Assad skýtur óvænt upp kollinum í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2015 10:15 Bashar al-Assad og Vladimir Putin í Moskvu í morgun. Vísir/EPA Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, fór í óvænta heimsókn til Moskvu í dag. Þar ræddi hann við Vladmir Putin, forseta Rússlands, um ástandið í Sýrlandi og þátttöku Rússlands í hernaði þar. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að Assad ferðast frá Sýrlandi frá því að borgarastyrjöldin hófst fyrir rúmum fjórum árum. Leiðtogarnir töluðu um að hernaðaraðgerðir í Sýrlandi yrðu að leiða til pólitískrar lausnar á ástandinu í landinu. Rússar hófu loftárásir í Sýrlandi í lok september og þar að auki hafa vopnaðar sveitir Hezbollah samtakanna og íranskir hermenn gengið til liðs við sýrlenska herinn. Borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst í mars árið 2011, eftir að stjórnvöld Assad börðu niður friðsöm mótmæli gegn einræði fjölskyldu forsetans.Hafez al-Assad, faðir Bashar, tók völd í Sýrlandi í valdaráni árið 1970. Bashar varð forseti árið 2000, þá 34 ára gamall, en upprunalega stóð til að eldri bróðir hans Basel tæki við af föður þeirra. Basel var hermaður og hafði verið mótaður til að taka við, en hann lét þó lífið í bílslysi árið 1994. Bashar var kallaður heim í skyndi, en hann hafði þá búið í London, þar sem hann lagði nám á augnlækningar.Á fundi forsetanna þakkaði Putin Assad fyrir að hafa þegið boð þeirra til Moskvu, þrátt fyrir „sorglegt ástand“ í Sýrlandi. Assad þakkaði Putin sömuleiðis fyrir hernaðaraðstoðina og sagði að hryðjuverkahópar væru enn útbreiddari ef ekki væri fyrir inngrip Rússlands í Sýrlandi. Rússar segjast vera að gera loftárásir gegn Íslamska ríkinu og öðrum hryðjuverkasamtökum. Þjóðir eins og Tyrkland, Bandaríkin og Frakkland segja hins vegar að árásir Rússa beinist að mestu gegn uppreisnarhópum sem berjist gegn stjórn Assad fjölskyldunnar og eru studdir af meðal annars Bandaríkjunum og Sádi-Arabíu. Þá segja þeir að inngrip Rússa muni lengja átökin í Sýrlandi. Hér má sjá yfirlit yfir loftárásir Rússlands í Sýrlandi sem unnið er af Institute for the Study of War. Kortið er unnið upp úr tilkynningum stjórnvalda í Sýrlandi og víðar, samfélagsmiðlum og tilkynningum aðgerðasinna í Sýrlandi eins og Syrian observatory for human rights, sem rekur stórt net heimildarmanna í Sýrlandi. Talsmaður Putin vildi ekki segja fjölmiðlum nánar frá viðræðum forsetanna né hvað þeir hefðu sérstaklega rætt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00 Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00 Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52 Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00 Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22 Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Leiðtogi Al Qaeda veginn í Sýrlandi Hinn sádiarabíski Sanafi Al-Nasr, sem fór fyrir Khorasan hópnum í Sýrlandi, var veginn í loftáras á fimmtudag. 18. október 2015 19:00
Þúsundir Sýrlendinga á flótta undan sókn Assad Minnst 70 þúsund Sýrlendingar hafa nú flúið heimili sín undan sókn stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra. 19. október 2015 13:00
Trudau hættir loftárásum á ISIS Hinn nýji forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, hefur greint Bandaríkjaforseta frá því að kanadískar herþotur muni hætta þátttöku í loftárásum á íslamska ríkið í Írak og í Sýrlandi. 21. október 2015 08:52
Áttuðu sig of seint á stöðu Tyrklands Evrópusambandið borgar Tyrklandi milljarða evra til að torvelda flóttafólki ferðir yfir landamærin. Erdogan Tyrklandsforseti segir ESB hafa áttað sig alltof seint á stöðunni. Forseti Evrópuráðsins segir að Tyrkir fái ekki fjárstuðning 17. október 2015 07:00
Skutu niður dróna í lofthelgi Tyrkja Tyrkneskar herþotur skutu niður ómerktan dróna í lofthelgi Tyrkja nærri Sýrlandi um hádegisbilið í dag. Ekki liggur fyrir á hvers vegum dróninn var. 16. október 2015 14:22
Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. 20. október 2015 21:38