Ráðherra víki í friðlýsingardeilu 20. október 2015 07:00 Gamli hafnargarðurinn sem Reykjavík og Minjastofnun greinir á um hvort þurfi að friðlýsa. vísir/gva „Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu. Alþingi Fornminjar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
„Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu.
Alþingi Fornminjar Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira