Sagðir stórgræða á olíusölu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 14:15 Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu. Skjáskot Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira