Föstudagsviðtalið: Hulduher reynir að halda Framsókn niðri Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 23. október 2015 07:00 Vigdís var sár þegar gengið var framhjá henni við ráðherraval en er nú sátt sem formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir segist ekki vera að reyna að vinna vinsældakeppni á þingferlinum. Framsókn fái ómaklega gagnrýni, flokknum séu gerð upp sjónarmið á borð við rasisma og forsætisráðherra fái sérstaklega að finna fyrir því. Vigdís segir stjórnarandstöðuna ekki enn hafa sætt sig við kosningasigur Framsóknar. „Þegar ég var kosin 2009 ákvað ég að láta til mín taka og fara í erfið mál sem eru kannski og hafa ekki verið líkleg til vinsælda. Enda nenni ég ekki að vera í neinni vinsældakeppni,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vigdís hefur verið áberandi á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem formaður fjárlaganefndar, og oft mætt mikilli gagnrýni sem hún segir til komna vegna þess að hún hiki ekki við að hjóla í erfiðu málin. „Ég barðist mjög hart gegn Icesave, ESB-umsókninni. Ég barðist fyrir því að það yrði ekki sturtað yfir þjóðina nýrri stjórnarskrá sem sá ekki fyrir endann á og ég uppskar eftir því og sinni nú því embætti sem raun ber vitni.“En af hverju ertu ekki ráðherra? Fannst þér gengið fram hjá þér við ráðherraskipan?„Já, mér fannst það á sínum tíma vegna þess að ég var oddviti og leiddi Reykjavík suður og vegna kosningasigursins. En svo er ég afar sátt í dag við að vera formaður fjárlaganefndar. Ég er mikill þingmaður í eðli mínu og hef mikinn eldmóð fyrir því að sinna þinginu. Oft á tíðum finnst mér þingið ekki nógu sterkt. Ég tel að það mætti gera langtum betur. Þingið er orðið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Nú er ég til að mynda í sjöunda sinn að leggja fram lagafrumvarp um að stofna lagaskrifstofu Alþingis. Það hefur ekki fengið hljómgrunn þótt allir séu sammála um að það þurfi að breyta starfsháttum þingsins.“Sorgleg staðaVigdís vill að lagaskrifstofan taki til sín þingsályktunartillögur og lagafrumvörp, forvinni og lesi yfir. „Passi upp á að það fari ekki lagafrumvörp fyrir þingið sem til dæmis stangast á við stjórnarskrá og alþjóðasamninga. Því að lagasetning hefur verið mjög á hallandi fæti undanfarin 10-15 ár sem birtist í fjölda dómsmála. Á síðasta kjörtímabili var farið í gegn með lagafrumvarp sem stríddi gegn stjórnarskránni, það endaði fyrir dómstólum og Hæstiréttur komst að því að Árna Páls-lögin brutu gegn stjórnarskránni. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur sem sjálfstætt ríki að haga málum með þessum hætti. En þetta frumvarp hefur mætt mikilli andstöðu, aðallega innan þingsins því það eru allir að verja sitt vígi. Það eru embættismenn innan þingsins og í ráðuneytunum sem eru að verja sín vígi. Það er mjög sorglegt.“ Hún segir þingmenn kosna af þjóðinni, úr hverju kjördæmi og ef þingmenn ná ekki sínum stefnumálum í gegn þá sé andrúmsloftið orðið skrítið. „Þingsköpum var breytt, nú er þingið sett annan þriðjudag í september – það er komið fram yfir miðjan október og það vantar mál inn í þingið. Samt bíður lagaskrifstofufrumvarpið fyrstu umræðu og ég kem því ekki á dagskrá þingsins. Ég set orðið stórt spurningarmerki við hlutverk þingmanna í þinginu vegna þess að það er erfitt að koma þingmannamálum á dagskrá.“„Við erum bara 320 þúsund manns, og við erum að reka hér stofnanabatterí á við stórþjóð.“vísir/vilhelmKerfið er sleiptEn sem formaður fjárlaganefndar starfar Vigdís ásamt varaformanninum, Guðlaugi Þór, og fleirum. Hún segir samstarfið ganga vel. „Við vildum auka til muna eftirlitshlutverk fjárlaganefndar. Við erum að gera það sem við getum til að efla eftirlitshlutverk þingsins en það er nú þannig með þetta blessaða kerfi að það er stundum lítið um svör. Svo eru stofnanir sem fara fram úr því sem þeim hefur verið úthlutað. Kerfið er sleipt og það eru fundin ýmis ráð til þess að ná sér í aukafjárveitingar og annað. En í flestum tilfellum er ríkisreksturinn í lagi og stofnanir halda sig innan fjárlaga en það er okkar hlutverk að hafa eftirlit með því.”Hvað gerið þið þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárlögum? „Eina sem við getum gert er að benda á að viðkomandi stofnun sé að fara fram úr fjárlögum. Fá þá annaðhvort stofnanirnar sjálfar eða ráðuneytin á okkar fund og brýna fyrir þeim að halda sig innan fjárlaga. En þið hafið séð slaginn sem er búið að taka á þessu kjörtímabili. Ég sat nú í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og þar voru 111 tillögur að úrbótum til sparnaðar í ríkisrekstri. Það hefur gengið mjög illa að framfylgja þessu. Ég hef oft sagt að kerfið verji sig sjálft og við skokkum nú oft á vegg varðandi það. En fyrir rest þá er það ráðherra sem ber ábyrgð á sínu ráðuneyti og sínum undirstofnunum. Eftirlitshlutverk fjárlaganefndar eins og við höfum unnið það síðustu tvö ár er til þess að styrkja ráðherrana í starfi en það er afskaplega erfitt að taka til í ríkisrekstrinum virðist vera. Skera niður eða hagræða,“ útskýrir Vigdís og segir þarna blandast inn í lög um opinbera starfsmenn. „Það er afar erfitt að eiga starfslok við þá sem undir þau lög falla. Að vísu er undanþágugrein þar sem gengur út á að það sé hægt að eiga starfslok við starfsmann ef um sparnað er að ræða. Ég tel að það væri hægt að taka enn frekar til í ríkisrekstri. Samtök atvinnulífsins voru hjá okkur á fundi í vikunni, þeir gagnrýna mjög að fjárlögin séu ekki þannig úr garði gerð að einhver sparnaður verði. Ég tek undir það. Það er bólumyndun í fjárlagafrumvarpinu, því miður.“Ríkisfé vex ekki á trjánumHvernig telurðu að hægt sé að taka betur til í ríkisrekstrinum?„Með þessum aðgerðum til dæmis, aðgerðum eins og að sameina stofnanir. Að framkvæmdarvaldið setji sér þá reglu að stofna ekki fleiri stofnanir á vegum ríkisins. Þegar lög fara í gegnum þingið virðist það innifalið í þeim að ný stofnun fylgi í kjölfarið. Það er bara vitað. Það er trend að kerfið vill stækka sjálft sig, því miður er það þannig. Það eru ekki allir á sömu blaðsíðu um það að við þurfum að draga saman ríkisútgjöld. Það sjá það allir sem vilja að þetta gengur ekkert lengur. Við erum að berjast við að hafa ríkissjóð hallalausan. Það er svo mikil ásókn í fjárlögin. Mér finnst eins og það séu margir sem átta sig ekki á hvaðan tekjurnar koma. Ríkisfé vex ekki á trjánum. Það þarf þjóðarvakningu í þessa veru að ríkið þurfi að spara og draga úr rekstri sínum til þess að við getum farið í það að greiða niður erlendar skuldir af fullum krafti.“ Vigdís segir það of oft gleymast hversu lítil þjóð við erum. „Við erum bara 320 þúsund manns, og við erum að reka hér stofnanabatterí á við stórþjóð. Auðvitað þarf að renna saman stofnunum sem hafa sambærilegt hlutverk. Svo hef ég líka tekið eftir því í fjárlagagerðinni að það eru margar stofnanir sem eru að sinna sama hlutverkinu. Þá geta góð verkefni fallið á milli stofnana. Þeim ekki sinnt. Það er svo margt svona sem þarf að fara yfir.Vill sameina stofnanirHvaða stofnanir viltu sameina? „Ef ég fer að nefna stofnanir þá verður allt vitlaust. Ég skal samt nefna sambærilegar stofnanir sem ættu að renna saman því það bara steinliggur. Það er Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá jafnvel og Ríkisskattstjóri þar sem er verið að vinna með útgreiðslur og bætur til einstaklinga. Það er fullkomið hagræði að renna saman Vinnumálastofnun og Tryggingamálastofnun því þetta eru útgreiðslustofnanir auk þess að vera að koma fólki í vinnu. Það eru líka uppi áform um það að koma fólki í vinnu sem er búið að vera lengi atvinnulaust og jafnvel komið á bætur. Þetta er danskt módel. Þjóðskrá heldur utan um lögheimili og kennitölur, Vinnumálastofnun er með þá sem eru á atvinnuleysisskrá, Tryggingastofnun með þá sem eru á bótum, Ríkisskattstjóri með endurgreiðslu skatta. Það ættu allir að fagna þessum hugmyndum því við vitum hvað gerist fyrsta ágúst ár hvert. Ég tek dæmi um hóp sem eru eldri borgarar, hafi þeir tekjur á árinu þá eru þeir að fá greiðslu frá Tryggingastofnun og svo fyrsta ágúst er endurgreiðslukrafa á viðkomandi sem skerðir bæturnar síðustu mánuðina á árinu. Ef þetta væri samtímagreiðslukerfi þá væri þetta allt gegnsætt og viðkomandi eldri borgarar myndu vita hvað þeir hefðu í ráðstöfunartekjur í hverjum mánuði. En gleymið því ekki – ég er ekki ráðherra og get ekki beitt mér með því valdi. En ég er formaður fjárlaganefndar og get einungis bent á góðar hugmyndir.“ Aðspurð segir Vigdís sameiningu ríkisstofnana ekkert endilega fela í sér töpuð störf. „Þegar það er verið að renna saman stofnunum er það gert til þess að hagræða í rekstri. Og opinberi geirinn þarf að gera það enn frekar en almenni markaðurinn, á almenna markaðnum eru eigendur á bak við fyrirtækin, sem eiga þau og reka þau af hagnaðarsjónarmiði. Ríkið má aldrei reka sig í hagnaðarsjónarmiði en ríkið þarf að reka sig þannig að það sé farið sem best með skattféð. Meðan það er verið að fara með skattfé í óþarfa og vitleysu þá er ekki verið að nota það sama fé í forgangsmál og brýn mál. Þetta gefur augaleið.“„Auðvitað hafa þessar árásir ekkert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokksins míns er skoðuð þá er hún mjög líberal.“vísir/vilhelmIlla staðið að niðurskurðiHún segir illa hafa verið staðið að niðurskurði eftir hrun og núverandi stjórnvöld séu enn að bíta úr nálinni með það. „Það var farið í allar grunnstoðirnar, heilbrigðismálin og samgöngumálin, menntamálin. Sem við höfum verið að bæta síðan við tókum við. Það var farið af stað með ýmis gæluverkefni. Fé sem ég dauðsé eftir.“ Vigdís nefnir aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem dæmi „Hún var gríðarlega kostnaðarsöm. Það var farið af stað með rándýrt ferli um breytingar á stjórnarskránni, stjórnlagaþing og svo framvegis. En þetta voru rétt kjörin stjórnvöld á sínum tíma. Ég gagnrýni forgangsröðunina á því en þau höfðu til þess lýðræðislegt umboð.“En eru þessi mál sem þú nefnir ekki frekar stórmál en gæluverkefni? „Það má nú deila um það því við vitum hvernig það fór í þinginu. Þingmenn voru teknir undir vegg og þeim hótað. Það var aldrei meirihluti fyrir ESB í þinginu. Guðfríður Lilja og fleiri hafa sagt frá því hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Við vitum alveg hvernig það var, VG seldi andstöðu sína við Evrópusambandið gegn því að friða Þjórsá. Þetta kemur fram í bók Össurar Skarphéðinssonar og það væri holl þjóðarlesning að lesa allt plottið og hrossakaupin sem áttu sér stað á síðasta kjörtímabili. Af því að þetta var maður sem sat við borðið alla tíð. Betri samtímaheimild er ekki hægt að nálgast neins staðar.“ Vigdís segist þó ekki nenna að dvelja í fortíðinni. „Ég vil horfa á öll þau góðu tækifæri sem við eigum sem sjálfstæð þjóð. Það græðir enginn á því að benda á fortíðina eins og fyrrverandi ríkisstjórn var dugleg að gera. Og þau fengu tækifæri og klúðruðu því að mínu mati. Þið vitið hvernig kosningarnar 2013 fóru. Sögulegt tap. Það dæmdi þau úr leik svo eftirminnilega.“Ekki dýraníð í sveitunum Vigdís er fædd og uppalin í sveit, frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi sem nú tilheyrir Flóahreppi. Hún er næstyngst sex systkina. „Ég átti góða sveitaæsku, tók þátt í öllum störfum og er rosalega fegin í dag að hafa alist upp í sveit og fengið að kynnast náttúrunni á þennan hátt. Ég er ekki síður glöð með það að hafa fengið að læra hvernig kaupin gerast á eyrinni varðandi dýrahald og ræktun bústofna og annað. Nú eru ofboðslega margir á Íslandi uppteknir af því að það sé eitthvert dýraníð í gangi í sveitum landsins. Ég hreinlega skil ekki þessa umræðu.“ Ertu að tala um svínabúin? „Ég kem frá sauðfjár- og kúabúi. Ég veit að íslenskir bændur gera sitt besta til að framleiða sem besta vöru og ég er fegin að hafa fengið að kynnast þessu í minni æsku.“Stöndum vel í flóttamannamálumFátt hefur verið jafn mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði eins og málefni flóttamanna. Vigdísi finnst Íslendingar standa býsna vel í þeim efnum. „Við erum að tala um að í þennan málaflokk fari 2.000 milljónir. Ég tel að við sem svona lítil þjóð séum á býsna góðum stað í þessu ferli öllu. Svo ég vitni aftur í hagræðingarhópinn þá var ein af tillögunum að við myndum taka upp norsku leiðina til þess að auðvelda öllum þetta ferli. Norska leiðin gengur út á það að komi hælisleitandi þá taki málsmeðferðin einungis tvo sólarhringa fyrir alla. Auðvitað er það mannréttindabrot að láta fólk bíða milli vonar og ótta bara út af seinagangi í kerfinu og hvað tekur langan tíma að úrskurða. Þannig að við lögðum áherslu á það þá. Ég vil stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum samt og treysti yfirvöldum til þess að leysa úr þessu samkvæmt alþjóðalögum því við erum aðilar að þessum samningum.“ Vigdís hafnar þeim málflutningi sem hefur verið áberandi um að Framsóknarmenn séu hálfgerðir einangrunarsinnar sem vilji ekki útlendinga inn í landið. „Þetta eru andstæðingar okkar sem eru að reyna gera okkur tortryggileg í þessum málaflokki. Ef þið mynduð fara yfir öll þau mannréttindi sem Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir í gegnum tíðina þá kæmi það ykkur mjög á óvart. Við höfum verið í fararbroddi með ályktanir á okkar flokksþingum sem snúa að mannúðarmálum og réttindabaráttu allri í víðtækum skilningi. Þetta er eitthvað sem andstæðingum okkar hentar að halda á lofti og ég blæs á þessi rök og það er gott að geta svarað fyrir þetta í eitt skipti fyrir öll.“Er enginn rasismi í Framsókn? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er opinn, lýðræðislegur flokkur sem berst fyrir mannréttindum.“ Hún segir gagnrýnina á flokkinn oft vera þannig að verið sé að reyna að gera eitthvað úr Framsóknarflokknum sem hann er ekki. „Framsóknarflokkurinn var orðinn óþægilega stór núna eftir síðustu kosningar fyrir ákveðna andstæðinga okkar. Þá er öllum brögðum beitt. Auðvitað hafa þessar árásir ekkert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokksins míns er skoðuð þá er hún mjög líberal. Þannig að þetta eru fyrst og fremst pólitísk öfl sem hafa það á stefnuskrá sinni að ryðja Framsóknarflokknum úr vegi. Þar á meðal eru árásir á forsætisráðherra og formann flokksins. Ég get alveg sagt ykkur það að þessar grímulausu árásir þingmanna stjórnarandstöðunnar á forsætisráðherra í þinginu, mér blöskrar það alveg. Og þetta er alveg grímulaust – það fer ekkert á milli mála hver það er sem stendur fyrir þessu. Það er einn leiðtogi sem tekur alla hina með sér.“„„Já, þá hlýt ég að vera femínisti og það sem ég legg mesta áherslu á er að konur hafi sömu laun og karlar sem er mikill misbrestur á, og „surprise“, í opinbera kerfinu er það þannig að karlar hafa oft fleiri óunna yfirvinnutíma sem dæmi.“vísir/vilhelmSigmundur fær verstu útreiðinaHver er leiðtoginn? „Svandís Svavarsdóttir er mjög aggressív í þessa veru, svo fylgja hinir á eftir. Svo er þetta treinað upp á bloggsíðum og í kommentakerfum. Þetta er svona hulduher, skulum við segja.“ Aðspurð segir hún Sigmund vissulega verða mest fyrir barðinu á óvæginni umræðu. „En hann stendur þetta allt af sér því allir skynsamir Íslendingar sjá hvað er í gangi. Þetta er byggt fyrst og fremst á kosningatapi og þeir – Samfylking og Vinstri grænir – sættu sig aldrei við kosningatapið á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn uppskar ríkulega meðal annars vegna Icesave-málsins, en þar erum við líka komin inn á fjölskyldutengsl því við vitum hver var í samninganefnd Icesave. Kannski eru einhverjar óuppgerðar sakir þar.“Um hverja ertu þá að tala? “Þeir hétu Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson. Ég vil ekkert segja meira.“ Vigdís segir sér ekki sárna umræðan. „Það frekar þykknar í mér. Ég hugsa að þetta sé rosalega ósanngjarnt og óréttlátt miðað við árangur kjörtímabilsins. Að þessi neikvæðni og bölmóður sé á borðum landsmanna í stað þess að líta á stöðuna eins og hún er. Stórkostlegar framfarir fyrir land og þjóð en það er sífellt verið að finna hið neikvæða og þetta litla sem miður hefur farið. Ég er stundum rosalega hissa.“Ellilífeyrisþegar hafa það gottAðspurð hvort óánægjuraddir stafi ekki af því að hér sé ýmislegt að, margir eigi ekki í sig og á, húsnæðisvandamál séu mikil segir Vigdís: „ Ég er ekkert að gera lítið úr því og það fær mikið pláss í fjölmiðlum. Þeir sem hafa fylgst með stefnu ríkisstjórnarinnar og vita hvernig hún er, þá er verið að fara í öll þessi mál. Ellilífeyrir hefur hækkað um 9,4 prósent. Ég tel til dæmis að meirihluti ellilífeyrisþega hafi það býsna gott en auðvitað þarf að greina þá sem eru kannski á leigumarkaði og hafa strípaðar bætur. Það þarf að finna út hvað þessi hópur er stór. Leiguvandi er ekkert nýr af nálinni en það verður að gefa okkur svigrúm til þess að vinna að þessum málum því þetta gerist ekki á einni nóttu. Við erum búin að fara í gegnum skuldaniðurfellinguna og öll þessi góðu mál og þá er bara næsta verkefni á dagskrá,“ útskýrir Vigdís og heldur áfram: „Neikvæðu raddirnar eru alltaf háværari og það er haldið fram hálfsannleik. Það eru öfl í þessu samfélagi sem eru alltaf að reyna að koma inn neikvæðum straumum. Ég held bara að þetta sé svo óhollt fyrir okkur sem þjóð. Og kannski þeir sem eiga pínu bágt í þessu samfélagi, þeir taka mjög nærri sér að þessi neikvæða umræða er alltaf í gangi og ég er ekki að gera lítið úr þeim sem eiga bágt, það verður bara að halda vel utan um þá hópa. Og greina þá, hvernig er hægt að koma þeim betur til hjálpar? Ég var gagnrýnd mjög mikið fyrir það að ég tel vera bótasvik í kerfunum sem við erum með og ef það væru ekki bótasvik þá væri hægt að sinna þeim betur sem eru sannarlega öryrkjar. En þá var hjólað í mig og sagt að ég væri vond við öryrkja. Það er ekki meiningin. Við verðum alltaf að hafa kerfin í skoðun því að ef það eru bótasvik í kerfinu, ef það er verið að stela undan skatti sem er líka falið vandamál, þá eru þessar tekjur ekki að skila sér í ríkissjóð til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Þetta er mjög einfalt mál þegar upp er staðið.“Vill jöfn laun karla og kvennaEr öðruvísi að vera kona en karl í stjórnmálum?„Stundum hef ég það á tilfinningunni, já. Og það er mjög athyglisvert hvað margar konur hafa hætt í pólitík síðustu ár. Sumar hafa verið hraktar úr embætti. Eftir hrunið var merkilegt að það voru samstöðufundir einungis fyrir utan heimili kvenna ekki karla. Þannig að það er eitthvað skakkt gefið í þessu.“Er sótt öðruvísi að konum? „Já, ég er ekki frá því. Ég er ekki að kvarta yfir minni stöðu, þið megið ekki taka það þannig. En svona heilt yfir eru konur í stjórnmálum meðhöndlaðar öðruvísi en karlar. Hvað veldur því veit ég ekki.“Ertu femínisti?„Ég vil jafnan hlut karla og kvenna í öllum stigum samfélagsins.“En er það ekki skilgreining á því að vera femínisti?„Já, þá hlýt ég að vera femínisti og það sem ég legg mesta áherslu á er að konur hafi sömu laun og karlar sem er mikill misbrestur á, og „surprise“, í opinbera kerfinu er það þannig að karlar hafa oft fleiri óunna yfirvinnutíma sem dæmi. Þannig að kerfið passar mikið upp á sjálft sig og karlasamtryggingin í kerfinu er býsna sterk.“ Alþingi Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Föstudagsviðtalið: Okkur er reglulega hótað Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Hún segir starfsfólki reglulega hótað og í verstu tilfellum sé veist að börnum starfsmanna. 