Steingrímur segir fjármögnun Vaðlaheiðarganga sérstakt tilvik Sveinn Arnarsson skrifar 24. október 2015 07:00 Steingrímur hefur ekki lesið skýrslu Ríkisendurskoðunar. Alþingi hafi hinsvegar samþykkt að taka ríkisábyrgðarlög úr sambandi við fjármögnun ganganna vísir/auðunn Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það ekki nýuppgötvuð sannindi að ríkisábyrgðarlög höfðu verið tekin úr sambandi þegar fjármögnun Vaðlaheiðarganga var samþykkt og ríkisábyrgð veitt á lánum til félagsins. „Það var Alþingi sem samþykkti þetta á endanum og heimilaði fjármögnunina eins og hún stendur nú með sérlögum og ekkert við því að segja. Fjármálaráðherra gerir þetta ekki upp á eigin spýtur,“ segir Steingrímur. Ríkisendurskoðun hefur gefið út skýrslu þar sem stofnunin gagnrýnir verklag við fjármögnun ganganna. Með láninu var vikið frá skilyrðum fyrir veitingu ríkisábyrgða og endurlána, að Vaðlaheiðargöng hf. legði fram að minnsta kosti 20 prósent af heildarfjárþörf verkefnisins og að ábyrgð ríkissjóðs næmi ekki hærra hlutfalli en 75 prósentum.Steingrímur J Sigfússonvísir/stefánMiðað við núverandi aðstæður er ólíklegt að lánið verði greitt að fullu í ársbyrjun 2018 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun býst við að kostnaður við verkið fari fram úr áætlun, en engar áætlanir hafi verið gerðar til að bregðast við því. Steingrímur blæs á slíkt. „Þróun umferðar um Víkurskarð frá hruni sýnir gríðarlega fjölgun umferðar og þegar uppbygging framkvæmda í Þingeyjarsýslum fer í gang af krafti verður umferðin enn meiri svo ég hef litlar áhyggjur af þessu,“ segir Steingrímur. „Það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi er að göngin munu nýtast okkur næstu eitt hundrað árin hið minnsta. Þessi fjármögnun var auðvitað sérstakt tilvik þar sem ríkið gerist fjármögnunaraðili. Síðan munu veggjöld greiða upp þessa framkvæmd og á endanum mun ríkið fá þetta gefins,“ segir Steingrímur. Að mati Steingríms vilja menn fyrst vera á svartsýnisvængnum en lofa svo framkvæmdina þegar hún er komin í gagnið. „Við getum skoðað Héðinsfjarðargöng og Hvalfjarðargöng sem glöggt dæmi þar um,“ segir Steingrímur. Samkomulag milli ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um framkvæmd fjármögnunar Vaðlaheiðarganga var undirritað þann 17. ágúst árið 2011. Þá var Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Oddný Harðardóttir tók síðan við af Steingrími og lagði fram frumvarp um heimild til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. Hún tók við ráðuneytinu 1. janúar 2012, en frumvarpinu var dreift á vorþingi það ár. sveinn@frettabladid.is
Alþingi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira