Ríkisábyrgð vegna Vaðlaheiðarganga „grískt bókhald“ Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. október 2015 07:00 Ríkisendurskoðun telur litlar líkur á því að lán vegna Vaðlaheiðarganga verði greitt á þeim tíma sem kveðið var á um í lánasamningi. vísir/auðunn „Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur. Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
„Ég held að skýrslan gefi tilefni til þess að fara yfir þessi mál aftur og fara yfir ábendingar Ríkisendurskoðunar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, um nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisábyrgðir og endurlán ríkissjóðs. „Þegar menn fara þessa leið þá eru þeir í rauninni bara með grískt bókhald.“ Með lögum sem samþykkt voru í júní 2012 var fjármálaráðherra gefin heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Bæði með 8,7 milljarða króna láni úr ríkissjóði fyrir framkvæmdunum og ríkisábyrgð á láninu. Samkvæmt lögum um ríkisábyrgðir hefði ríkisábyrgðasjóður átt að meta tryggingarnar. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að ríkisábyrgðasjóði var ekki falið þetta verkefni.Guðlaugur Þór Þórðarsonvísir/vilhelmRíkisábyrgðasjóður veitti engu að síður umsögn um lánið þegar lagafrumvarpið var til meðferðar í þinginu. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fulltrúar ríkisábyrgðasjóðs telji að tryggingarnar hafi verið ófullnægjandi. Það endurspeglast í fyrrgreindri umsögn sjóðsins um lagafrumvarpið. Ríkisendurskoðun segir að ætla megi að ef fulltrúum ríkisábyrgðasjóðs hefði verið falið að meta tryggingarnar, líkt og lög um ríkisábyrgðir gera ráð fyrir, hefði ekki orðið af láninu. Þá segir Ríkisendurskoðun að með láninu hafi verið vikið frá þeim skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána að ábyrgðarþegi, í þessu tilfelli Vaðlaheiðargöng hf., leggi fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs nemi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum. „Með því að víkja skilyrðunum frá var sú grunnregla laga um ríkisábyrgðir, sem á að fyrirbyggja að ríkissjóður taki of mikla áhættu við ábyrgðarveitingar, gerð óvirk. Slíkt er í andstöðu við það meginmarkmið ríkisábyrgðalaga að lágmarka skuli áhættu ríkissjóðs við veitingu ríkisábyrgða eða endurlána,“ segir í skýrslunni. Þá segir að litlar líkur séu á, miðað við núverandi aðstæður, að lánið verði endurgreitt að fullu 5. janúar 2018, eins og gert var ráð fyrir í lánasamningi. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Guðlaugur Þór Þórðarson, 1. varaformaður fjárlaganefndar, segir beðið eftir gögnum um stöðuna. „Meirihluti fjárlaganefndar fór í þetta mál. Við fengum svör við fyrirspurn frá Vaðlaheiðargöngum og okkur var tilkynnt að við fengjum nánari úttekt í haust,“ segir Guðlaugur.
Alþingi Tengdar fréttir Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00 Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00 Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Fleiri fréttir Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Sjá meira
Vatnið hitnar í Vaðlaheiðargöngum Heitavatnsrennslið í Vaðlaheiðargöngum vestanverðum er stöðugt og hefur hiti vatnsins náð 63 gráðum. Þegar stóra vatnsæðin kom í ljós síðasta sumar var vatnið um 43 gráður og runnu þá um 350 lítrar á sekúndu úr stafni ganganna. Enn er of mikið kaldavatnsrennsli austanmegin í göngunum til að geta hafið gangagröft þar. 31. ágúst 2015 08:00
Varnaðarorðin voru hunsuð Sterklega var varað við því að forsendur fyrir gerð Vaðlaheiðarganga stæðust ekki skoðun og að framkvæmdin yrði mun kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki virðist hafa verið hlustað á ráðgjöf eða varnaðarorð áður en framkvæmdir hófust. 25. apríl 2015 12:00
Hunsuðu lög um ríkisábyrgðir vegna Vaðlaheiðarganga Ríkisendurskoðun varar við því verklagi sem viðhaft var vegna ríkisábyrgða á lánum til félagsins Vaðlaheiðarganga sem sér um gerð samnefndra jarðganga. 22. október 2015 12:22
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01