16. október 2015 07:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segist ekki vera að reyna að vinna vinsældakeppni á þingferlinum. Framsókn fái ómaklega gagnrýni, flokknum séu gerð upp sjónarmið á borð við rasisma og forsætisráðherra fái sérstaklega að finna fyrir því. Vigdís segir stjórnarandstöðuna ekki enn hafa sætt sig við kosningasigur Framsóknar. „Þegar ég var kosin 2009 ákvað ég að láta til mín taka og fara í erfið mál sem eru kannski og hafa ekki verið líkleg til vinsælda. Enda nenni ég ekki að vera í neinni vinsældakeppni,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vigdís hefur verið áberandi á þingi, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, sem formaður fjárlaganefndar, og oft mætt mikilli gagnrýni sem hún segir til komna vegna þess að hún hiki ekki við að hjóla í erfiðu málin. „Ég barðist mjög hart gegn Icesave, ESB-umsókninni. Ég barðist fyrir því að það yrði ekki sturtað yfir þjóðina nýrri stjórnarskrá sem sá ekki fyrir endann á og ég uppskar eftir því og sinni nú því embætti sem raun ber vitni.“En af hverju ertu ekki ráðherra? Fannst þér gengið fram hjá þér við ráðherraskipan?„Já, mér fannst það á sínum tíma vegna þess að ég var oddviti og leiddi Reykjavík suður og vegna kosningasigursins. En svo er ég afar sátt í dag við að vera formaður fjárlaganefndar. Ég er mikill þingmaður í eðli mínu og hef mikinn eldmóð fyrir því að sinna þinginu. Oft á tíðum finnst mér þingið ekki nógu sterkt. Ég tel að það mætti gera langtum betur. Þingið er orðið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Nú er ég til að mynda í sjöunda sinn að leggja fram lagafrumvarp um að stofna lagaskrifstofu Alþingis. Það hefur ekki fengið hljómgrunn þótt allir séu sammála um að það þurfi að breyta starfsháttum þingsins.“Sorgleg staðaVigdís vill að lagaskrifstofan taki til sín þingsályktunartillögur og lagafrumvörp, forvinni og lesi yfir. „Passi upp á að það fari ekki lagafrumvörp fyrir þingið sem til dæmis stangast á við stjórnarskrá og alþjóðasamninga. Því að lagasetning hefur verið mjög á hallandi fæti undanfarin 10-15 ár sem birtist í fjölda dómsmála. Á síðasta kjörtímabili var farið í gegn með lagafrumvarp sem stríddi gegn stjórnarskránni, það endaði fyrir dómstólum og Hæstiréttur komst að því að Árna Páls-lögin brutu gegn stjórnarskránni. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur sem sjálfstætt ríki að haga málum með þessum hætti. En þetta frumvarp hefur mætt mikilli andstöðu, aðallega innan þingsins því það eru allir að verja sitt vígi. Það eru embættismenn innan þingsins og í ráðuneytunum sem eru að verja sín vígi. Það er mjög sorglegt.“ Hún segir þingmenn kosna af þjóðinni, úr hverju kjördæmi og ef þingmenn ná ekki sínum stefnumálum í gegn þá sé andrúmsloftið orðið skrítið. „Þingsköpum var breytt, nú er þingið sett annan þriðjudag í september – það er komið fram yfir miðjan október og það vantar mál inn í þingið. Samt bíður lagaskrifstofufrumvarpið fyrstu umræðu og ég kem því ekki á dagskrá þingsins. Ég set orðið stórt spurningarmerki við hlutverk þingmanna í þinginu vegna þess að það er erfitt að koma þingmannamálum á dagskrá.“„Við erum bara 320 þúsund manns, og við erum að reka hér stofnanabatterí á við stórþjóð.“vísir/vilhelmKerfið er sleiptEn sem formaður fjárlaganefndar starfar Vigdís ásamt varaformanninum, Guðlaugi Þór, og fleirum. Hún segir samstarfið ganga vel. „Við vildum auka til muna eftirlitshlutverk fjárlaganefndar. Við erum að gera það sem við getum til að efla eftirlitshlutverk þingsins en það er nú þannig með þetta blessaða kerfi að það er stundum lítið um svör. Svo eru stofnanir sem fara fram úr því sem þeim hefur verið úthlutað. Kerfið er sleipt og það eru fundin ýmis ráð til þess að ná sér í aukafjárveitingar og annað. En í flestum tilfellum er ríkisreksturinn í lagi og stofnanir halda sig innan fjárlaga en það er okkar hlutverk að hafa eftirlit með því.”Hvað gerið þið þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárlögum? „Eina sem við getum gert er að benda á að viðkomandi stofnun sé að fara fram úr fjárlögum. Fá þá annaðhvort stofnanirnar sjálfar eða ráðuneytin á okkar fund og brýna fyrir þeim að halda sig innan fjárlaga. En þið hafið séð slaginn sem er búið að taka á þessu kjörtímabili. Ég sat nú í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar og þar voru 111 tillögur að úrbótum til sparnaðar í ríkisrekstri. Það hefur gengið mjög illa að framfylgja þessu. Ég hef oft sagt að kerfið verji sig sjálft og við skokkum nú oft á vegg varðandi það. En fyrir rest þá er það ráðherra sem ber ábyrgð á sínu ráðuneyti og sínum undirstofnunum. Eftirlitshlutverk fjárlaganefndar eins og við höfum unnið það síðustu tvö ár er til þess að styrkja ráðherrana í starfi en það er afskaplega erfitt að taka til í ríkisrekstrinum virðist vera. Skera niður eða hagræða,“ útskýrir Vigdís og segir þarna blandast inn í lög um opinbera starfsmenn. „Það er afar erfitt að eiga starfslok við þá sem undir þau lög falla. Að vísu er undanþágugrein þar sem gengur út á að það sé hægt að eiga starfslok við starfsmann ef um sparnað er að ræða. Ég tel að það væri hægt að taka enn frekar til í ríkisrekstri. Samtök atvinnulífsins voru hjá okkur á fundi í vikunni, þeir gagnrýna mjög að fjárlögin séu ekki þannig úr garði gerð að einhver sparnaður verði. Ég tek undir það. Það er bólumyndun í fjárlagafrumvarpinu, því miður.“Ríkisfé vex ekki á trjánumHvernig telurðu að hægt sé að taka betur til í ríkisrekstrinum?„Með þessum aðgerðum til dæmis, aðgerðum eins og að sameina stofnanir. Að framkvæmdarvaldið setji sér þá reglu að stofna ekki fleiri stofnanir á vegum ríkisins. Þegar lög fara í gegnum þingið virðist það innifalið í þeim að ný stofnun fylgi í kjölfarið. Það er bara vitað. Það er trend að kerfið vill stækka sjálft sig, því miður er það þannig. Það eru ekki allir á sömu blaðsíðu um það að við þurfum að draga saman ríkisútgjöld. Það sjá það allir sem vilja að þetta gengur ekkert lengur. Við erum að berjast við að hafa ríkissjóð hallalausan. Það er svo mikil ásókn í fjárlögin. Mér finnst eins og það séu margir sem átta sig ekki á hvaðan tekjurnar koma. Ríkisfé vex ekki á trjánum. Það þarf þjóðarvakningu í þessa veru að ríkið þurfi að spara og draga úr rekstri sínum til þess að við getum farið í það að greiða niður erlendar skuldir af fullum krafti.“ Vigdís segir það of oft gleymast hversu lítil þjóð við erum. „Við erum bara 320 þúsund manns, og við erum að reka hér stofnanabatterí á við stórþjóð. Auðvitað þarf að renna saman stofnunum sem hafa sambærilegt hlutverk. Svo hef ég líka tekið eftir því í fjárlagagerðinni að það eru margar stofnanir sem eru að sinna sama hlutverkinu. Þá geta góð verkefni fallið á milli stofnana. Þeim ekki sinnt. Það er svo margt svona sem þarf að fara yfir.Vill sameina stofnanirHvaða stofnanir viltu sameina? „Ef ég fer að nefna stofnanir þá verður allt vitlaust. Ég skal samt nefna sambærilegar stofnanir sem ættu að renna saman því það bara steinliggur. Það er Tryggingastofnun, Vinnumálastofnun, Þjóðskrá jafnvel og Ríkisskattstjóri þar sem er verið að vinna með útgreiðslur og bætur til einstaklinga. Það er fullkomið hagræði að renna saman Vinnumálastofnun og Tryggingamálastofnun því þetta eru útgreiðslustofnanir auk þess að vera að koma fólki í vinnu. Það eru líka uppi áform um það að koma fólki í vinnu sem er búið að vera lengi atvinnulaust og jafnvel komið á bætur. Þetta er danskt módel. Þjóðskrá heldur utan um lögheimili og kennitölur, Vinnumálastofnun er með þá sem eru á atvinnuleysisskrá, Tryggingastofnun með þá sem eru á bótum, Ríkisskattstjóri með endurgreiðslu skatta. Það ættu allir að fagna þessum hugmyndum því við vitum hvað gerist fyrsta ágúst ár hvert. Ég tek dæmi um hóp sem eru eldri borgarar, hafi þeir tekjur á árinu þá eru þeir að fá greiðslu frá Tryggingastofnun og svo fyrsta ágúst er endurgreiðslukrafa á viðkomandi sem skerðir bæturnar síðustu mánuðina á árinu. Ef þetta væri samtímagreiðslukerfi þá væri þetta allt gegnsætt og viðkomandi eldri borgarar myndu vita hvað þeir hefðu í ráðstöfunartekjur í hverjum mánuði. En gleymið því ekki – ég er ekki ráðherra og get ekki beitt mér með því valdi. En ég er formaður fjárlaganefndar og get einungis bent á góðar hugmyndir.“ Aðspurð segir Vigdís sameiningu ríkisstofnana ekkert endilega fela í sér töpuð störf. „Þegar það er verið að renna saman stofnunum er það gert til þess að hagræða í rekstri. Og opinberi geirinn þarf að gera það enn frekar en almenni markaðurinn, á almenna markaðnum eru eigendur á bak við fyrirtækin, sem eiga þau og reka þau af hagnaðarsjónarmiði. Ríkið má aldrei reka sig í hagnaðarsjónarmiði en ríkið þarf að reka sig þannig að það sé farið sem best með skattféð. Meðan það er verið að fara með skattfé í óþarfa og vitleysu þá er ekki verið að nota það sama fé í forgangsmál og brýn mál. Þetta gefur augaleið.“„Auðvitað hafa þessar árásir ekkert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokksins míns er skoðuð þá er hún mjög líberal.“vísir/vilhelmIlla staðið að niðurskurðiHún segir illa hafa verið staðið að niðurskurði eftir hrun og núverandi stjórnvöld séu enn að bíta úr nálinni með það. „Það var farið í allar grunnstoðirnar, heilbrigðismálin og samgöngumálin, menntamálin. Sem við höfum verið að bæta síðan við tókum við. Það var farið af stað með ýmis gæluverkefni. Fé sem ég dauðsé eftir.“ Vigdís nefnir aðildarumsókn að Evrópusambandinu sem dæmi „Hún var gríðarlega kostnaðarsöm. Það var farið af stað með rándýrt ferli um breytingar á stjórnarskránni, stjórnlagaþing og svo framvegis. En þetta voru rétt kjörin stjórnvöld á sínum tíma. Ég gagnrýni forgangsröðunina á því en þau höfðu til þess lýðræðislegt umboð.“En eru þessi mál sem þú nefnir ekki frekar stórmál en gæluverkefni? „Það má nú deila um það því við vitum hvernig það fór í þinginu. Þingmenn voru teknir undir vegg og þeim hótað. Það var aldrei meirihluti fyrir ESB í þinginu. Guðfríður Lilja og fleiri hafa sagt frá því hvernig kaupin gerðust á eyrinni. Við vitum alveg hvernig það var, VG seldi andstöðu sína við Evrópusambandið gegn því að friða Þjórsá. Þetta kemur fram í bók Össurar Skarphéðinssonar og það væri holl þjóðarlesning að lesa allt plottið og hrossakaupin sem áttu sér stað á síðasta kjörtímabili. Af því að þetta var maður sem sat við borðið alla tíð. Betri samtímaheimild er ekki hægt að nálgast neins staðar.“ Vigdís segist þó ekki nenna að dvelja í fortíðinni. „Ég vil horfa á öll þau góðu tækifæri sem við eigum sem sjálfstæð þjóð. Það græðir enginn á því að benda á fortíðina eins og fyrrverandi ríkisstjórn var dugleg að gera. Og þau fengu tækifæri og klúðruðu því að mínu mati. Þið vitið hvernig kosningarnar 2013 fóru. Sögulegt tap. Það dæmdi þau úr leik svo eftirminnilega.“Ekki dýraníð í sveitunum Vigdís er fædd og uppalin í sveit, frá Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi sem nú tilheyrir Flóahreppi. Hún er næstyngst sex systkina. „Ég átti góða sveitaæsku, tók þátt í öllum störfum og er rosalega fegin í dag að hafa alist upp í sveit og fengið að kynnast náttúrunni á þennan hátt. Ég er ekki síður glöð með það að hafa fengið að læra hvernig kaupin gerast á eyrinni varðandi dýrahald og ræktun bústofna og annað. Nú eru ofboðslega margir á Íslandi uppteknir af því að það sé eitthvert dýraníð í gangi í sveitum landsins. Ég hreinlega skil ekki þessa umræðu.“ Ertu að tala um svínabúin? „Ég kem frá sauðfjár- og kúabúi. Ég veit að íslenskir bændur gera sitt besta til að framleiða sem besta vöru og ég er fegin að hafa fengið að kynnast þessu í minni æsku.“Stöndum vel í flóttamannamálumFátt hefur verið jafn mikið í umræðunni undanfarnar vikur og mánuði eins og málefni flóttamanna. Vigdísi finnst Íslendingar standa býsna vel í þeim efnum. „Við erum að tala um að í þennan málaflokk fari 2.000 milljónir. Ég tel að við sem svona lítil þjóð séum á býsna góðum stað í þessu ferli öllu. Svo ég vitni aftur í hagræðingarhópinn þá var ein af tillögunum að við myndum taka upp norsku leiðina til þess að auðvelda öllum þetta ferli. Norska leiðin gengur út á það að komi hælisleitandi þá taki málsmeðferðin einungis tvo sólarhringa fyrir alla. Auðvitað er það mannréttindabrot að láta fólk bíða milli vonar og ótta bara út af seinagangi í kerfinu og hvað tekur langan tíma að úrskurða. Þannig að við lögðum áherslu á það þá. Ég vil stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum samt og treysti yfirvöldum til þess að leysa úr þessu samkvæmt alþjóðalögum því við erum aðilar að þessum samningum.“ Vigdís hafnar þeim málflutningi sem hefur verið áberandi um að Framsóknarmenn séu hálfgerðir einangrunarsinnar sem vilji ekki útlendinga inn í landið. „Þetta eru andstæðingar okkar sem eru að reyna gera okkur tortryggileg í þessum málaflokki. Ef þið mynduð fara yfir öll þau mannréttindi sem Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir í gegnum tíðina þá kæmi það ykkur mjög á óvart. Við höfum verið í fararbroddi með ályktanir á okkar flokksþingum sem snúa að mannúðarmálum og réttindabaráttu allri í víðtækum skilningi. Þetta er eitthvað sem andstæðingum okkar hentar að halda á lofti og ég blæs á þessi rök og það er gott að geta svarað fyrir þetta í eitt skipti fyrir öll.“Er enginn rasismi í Framsókn? „Að sjálfsögðu ekki. Þetta er opinn, lýðræðislegur flokkur sem berst fyrir mannréttindum.“ Hún segir gagnrýnina á flokkinn oft vera þannig að verið sé að reyna að gera eitthvað úr Framsóknarflokknum sem hann er ekki. „Framsóknarflokkurinn var orðinn óþægilega stór núna eftir síðustu kosningar fyrir ákveðna andstæðinga okkar. Þá er öllum brögðum beitt. Auðvitað hafa þessar árásir ekkert farið fram hjá mér. Og þá spyr ég, hvað gengur þessi fólki til að haga sér með þessum hætti? Sem hafa gengið svona hart fram? Þegar stefna flokksins míns er skoðuð þá er hún mjög líberal. Þannig að þetta eru fyrst og fremst pólitísk öfl sem hafa það á stefnuskrá sinni að ryðja Framsóknarflokknum úr vegi. Þar á meðal eru árásir á forsætisráðherra og formann flokksins. Ég get alveg sagt ykkur það að þessar grímulausu árásir þingmanna stjórnarandstöðunnar á forsætisráðherra í þinginu, mér blöskrar það alveg. Og þetta er alveg grímulaust – það fer ekkert á milli mála hver það er sem stendur fyrir þessu. Það er einn leiðtogi sem tekur alla hina með sér.“„„Já, þá hlýt ég að vera femínisti og það sem ég legg mesta áherslu á er að konur hafi sömu laun og karlar sem er mikill misbrestur á, og „surprise“, í opinbera kerfinu er það þannig að karlar hafa oft fleiri óunna yfirvinnutíma sem dæmi.“vísir/vilhelmSigmundur fær verstu útreiðinaHver er leiðtoginn? „Svandís Svavarsdóttir er mjög aggressív í þessa veru, svo fylgja hinir á eftir. Svo er þetta treinað upp á bloggsíðum og í kommentakerfum. Þetta er svona hulduher, skulum við segja.“ Aðspurð segir hún Sigmund vissulega verða mest fyrir barðinu á óvæginni umræðu. „En hann stendur þetta allt af sér því allir skynsamir Íslendingar sjá hvað er í gangi. Þetta er byggt fyrst og fremst á kosningatapi og þeir – Samfylking og Vinstri grænir – sættu sig aldrei við kosningatapið á sínum tíma. Framsóknarflokkurinn uppskar ríkulega meðal annars vegna Icesave-málsins, en þar erum við líka komin inn á fjölskyldutengsl því við vitum hver var í samninganefnd Icesave. Kannski eru einhverjar óuppgerðar sakir þar.“Um hverja ertu þá að tala? “Þeir hétu Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson. Ég vil ekkert segja meira.“ Vigdís segir sér ekki sárna umræðan. „Það frekar þykknar í mér. Ég hugsa að þetta sé rosalega ósanngjarnt og óréttlátt miðað við árangur kjörtímabilsins. Að þessi neikvæðni og bölmóður sé á borðum landsmanna í stað þess að líta á stöðuna eins og hún er. Stórkostlegar framfarir fyrir land og þjóð en það er sífellt verið að finna hið neikvæða og þetta litla sem miður hefur farið. Ég er stundum rosalega hissa.“Ellilífeyrisþegar hafa það gottAðspurð hvort óánægjuraddir stafi ekki af því að hér sé ýmislegt að, margir eigi ekki í sig og á, húsnæðisvandamál séu mikil segir Vigdís: „ Ég er ekkert að gera lítið úr því og það fær mikið pláss í fjölmiðlum. Þeir sem hafa fylgst með stefnu ríkisstjórnarinnar og vita hvernig hún er, þá er verið að fara í öll þessi mál. Ellilífeyrir hefur hækkað um 9,4 prósent. Ég tel til dæmis að meirihluti ellilífeyrisþega hafi það býsna gott en auðvitað þarf að greina þá sem eru kannski á leigumarkaði og hafa strípaðar bætur. Það þarf að finna út hvað þessi hópur er stór. Leiguvandi er ekkert nýr af nálinni en það verður að gefa okkur svigrúm til þess að vinna að þessum málum því þetta gerist ekki á einni nóttu. Við erum búin að fara í gegnum skuldaniðurfellinguna og öll þessi góðu mál og þá er bara næsta verkefni á dagskrá,“ útskýrir Vigdís og heldur áfram: „Neikvæðu raddirnar eru alltaf háværari og það er haldið fram hálfsannleik. Það eru öfl í þessu samfélagi sem eru alltaf að reyna að koma inn neikvæðum straumum. Ég held bara að þetta sé svo óhollt fyrir okkur sem þjóð. Og kannski þeir sem eiga pínu bágt í þessu samfélagi, þeir taka mjög nærri sér að þessi neikvæða umræða er alltaf í gangi og ég er ekki að gera lítið úr þeim sem eiga bágt, það verður bara að halda vel utan um þá hópa. Og greina þá, hvernig er hægt að koma þeim betur til hjálpar? Ég var gagnrýnd mjög mikið fyrir það að ég tel vera bótasvik í kerfunum sem við erum með og ef það væru ekki bótasvik þá væri hægt að sinna þeim betur sem eru sannarlega öryrkjar. En þá var hjólað í mig og sagt að ég væri vond við öryrkja. Það er ekki meiningin. Við verðum alltaf að hafa kerfin í skoðun því að ef það eru bótasvik í kerfinu, ef það er verið að stela undan skatti sem er líka falið vandamál, þá eru þessar tekjur ekki að skila sér í ríkissjóð til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Þetta er mjög einfalt mál þegar upp er staðið.“Vill jöfn laun karla og kvennaEr öðruvísi að vera kona en karl í stjórnmálum?„Stundum hef ég það á tilfinningunni, já. Og það er mjög athyglisvert hvað margar konur hafa hætt í pólitík síðustu ár. Sumar hafa verið hraktar úr embætti. Eftir hrunið var merkilegt að það voru samstöðufundir einungis fyrir utan heimili kvenna ekki karla. Þannig að það er eitthvað skakkt gefið í þessu.“Er sótt öðruvísi að konum? „Já, ég er ekki frá því. Ég er ekki að kvarta yfir minni stöðu, þið megið ekki taka það þannig. En svona heilt yfir eru konur í stjórnmálum meðhöndlaðar öðruvísi en karlar. Hvað veldur því veit ég ekki.“Ertu femínisti?„Ég vil jafnan hlut karla og kvenna í öllum stigum samfélagsins.“En er það ekki skilgreining á því að vera femínisti?„Já, þá hlýt ég að vera femínisti og það sem ég legg mesta áherslu á er að konur hafi sömu laun og karlar sem er mikill misbrestur á, og „surprise“, í opinbera kerfinu er það þannig að karlar hafa oft fleiri óunna yfirvinnutíma sem dæmi. Þannig að kerfið passar mikið upp á sjálft sig og karlasamtryggingin í kerfinu er býsna sterk.“
Alþingi Föstudagsviðtalið Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00 Föstudagsviðtalið: Okkur er reglulega hótað Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Hún segir starfsfólki reglulega hótað og í verstu tilfellum sé veist að börnum starfsmanna. 16. október 2015 07:00 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Sjálfstæðisflokkurinn þarf að breytast Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræðir þörfina á aukinni iðnmenntun, Sjálfstæðisflokkinn og flöt fyrir nýju stjórnmálaafli. 2. október 2015 07:00
Föstudagsviðtalið: Okkur er reglulega hótað Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, er í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Hún segir starfsfólki reglulega hótað og í verstu tilfellum sé veist að börnum starfsmanna. 16. október 2015 07:00