Handbolti

Tveir nýliðar í landsliðshópi Arons

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. vísir/daníel
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, tilkynnti í dag 20 manna æfingahóp sem hittist í byrjun næsta mánaðar.

Liðið mun byrja að æfa saman þann 2. nóvember og liðið heldur til Noregs tveim dögum síðar og þar sem liðið tekur þátt í Golden League.

Fimmtudaginn 5. nóvember spilar Ísland við heimamenn, tveim dögum síðar er leikur við Frakka og á sunnudeginum spila strákarnir okkar við Dani.

Tveir nýliðar eru í hópnum en það eru Framarinn Arnar Freyr Arnarsson og Eyjamaðurinn Theodór Sigurbjörnsson. Arnar var ein af stjörnunum í U-19 ára liði Íslands í sumar og Theodór er markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar.

Í hópinn vantar menn eins og Stefán Rafn Sigurmannsson en Bjarki Már Elísson virðist vera valinn í hans stað að þessu sinni. Alexander Petersson er ekki heldur í hópnum. Hreiðar Levý Guðmundsson snýr aftur í hópinn eftir ansi langa fjarveru.

Hópurinn:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Álaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Bergischer

Hreiðar Levý Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:

Arnar Freyr Arnarson, Fram

Arnór Atlason, St.Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer

Aron Pálmarson, Veszprem

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Eisenach

Róbert Gunnarsson, PSG

Rúnar Kárason, TSV Hannover-Burgdorf

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Tandri Már Konráðsson, Ricoh HK

Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV

Vignir Svavarsson, Midtjylland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×