Tíundi hver starfsmaður er á undanþágulista í verkfalli SFR Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2015 08:00 Landspítalinn biður um fleiri undanþágur þrátt fyrir að einn af hverjum tíu starfsmönnum í stéttarfélaginu SFR séu nú þegar starfandi í verkfalli félagsins. vísir/vilhelm Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“ Verkfall 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Á miðstöð um sjúkraskrárritun á Landspítalanum eru sextán læknaritarar að störfum á undanþágu frá verkfalli. Á vinnustaðnum eru venjulega 54 læknaritarar starfandi. Það þýðir að þriðjungur starfsmanna er á undanþágu og mönnunin er svipuð og þegar sumarfrí standa yfir. Alls eru 320 störf innan SFR á undanþágulista vegna öryggis- og heilbrigðismála en það eru um tíu prósent allra starfsmanna SFR. Þetta er mikill fjöldi starfa en Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, segir mikla neyð ríkja og Landspítalinn hefur óskað eftir miklu fleiri undanþágum en eru á listanum.Þórarinn Eyfjörð framkvæmdastjóri SFR„Deildarstjórar eru að óska eftir mönnun eins og hún er á venjulegum degi. Þeir segja hreinlega að þeir komist ekki af með minna og við sjáum svart á hvítu að spítalinn er rekinn á eða undir öryggismörkum hvern einasta dag.“ Þórarinn segir þetta sýna að undanþágulistinn sé ekki í samræmi við raunveruleikann enda ríkir mikill ágreiningur um listann milli SFR og ríkisvaldsins. „Við gerðum margar athugasemdir áður en undanþágulistinn var auglýstur hjá Lögbirtingarblaðinu í janúar síðastliðnum en það var ekki tekið tillit til þeirra. Það er fráleitt að hafa sum störf á listanum og að okkar mati vantar önnur störf inn á listann til að gæta öryggis,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir ástandið á mörgum deildum Landspítalans alvarlegt í verkfallinu. „Jafnvel þótt það sé undanþága fyrir tvo sjúkraliða á vakt þar sem vanalega eru þrír. Sjúkraliðarnir eru á þönum alla daga þegar það er ekki verkfall þannig að þegar þeir eru einum færri hefur það gífurlegar afleiðingar í för með sér.“ Þórarinn tekur eldhús Landspítalans sem dæmi um of mörg störf á undanþágu. „Það eru fimm þúsund máltíðir framreiddar í eldhúsinu á hverjum degi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Við viljum gjarnan að sjúklingar fái sinn mat en það er fráleitt að starfsmenn fái mat á meðan á verkfalli stendur. Þeir geta bara komið með nesti að heiman.“
Verkfall 2016 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira