri kynslóð að!Valgerður Björk PálsdóttirVísir/PjeturFlokkarnir eru vandamálið Valgerður Björk Pálsdóttir 28 ára Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðarHefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða?Nei, ég held að stjórnmálaáhuginn hafi kviknað í Bandaríkjunum þegar ég dvaldi þar sem skiptinemi. Fósturforeldrarnir voru komnir á eftirlaun, miklir demókratar með sterkar skoðanir og voru með sjónvarpið á allan daginn með pólitískum spjallþáttum. Ég hef alltaf haft sterkar pólitískar skoðanir og gaman af rökræðum þó ég hafi aldrei áður verið í flokki.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Já. Það ömurlegasta við pólitík eru flokkar þar sem meginmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Það þarf ekki að kveikja neinn áhuga, hann er augljóslega til staðar. Rannsóknir sýna að ungt fólk hefur mjög mikinn áhuga á pólitík, bara ekki flokkapólitík. Ég deili til dæmis ekki áhyggjum sumra stjórnmálamanna um að ungt fólk hafi ekki áhuga á flokkapólitík. Flokkarnir þurfa þó að líta inn á við og spyrja hvernig þeir geti hlustað betur á kröfur ungs fólks og í alvörunni framkvæma það svo þegar þeir eru við völd. Það er ekki nóg að samþykkja einhverja ályktun á landsfundi og gera svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er kominn. Það er helsta ástæðan af hverju ungt fólk er að afneita fjórflokknum. Það er sífellt verið að gera eitthvað á kostnað ungs fólks og framtíðarkynslóða eins og til dæmis skuldaleiðréttingin, skortur á framtíðargjaldmiðilsstefnu sem kemur í veg fyrir eðlilegan húsnæðis- og leigumarkað og ofeyðsla almannafjármuna í óumhverfisvænar verksmiðjur sem skapa störf sem ungt fólk langar ekkert að sinna.Jóhanna María Sigmundsdóttir.Vísir/PjeturAlþingi of langt frá fólkinu Jóhanna María Sigmundsdóttir 24 ára 7. þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir FramsóknarflokkinnHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Ég er alin upp við það að fylgjast með fréttum og láta mig varða það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Lærði fljótt að ef maður vill breyta einhverju þá gerist það síst með því að sitja við eldhúsborðið heima bölvandi. Skoðun þín skiptir litlu í stóra samhenginu ef þú segir hana aldrei, hvað þá ef þú ert ekki tilbúin að bretta upp ermar og gera eitthvað í því.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Ég hef aldrei trúað á þetta heiti „fjórflokkurinn“. Nafn flokks er kannski það sama en fólk kemur og fer, nýtt fólk á skilið að fá tækifæri til að sanna sig án þess að vera dregið niður eða bendlað við fyrri flokksfélaga, það verður hver að svara fyrir sig.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ef þeir sem eru í pólitík eru duglegri að tala á mannamáli og virða skoðanir hvers annars. En svo held ég að það þurfi meiri fræðslu í skólum um það hvernig stjórnkerfið virkar, hver hefur hvaða hlutverk og hvernig hlutir eru ákveðnir. Af hverju við höfum hin og þessi lög sem unglingum og ungu fólki finnast úrelt eða asnaleg. Einnig opna það meira fyrir ungu fólki hvernig það getur haft áhrif á það sem er verið að gera á Alþingi. T.d. voru margir vinir mínir með skoðanir á málum sem lágu fyrir Alþingi, oft út frá persónulegri reynslu sem þeim fannst ólíklegt að nefndir á Alþingi tækju tillit til, en engum hafði dottið í hug að senda inn umsögn um þau mál jafnvel þó að sá möguleiki sé opinn öllum. Stjórnmál og Alþingi eru oft sett upp eins og þetta sé svo langt frá okkur og of flókið, en ég hef kynnst því hvað kerfið býður upp á, persónulega hefði ég viljað læra það miklu fyrr.Una HildardóttirVísir/PjeturBest að geta haft áhrif Una Hildardóttir 24 ára Nýkjörinn gjaldkeri VGHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Fyrrverandi kærasti minn var virkur í starfinu og mér þótti það áhugavert. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að bjóða mig fram í ritara UVG og ég sló aðallega til vegna þess að stefna hreyfingarinnar samsvaraði mínum skoðunum betur en allir aðrir flokkar.Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Þau hafa síðustu ár verið virk í Íbúahreyfingunni í Mosfellsbæ. Þau hafa alltaf verið að pönkast í kerfinu á einn eða annan hátt og aldrei kennt sig við neinn flokk, enda allt of miklir anarkistar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var áhugasöm um stöðu mála þegar ég var barn, horfði á fréttir, hlustaði á umræður foreldra minna og las stundum blöðin. Á unglingsárunum hafði ég brennandi áhuga á umhverfisvernd og var á móti stóriðjustefnu stjórnvalda. Ég man þó eftir því árið 1999 þegar ég var 8 ára með mömmu minni í Kringlunni. Þar stóð Ögmundur Jónasson og var að gefa nælur í aðdraganda þingkosninga. Ég náði mér í eina og sagði við mömmu að hún yrði að kjósa þennan kall, enda stóð x-u á nælunni.Er fjórflokkurinn ekki búinn? Nei, það held ég ekki. Ég veit að hreyfingin mín er engan veginn hætt og hefur frekar sóknarfæri en eitthvað annað. Stefna okkar felst meðal annars í því að tryggja jafnrétti kynslóða og jöfnuð í samfélaginu. Vissulega þurfum við og aðrir flokkar að taka skref inn í 21. öldina, tæknivæðast og gera stjórnmálin aðgengilegri fyrir alla.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Skólakosningar eru alltaf spennandi kostur. Hægt er að halda sérstaka viðburði, til dæmis þjóðfund unga fólksins þar sem ungt fólk getur haft áhrif á pólitíkina. Um leið og ungu fólki líður eins og það hafi áhrif og hlustað sé á það er áhuginn fljótur að koma.Hvað er það versta við pólitík? Hvað það getur stundum verið stutt í tilfinningar. Þegar kemur að hitamálum er oft auðvelt að taka það sem sagt er inn á sig. Það er stundum erfitt að hlusta ekki á hjartað og reyna að nota hugann þegar kemur að málefnum sem maður brennur fyrir.En það besta? Að mínu mati er það að sjá að maður geti haft raunveruleg áhrif.Ásta Guðrún Helgadóttir.Visir/PjeturÞingmennska er bara vinna Ásta Guðrún Helgadóttir 25 ára Þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður fyrir PírataHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Ég vil meina að ég hafi bara dottið í pólitíkina. Eina stundina hafði ég aldrei verið viðloðandi pólitík, aðra stundina var ég búin að bjóða mig fram fyrir Pírata, skipuleggja málfundi og farin að vinna fyrir Pírata á Evrópuþingi. Þegar ég var hvött til að bjóða mig fram fyrir Pírata þá spurði ég mig: Af hverju ekki? og fann enga góða ástæðu, svo ég bauð fram.Áttu foreldra sem starfa mikið í pólitík? Þau voru eitthvað í sveitarstjórnarmálum í denn, en annars nei.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég hef alltaf haft áhuga á því sem hefur verið að gerast í kringum mig.Ég fylgdist til dæmis vel með hruninu og afleiðingum þess árin 2008 og 2009, en ég varð ekki virk í stjórnmálum fyrr en árið 2013.Er fjórflokkurinn orðinn úrelt fyrirbæri? Ég veit það ekki. Kannski?Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin þurfa að vera skemmtilegri og áþreifanlegri. Ekki endalaust þvaður og blaður um eitthvað sem ekki skiptir máli formsins vegna. Ungt fólk þarf að finna að það hefur völd og að það hafi eitthvað að segja, að atkvæðið þeirra er alveg jafn mikilvægt og allra annarra. Stjórnmálin þurfa að hætta að tala til fólks og byrja að tala við fólk. Það að vera í stjórnmálum á ekki að vera einhver virðingarstaða frekar en einhver önnur staða, þetta er bara vinna.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Tala við það eins og fólk. Enginn er of ungur til þess að hafa skoðanir á pólitík og það er mikilvægt að segja börnum aldrei að fara að leika því fullorðnir eru að tala um pólitík. Skoðanir allra eru þess virði að hlusta á, líka ungmenna og barna.Hvað er það versta við pólitík? Endalausu fundirnir.En það besta? Absúrdisminn í þessu öllu saman. Ekki annað hægt en að hlæja og sætta sig við það og svo reyna að breyta því sem hægt er að breyta til hins betra.Albert Guðmundsson.Vísir/PjeturÞað er enginn ómissandiAlbert Guðmundsson 24 ára laganemi Formaður HeimdallarHefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var nú ekkert undrabarn þegar kom að pólitískri hugmyndafræði.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Það er auðvitað undir þeim flokkum sjálfum komið. Hinn svokallaði fjórflokkur hefur ekki verið einn um þingsæti síðustu ár og ljóst að kjósendur hafa fleiri valkosti en oft áður. Frjálslynd gildi hafa þó aldrei átt meira upp á pallborðið en nú. Ef Sjálfstæðisflokkurinn stendur fast á sínu efast ég ekki um framtíð hans og að hann haldi áfram að vera leiðandi stjórnmálaafl. Það er þó ljóst að ef rótgrónu stjórnmálaöflin aðlaga sig ekki að breyttum veruleika munu einhverjir aðrir koma inn og fylla í skörðin. Það er enginn ómissandi.Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Samfélög taka stöðugum breytingum og stjórnmálin þurfa að breytast í takt. Ég tel minnkandi kjörsókn ungs fólks skýrast einna helst af því að stjórnvöld mæti ekki þörfum nútímans. Ég er þeirrar skoðunar að kjósendur séu jafnframt að kalla eftir breyttum vinnubrögðum stjórnmálamanna. Tími átakapólitíkur er liðinn og fólk óskar eftir að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og hugsjónum, ekki tilfinningum og hagsmunum.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík?Það er misskilningur að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík. Á öllu ungu fólki brenna einhver mál. Það er mikilvægt að virkja þennan áhuga og gefa ungu fólki færi á að hafa áhrif á stefnumótun flokkanna. Þá er enn fremur mikilvægt að ungt fólk eigi sína fulltrúa á vettvangi stjórnmálanna í þeirri viðleitni að endurspegla vilja og hugðarefni ungra kjósenda. Og þannig fáum við ungt fólk að borðinu.Olga Margrét Cilia VÍSIR/PJETURHringdi 10 ára í ÞjóðarsálinaOlga Margrét Cilia 29 áraRitari framkvæmdaráðs PírataHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík?Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík. Ég fann mig þó ekki í stúdentapólitíkinni og skuldbatt mig aldrei neinum flokki fyrr en ég skráði mig í Pírata. Ég var orðin þreytt á að sitja heima og nöldra yfir hvað mætti betur fara auk þess sem fjölskylda og vinir voru orðin langþreytt á að hlusta á mig. Ég ákvað því að finna jákvæðan farveg fyrir pólitískar skoðanir mínar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég byrjaði að sýna stjórnmálum áhuga í menntaskóla. Ég hef þó alltaf verið með ríka réttlætiskennd og ligg sjaldan á skoðunum mínum. Ég hringdi til dæmis inn í Þjóðarsálina í kringum 10 ára aldurinn til að kvarta yfir lélegu barnaefni í sjónvarpinu.Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég tel mjög sterkt ákall eftir nýjum áherslum í stjórnmálum frá fólki á öllum aldri. Það er kannski skrítin útfærsla á lýðræði að á fjögurra ára fresti er gengið til kosninga og þeir sem hljóta flest atkvæði fá að taka allar stórar ákvarðanir þaðan í frá. Ein leiðin til þess að gefa fólki sterkari rödd er að auka beint lýðræði og gagnsæi. Við höfum tækin og tólin til þess að koma því í gagnið en til þess að geta nýtt það á sem bestan hátt þarf að koma til sameiginlegt átak.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif á í hvernig samfélagi við búum. Stjórnmálamenn verða einnig að taka tillit til unga fólksins við stefnumótun og ákvarðanatöku.Hvað er það besta við pólitík? Skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á því að pönkast í kerfinu (og áramótaskaupið).Haraldur Einarsson VÍSIR/PJETURÞrætupólitík er hættulegHaraldur Einarsson 28 ára Þingmaður Framsóknar í SuðurkjördæmiHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík?Mér fannst vanta raddir ungs fólks og fleiri til að berjast fyrir þeirra hagsmunum.Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég held að það sé alveg augljóst að það sé verið að kalla eftir breytingum. Það er verið að kalla eftir breytingum í stjórnmálum á því hvernig við stjórnmálamenn högum störfum okkar. Mér finnst þrætupólitík og tortryggni vera hættuleg fyrir pólitíkina. Í stað þess að þræta og tortryggja þurfum við að komast nær málefnalegri gagnrýni og efnislegri umræðu. Það er hins vegar erfitt af því að það fyrsta sem kemur upp í huga okkar í hvert skipti eru tilfinningar, áður en maður nær að kynna sér viðfangsefnin. Tilfinningarnar geta síðan leitt umræðuna, jákvætt eða neikvætt og jafnvel haldið umræðu um aukaatriði í langan tíma sem gerir það að verkum að flókin viðfangsefni komast ekki út úr tilfinningaumræðu. Ég tel að það sé eitt af því sem heldur unga fólkinu frá því að mynda sér skoðanir, það reynir að forðast það að vera stimplað og flokkað þegar það myndar sér skoðanir.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Fyrsta er að treysta ungu fólki til forystustarfa. Jafningjafræðsla er mjög mikilvæg og mikilvægt að ungt fólk sjái fyrirmyndir sínar í mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Það færir málefnin nær unga fólkinu. Þá er mikilvægt að ungar konur jafnt sem ungir karlar fái tækifæri á vettvangi stjórnmálanna.Hvað er það versta við pólitík? Mér finnst eiginlega það versta þegar pólitík verður persónuleg. Einnig að einstaklingar þurfi að líða fyrir skoðanir annarra. Það er galli á flokkakerfi, ef einhver í mínum flokki hefur ákveðnar skoðanir þá er fólk búið að gefa sér það sjálfkrafa að ég hafi sömu skoðanir, þó að í grunninn séum við sammála um flest af stærstu málunum Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Á landsfundum tveggja stórra flokka um síðastliðna helgi var það unga fólkið sem stal senunni. Hér er rætt við ungt og áhrifamikið fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í íslenskum stjórnmálum og eiga það sameiginlegt að vera undir þrítugu.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.Vísir/PjeturPólítík meira eins og Twitter Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir 24 ára Ritari SjálfstæðisflokksinsEr ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin?Ég held að allir muni halda áfram að breytast. Fólk og pólitík eru ekki eins árið 1995 og árið 1975. Þannig hafa orðið miklar breytingar á síðustu 20 árum. Þetta er ekki bara hrunið. Pólitík og fólk hefur breyst um allan heim. Sömu tilhneigingar sjást alls staðar. Mér finnst það jákvætt. Stöðnun er ekki eftirsóknarverð. Það þarf margt að breytast, pólitíkin þarf að vera opnari fyrir ungu fólki og nýjum hugmyndum. Alþingi á að vera eftirsóknarverður staður til að starfa á í nokkur ár en síðan á maður að geta farið annað. Við eigum að hætta að horfa á stjórnmál sem ævistarf. En svo það gerist þarf ekki einungis að breyta viðhorfinu hjá þeim sem starfa í stjórnmálum, heldur einnig öðru fólki sem horfir á stjórnmálin. Pólitíkin þarf að vera meira eins og Twitter en ekki eins og Facebook – umræðan þarf að vera hnitmiðaðri og efnismeiri, ekki langt röfl um lítið efni.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólítík? Hleypa fleira ungu fólki að störfum innan flokkanna. Hætta að tala mikið en reyna að segja meira. Vera skemmtilegri og áhugaverðari. Einbeita sér að málum sem skipta ungt fólk máli eins og skólamál, atvinnumál og húsnæðismál. Og hætta að láta eins og umheimurinn sé hættulegur og það sé náttúrulögmál að allt sé betra hér. Það er hallærislegt. Ísland er æðislegt en við þurfum að hafa fyrir því að standast samkeppni við önnur lönd.Hvað er það versta við pólítík? Hvað við erum gjörn á að hjóla í manninn en ekki málefnið. Þegar fólk talar sér þvert um hug, bara til að vera ósammála andstæðingi sínum. Það er tímasóun. Verum almennilega ósammála um hluti sem við höfum andstæðar skoðanir á, en gerum okkur ekki upp skoðanir. Og hvað fólk getur haldið leiðinlegar ræður þar sem það segir nokkurn veginn það sama og næsti maður.Daníel Haukur Arnarsson.vísir/pjeturÞýðir ekki að elta í blindni Daníel Haukur Arnarsson 25 ára Starfsmaður Vinstri grænna og í stjórn hreyfingarinnarHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Mér sveið að sjá Ísland taka þátt í stríði gegn saklausu fólki, einnig fannst mér skelfilegt að sjá náttúruna víkja fyrir skyndilausnum í atvinnumálum og að sjá ójöfnuð, sumir eiga allt, aðrir ekkert, það er stærsta vandamálið!Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Nei, þau eru ekki einu sinni flokksbundin. Auðvitað hafa þau áhrif á mína lífspólisíu, gefa mér ráð og þess háttar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmál varða? Frá því að ég man eftir mér. Við búum ekki í fullkomnum heimi og öll okkar vandamál er hægt að leysa, því við sköpuðum þau. Ég var óþolandi barnið sem var alltaf að benda á ranglætið í hinu og þessu, rökræddi við fullorðna fólkið og þusaði yfir Alþingi.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Alls ekki. Mér finnst þessi umræða byggð á populisma. Tveir stjórnmálaflokkar hafa ráðið síðustu áratugi, fyrir utan örfá ár. VG hafa setið í ríkisstjórn í fjögur ár, ættum við því ekki að tala um tvíflokkana? Stjórnmálahreyfingar breytast hratt, þær eru tæki, ekki eitthvað heilagt. Fólkið í flokknum er mikilvægara en Flokkurinn!Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum, Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin, tvímælalaust. Það verður að hleypa ungu fólki í ábyrgðarstöður. Við verðum einnig að hlusta betur á fólkið, koma með lausnir til framtíðar og hætta að lofa stórum heildarlausnum sem verða svikin. Það er ekki nema von að fólk treysti ekki fólki sem segir eitt og gerir annað. Einnig þarf fólk að koma að ákvarðanatöku um stór málefni beint, ekki aðeins í gegnum fulltrúa. Við verðum einnig að hvetja til gagnrýninnar hugsunar! Það þýðir ekkert að elta einhvern í blindni.Sema Erla Serdar.Vísir/PjeturByltingin er hafin! Sema Erla Serdar 29 ára Formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í KópavogiHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Breytingar gerast ekki af sjálfu sér. Ég get verið óþolinmóð og átt erfitt með að bíða lengi eftir því að hlutirnir gerist. Þar af leiðandi vil ég frekar reyna að stuðla að breytingum en að bíða eftir því að einhver annar geri það. Ég vil leggja mitt af mörkum svo að á Íslandi byggist samfélag jöfnuðar, jafnréttis og réttlætis, þar sem trú fólks, þjóðerni, litarhaft, kynhneigð eða fötlun hefur ekki áhrif á stöðu einstaklinga í samfélaginu.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég lærði ung að hlutir eins og frelsi, mannréttindi og jafnaður eru ekki sjálfsagðir. Bæði af eigin reynslu sem og reynslu annarra lærði ég að það er mikilvægt að láta í sér heyra, að berjast gegn óréttlæti og vinna í þágu mannúðar, réttlætis og friðar. Án þess að hafa tekið meðvitaða ákvörðun hefur sú sannfæring leitt mig inn á þessa braut. Á léttari nótum held ég að allt frá því ég las dagbækur Che Guevara í MH hafi ekki verið aftur snúið.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ég er ekki sammála því að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og málefnum samfélagsins. Hver samfélagsbyltingin á fætur annarri síðustu misseri hafa komið frá ungu fólki. Það hefur bara minni áhuga á stjórnmálaflokkum sem minna meira á fornminjasafn en hreyfiafl í samfélaginu, úrelt flokkakerfi og þrætupólitík og því nennir það ekki að mæta á kjörstað. Ungt fólk vill hafa áhrif á samfélagið, það vill koma að ákvarðanatöku í samfélaginu og það vill ráða sinni framtíð sjálft, enda eru fáir betur til þess fallnir að skapa framtíð unga fólksins en það sjálft. Byltingin er hafin, spurningin er bara hver verður fyrstur til þess að hleypa nýrri kynslóð að!Valgerður Björk PálsdóttirVísir/PjeturFlokkarnir eru vandamálið Valgerður Björk Pálsdóttir 28 ára Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðarHefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða?Nei, ég held að stjórnmálaáhuginn hafi kviknað í Bandaríkjunum þegar ég dvaldi þar sem skiptinemi. Fósturforeldrarnir voru komnir á eftirlaun, miklir demókratar með sterkar skoðanir og voru með sjónvarpið á allan daginn með pólitískum spjallþáttum. Ég hef alltaf haft sterkar pólitískar skoðanir og gaman af rökræðum þó ég hafi aldrei áður verið í flokki.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Já. Það ömurlegasta við pólitík eru flokkar þar sem meginmarkmiðið er að viðhalda sjálfum sér.