Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. vísir/vilhelm Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira