Minjastofnun segir friðun hafnargarðsins víst í gildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. október 2015 10:45 Borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint, en því hafnar Minjastofnun. Vísir/Stefán Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu. Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Minjastofnun metur það sem svo að skyndifriðun hafnargarðsins í Reykjavík hafi gilt frá 10. september til 22. október. Það er því álit stofnunarinnar að ákvörðun Sigrúnar Magnúsdóttur, setts forsætisráðherra í málinu, um að friða hafnargarðinn sé í gildi.Borgarstjórinn segir að friðunin sé ekki í gildi.VÍSIR/STEFÁNDagur B. Eggertsson borgarstjóri lýsti því yfir í gær að friðunin hefði ekki gildi þar sem að ákvörðunin hafi verið tekin degi of seint. Lög um friðlýsingu gerir ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir sex vikum eftir að ákveðið hefur verið að beita skyndifriðun. „Lögin eru býsna skýr, að skyndifriðun gildir í sex vikur og ráðherra verður að segja af eða á innan þess tíma. Sá tími leið án þess að ráðherra brygðist við þannig að hún er úr gildi fallin,“ sagði Dagur í fréttum Stöðvar 2 í gær. Til stendur að hefja framkvæmdir að nýju á lóðinni á mánudag, enda sé skyndifriðunin fallin úr gildi að mati eigenda. Í tilkynningu frá Minjastofnun er hins vegar bent á ákvæði í lögunum sem orðast svona: „Skyndifriðun tekur gildi þegar Minjastofnun Íslands hefur tilkynnt öllum hlutaðeigandi aðilum um ákvörðun sína með tryggilegum hætti.“ Hinn umdeildi hafnargarður var byggður 1928.visir/gvaMinjastofnun segir að þar sem bréf með tilkynningu um skyndifriðun hafi verið afhent vaktmanni í Stjórnarráðinu eftir lok vinnudags, hafi forsætisráðherra ekki fengið það í hendur fyrr en 10. september síðastliðinn og því hafi friðunin gilt frá þeim degi. „Dagsetningarnar 10. september og 22. október hafa því komið fram í gögnum málsins og ekki verið mótmælt í umsögnum aðila í ferli málmeðferðarinnar,“ segir í tilkynningu Minjastofnunar. Hafnargarðurinn var reistur 1928 og því innan við 100 ára gamall. Umdeilt er hvort hann geti talist til fornminja. Til stendur að byggja íbúðir, veitingahús og verslanir á lóðinni. Fyrir liggur að eigendur lóðarinnar telja sig verða fyrir rúmlega 2 milljarða skaða, standi ákvörðun um friðlýsingu.
Alþingi Tengdar fréttir Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26 Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sigrún friðar hafnargarðinn Settur forsætisráðherra hefur fallist á tillögu Minjastofnunar um að friða í heild sinni hafnargarð sem þverar lóðina að Austurbakka 2 22. október 2015 18:26
Friðlýsing forsætisráðherra sögð markleysa Borgarstjóri segir að Sigrún Magnúsdóttir, settur forsætisráðherra, hafi verið of sein með friðlýsingu sína. 23. október 2015 11:24