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Það þarf ekki að kveikja neinn áhuga, hann er augljóslega til staðar. Rannsóknir sýna að ungt fólk hefur mjög mikinn áhuga á pólitík, bara ekki flokkapólitík. Ég deili til dæmis ekki áhyggjum sumra stjórnmálamanna um að ungt fólk hafi ekki áhuga á flokkapólitík. Flokkarnir þurfa þó að líta inn á við og spyrja hvernig þeir geti hlustað betur á kröfur ungs fólks og í alvörunni framkvæma það svo þegar þeir eru við völd. Það er ekki nóg að samþykkja einhverja ályktun á landsfundi og gera svo eitthvað allt annað þegar á hólminn er kominn. Það er helsta ástæðan af hverju ungt fólk er að afneita fjórflokknum. Það er sífellt verið að gera eitthvað á kostnað ungs fólks og framtíðarkynslóða eins og til dæmis skuldaleiðréttingin, skortur á framtíðargjaldmiðilsstefnu sem kemur í veg fyrir eðlilegan húsnæðis- og leigumarkað og ofeyðsla almannafjármuna í óumhverfisvænar verksmiðjur sem skapa störf sem ungt fólk langar ekkert að sinna.Jóhanna María Sigmundsdóttir.Vísir/PjeturAlþingi of langt frá fólkinu Jóhanna María Sigmundsdóttir 24 ára 7. þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir FramsóknarflokkinnHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Ég er alin upp við það að fylgjast með fréttum og láta mig varða það sem er í gangi í þjóðfélaginu. Lærði fljótt að ef maður vill breyta einhverju þá gerist það síst með því að sitja við eldhúsborðið heima bölvandi. Skoðun þín skiptir litlu í stóra samhenginu ef þú segir hana aldrei, hvað þá ef þú ert ekki tilbúin að bretta upp ermar og gera eitthvað í því.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Ég hef aldrei trúað á þetta heiti „fjórflokkurinn“. Nafn flokks er kannski það sama en fólk kemur og fer, nýtt fólk á skilið að fá tækifæri til að sanna sig án þess að vera dregið niður eða bendlað við fyrri flokksfélaga, það verður hver að svara fyrir sig.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Ef þeir sem eru í pólitík eru duglegri að tala á mannamáli og virða skoðanir hvers annars. En svo held ég að það þurfi meiri fræðslu í skólum um það hvernig stjórnkerfið virkar, hver hefur hvaða hlutverk og hvernig hlutir eru ákveðnir. Af hverju við höfum hin og þessi lög sem unglingum og ungu fólki finnast úrelt eða asnaleg. Einnig opna það meira fyrir ungu fólki hvernig það getur haft áhrif á það sem er verið að gera á Alþingi. T.d. voru margir vinir mínir með skoðanir á málum sem lágu fyrir Alþingi, oft út frá persónulegri reynslu sem þeim fannst ólíklegt að nefndir á Alþingi tækju tillit til, en engum hafði dottið í hug að senda inn umsögn um þau mál jafnvel þó að sá möguleiki sé opinn öllum. Stjórnmál og Alþingi eru oft sett upp eins og þetta sé svo langt frá okkur og of flókið, en ég hef kynnst því hvað kerfið býður upp á, persónulega hefði ég viljað læra það miklu fyrr.Una HildardóttirVísir/PjeturBest að geta haft áhrif Una Hildardóttir 24 ára Nýkjörinn gjaldkeri VGHvernig datt þér í hug að fara í pólitík? Fyrrverandi kærasti minn var virkur í starfinu og mér þótti það áhugavert. Hann spurði mig hvort ég hefði áhuga á því að bjóða mig fram í ritara UVG og ég sló aðallega til vegna þess að stefna hreyfingarinnar samsvaraði mínum skoðunum betur en allir aðrir flokkar.Áttu foreldra sem starfa í pólitík? Þau hafa síðustu ár verið virk í Íbúahreyfingunni í Mosfellsbæ. Þau hafa alltaf verið að pönkast í kerfinu á einn eða annan hátt og aldrei kennt sig við neinn flokk, enda allt of miklir anarkistar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var áhugasöm um stöðu mála þegar ég var barn, horfði á fréttir, hlustaði á umræður foreldra minna og las stundum blöðin. Á unglingsárunum hafði ég brennandi áhuga á umhverfisvernd og var á móti stóriðjustefnu stjórnvalda. Ég man þó eftir því árið 1999 þegar ég var 8 ára með mömmu minni í Kringlunni. Þar stóð Ögmundur Jónasson og var að gefa nælur í aðdraganda þingkosninga. Ég náði mér í eina og sagði við mömmu að hún yrði að kjósa þennan kall, enda stóð x-u á nælunni.Er fjórflokkurinn ekki búinn? Nei, það held ég ekki. Ég veit að hreyfingin mín er engan veginn hætt og hefur frekar sóknarfæri en eitthvað annað. Stefna okkar felst meðal annars í því að tryggja jafnrétti kynslóða og jöfnuð í samfélaginu. Vissulega þurfum við og aðrir flokkar að taka skref inn í 21. öldina, tæknivæðast og gera stjórnmálin aðgengilegri fyrir alla.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Skólakosningar eru alltaf spennandi kostur. Hægt er að halda sérstaka viðburði, til dæmis þjóðfund unga fólksins þar sem ungt fólk getur haft áhrif á pólitíkina. Um leið og ungu fólki líður eins og það hafi áhrif og hlustað sé á það er áhuginn fljótur að koma.Hvað er það versta við pólitík? Hvað það getur stundum verið stutt í tilfinningar. Þegar kemur að hitamálum er oft auðvelt að taka það sem sagt er inn á sig. Það er stundum erfitt að hlusta ekki á hjartað og reyna að nota hugann þegar kemur að málefnum sem maður brennur fyrir.En það besta? Að mínu mati er það að sjá að maður geti haft raunveruleg áhrif.Ásta Guðrún Helgadóttir.Visir/PjeturÞingmennska er bara vinna Ásta Guðrún Helgadóttir 25 ára Þingmaður Reykjavíkurkjördæmis Suður fyrir PírataHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík? Ég vil meina að ég hafi bara dottið í pólitíkina. Eina stundina hafði ég aldrei verið viðloðandi pólitík, aðra stundina var ég búin að bjóða mig fram fyrir Pírata, skipuleggja málfundi og farin að vinna fyrir Pírata á Evrópuþingi. Þegar ég var hvött til að bjóða mig fram fyrir Pírata þá spurði ég mig: Af hverju ekki? og fann enga góða ástæðu, svo ég bauð fram.Áttu foreldra sem starfa mikið í pólitík? Þau voru eitthvað í sveitarstjórnarmálum í denn, en annars nei.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég hef alltaf haft áhuga á því sem hefur verið að gerast í kringum mig.Ég fylgdist til dæmis vel með hruninu og afleiðingum þess árin 2008 og 2009, en ég varð ekki virk í stjórnmálum fyrr en árið 2013.Er fjórflokkurinn orðinn úrelt fyrirbæri? Ég veit það ekki. Kannski?Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Stjórnmálin þurfa að vera skemmtilegri og áþreifanlegri. Ekki endalaust þvaður og blaður um eitthvað sem ekki skiptir máli formsins vegna. Ungt fólk þarf að finna að það hefur völd og að það hafi eitthvað að segja, að atkvæðið þeirra er alveg jafn mikilvægt og allra annarra. Stjórnmálin þurfa að hætta að tala til fólks og byrja að tala við fólk. Það að vera í stjórnmálum á ekki að vera einhver virðingarstaða frekar en einhver önnur staða, þetta er bara vinna.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Tala við það eins og fólk. Enginn er of ungur til þess að hafa skoðanir á pólitík og það er mikilvægt að segja börnum aldrei að fara að leika því fullorðnir eru að tala um pólitík. Skoðanir allra eru þess virði að hlusta á, líka ungmenna og barna.Hvað er það versta við pólitík? Endalausu fundirnir.En það besta? Absúrdisminn í þessu öllu saman. Ekki annað hægt en að hlæja og sætta sig við það og svo reyna að breyta því sem hægt er að breyta til hins betra.Albert Guðmundsson.Vísir/PjeturÞað er enginn ómissandiAlbert Guðmundsson 24 ára laganemi Formaður HeimdallarHefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég var nú ekkert undrabarn þegar kom að pólitískri hugmyndafræði.Er fjórflokkurinn úrelt fyrirbæri? Það er auðvitað undir þeim flokkum sjálfum komið. Hinn svokallaði fjórflokkur hefur ekki verið einn um þingsæti síðustu ár og ljóst að kjósendur hafa fleiri valkosti en oft áður. Frjálslynd gildi hafa þó aldrei átt meira upp á pallborðið en nú. Ef Sjálfstæðisflokkurinn stendur fast á sínu efast ég ekki um framtíð hans og að hann haldi áfram að vera leiðandi stjórnmálaafl. Það er þó ljóst að ef rótgrónu stjórnmálaöflin aðlaga sig ekki að breyttum veruleika munu einhverjir aðrir koma inn og fylla í skörðin. Það er enginn ómissandi.Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Samfélög taka stöðugum breytingum og stjórnmálin þurfa að breytast í takt. Ég tel minnkandi kjörsókn ungs fólks skýrast einna helst af því að stjórnvöld mæti ekki þörfum nútímans. Ég er þeirrar skoðunar að kjósendur séu jafnframt að kalla eftir breyttum vinnubrögðum stjórnmálamanna. Tími átakapólitíkur er liðinn og fólk óskar eftir að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og hugsjónum, ekki tilfinningum og hagsmunum.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík?Það er misskilningur að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík. Á öllu ungu fólki brenna einhver mál. Það er mikilvægt að virkja þennan áhuga og gefa ungu fólki færi á að hafa áhrif á stefnumótun flokkanna. Þá er enn fremur mikilvægt að ungt fólk eigi sína fulltrúa á vettvangi stjórnmálanna í þeirri viðleitni að endurspegla vilja og hugðarefni ungra kjósenda. Og þannig fáum við ungt fólk að borðinu.Olga Margrét Cilia VÍSIR/PJETURHringdi 10 ára í ÞjóðarsálinaOlga Margrét Cilia 29 áraRitari framkvæmdaráðs PírataHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík?Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á pólitík. Ég fann mig þó ekki í stúdentapólitíkinni og skuldbatt mig aldrei neinum flokki fyrr en ég skráði mig í Pírata. Ég var orðin þreytt á að sitja heima og nöldra yfir hvað mætti betur fara auk þess sem fjölskylda og vinir voru orðin langþreytt á að hlusta á mig. Ég ákvað því að finna jákvæðan farveg fyrir pólitískar skoðanir mínar.Hefurðu alltaf látið þig stjórnmálin varða? Ég byrjaði að sýna stjórnmálum áhuga í menntaskóla. Ég hef þó alltaf verið með ríka réttlætiskennd og ligg sjaldan á skoðunum mínum. Ég hringdi til dæmis inn í Þjóðarsálina í kringum 10 ára aldurinn til að kvarta yfir lélegu barnaefni í sjónvarpinu.Er verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum. Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég tel mjög sterkt ákall eftir nýjum áherslum í stjórnmálum frá fólki á öllum aldri. Það er kannski skrítin útfærsla á lýðræði að á fjögurra ára fresti er gengið til kosninga og þeir sem hljóta flest atkvæði fá að taka allar stórar ákvarðanir þaðan í frá. Ein leiðin til þess að gefa fólki sterkari rödd er að auka beint lýðræði og gagnsæi. Við höfum tækin og tólin til þess að koma því í gagnið en til þess að geta nýtt það á sem bestan hátt þarf að koma til sameiginlegt átak.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif á í hvernig samfélagi við búum. Stjórnmálamenn verða einnig að taka tillit til unga fólksins við stefnumótun og ákvarðanatöku.Hvað er það besta við pólitík? Skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á því að pönkast í kerfinu (og áramótaskaupið).Haraldur Einarsson VÍSIR/PJETURÞrætupólitík er hættulegHaraldur Einarsson 28 ára Þingmaður Framsóknar í SuðurkjördæmiHvernig datt þér í hug að fara af stað í pólitík?Mér fannst vanta raddir ungs fólks og fleiri til að berjast fyrir þeirra hagsmunum.Er ekki verið að kalla eftir nýjum áherslum í stjórnmálum? Hverjir þurfa að breytast? Fólkið eða stjórnmálin? Ég held að það sé alveg augljóst að það sé verið að kalla eftir breytingum. Það er verið að kalla eftir breytingum í stjórnmálum á því hvernig við stjórnmálamenn högum störfum okkar. Mér finnst þrætupólitík og tortryggni vera hættuleg fyrir pólitíkina. Í stað þess að þræta og tortryggja þurfum við að komast nær málefnalegri gagnrýni og efnislegri umræðu. Það er hins vegar erfitt af því að það fyrsta sem kemur upp í huga okkar í hvert skipti eru tilfinningar, áður en maður nær að kynna sér viðfangsefnin. Tilfinningarnar geta síðan leitt umræðuna, jákvætt eða neikvætt og jafnvel haldið umræðu um aukaatriði í langan tíma sem gerir það að verkum að flókin viðfangsefni komast ekki út úr tilfinningaumræðu. Ég tel að það sé eitt af því sem heldur unga fólkinu frá því að mynda sér skoðanir, það reynir að forðast það að vera stimplað og flokkað þegar það myndar sér skoðanir.Hvað er hægt að gera til að kveikja áhuga ungs fólks á pólitík? Fyrsta er að treysta ungu fólki til forystustarfa. Jafningjafræðsla er mjög mikilvæg og mikilvægt að ungt fólk sjái fyrirmyndir sínar í mikilvægum hlutverkum í samfélaginu. Það færir málefnin nær unga fólkinu. Þá er mikilvægt að ungar konur jafnt sem ungir karlar fái tækifæri á vettvangi stjórnmálanna.Hvað er það versta við pólitík? Mér finnst eiginlega það versta þegar pólitík verður persónuleg. Einnig að einstaklingar þurfi að líða fyrir skoðanir annarra. Það er galli á flokkakerfi, ef einhver í mínum flokki hefur ákveðnar skoðanir þá er fólk búið að gefa sér það sjálfkrafa að ég hafi sömu skoðanir, þó að í grunninn séum við sammála um flest af stærstu málunum
Alþingi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira