Björn Valur hafði betur gegn Sóleyju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. október 2015 14:20 Björn Valur Gíslason og Sóley Björk Stefánsdóttir vildu bæði varaformannsstólinn. Vísir/GVA Björn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Tilkynnt var um úrslitin á Twitter um tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Tveir sóttust eftir embættinu. Niðurstaða liggur fyrir. Björn Valur er varaformaður. #landsfundurvg— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 24, 2015 Töluvert er síðan að Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, lýsti því yfir að hann vildi áfram gegna embætti varaformanns flokksins en seint í gærkvöldi, áður en framboðsfrestur rann út, lýsti Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, því yfir að hún hefð ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.Sjá einnig: Bein útsending frá landsfundi Vinstri grænna „Mér finnst bara mikilvægt að það sé bara tekið vel í það að fólk bjóði sig fram og við eigum bara öll að geta boðið okkur fram í það sem við viljum gera. Mér finnst ekki að það eigi að líta á framboð sem árás á einhvern annan. Ég er bara að lýsa yfir vilja til þess að sinna ákveðnu starfi og það finnst mér mikilvægt að geta gert,“ sagði Sóley Björk fyrir kjörið í dag. Fyrr í vikunni birtu ríflega sjötíu félagsmenn Vinstri grænna stuðningsyfirlýsingu við Daníel Arnarsson í embætti varaformanns. Hann ákvað þó að bjóða sig ekki fram. Björn Valur segir það alltaf viðbúið að menn fái mótframboð líkt og hann fái nú. „Það má alltaf búast við því þegar gengið er til kosninga um embætti innan flokks sem utan að það verði fleiri en einn sem vilji hneppa hnossið ef svo má að orði komast. Þannig að það er ekkert við því að segja bara landsfundur ræður örlögum sínum í þessu,“ sagði Björn Valur sem var hinn rólegasti fyrir kjörið. Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira
Björn Valur Gíslason var endurkjörinn varaformaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins í dag. Tilkynnt var um úrslitin á Twitter um tuttugu mínútur yfir tvö í dag. Tveir sóttust eftir embættinu. Niðurstaða liggur fyrir. Björn Valur er varaformaður. #landsfundurvg— Vinstri græn (@Vinstrigraen) October 24, 2015 Töluvert er síðan að Björn Valur Gíslason, varaþingmaður Vinstri grænna, lýsti því yfir að hann vildi áfram gegna embætti varaformanns flokksins en seint í gærkvöldi, áður en framboðsfrestur rann út, lýsti Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, því yfir að hún hefð ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.Sjá einnig: Bein útsending frá landsfundi Vinstri grænna „Mér finnst bara mikilvægt að það sé bara tekið vel í það að fólk bjóði sig fram og við eigum bara öll að geta boðið okkur fram í það sem við viljum gera. Mér finnst ekki að það eigi að líta á framboð sem árás á einhvern annan. Ég er bara að lýsa yfir vilja til þess að sinna ákveðnu starfi og það finnst mér mikilvægt að geta gert,“ sagði Sóley Björk fyrir kjörið í dag. Fyrr í vikunni birtu ríflega sjötíu félagsmenn Vinstri grænna stuðningsyfirlýsingu við Daníel Arnarsson í embætti varaformanns. Hann ákvað þó að bjóða sig ekki fram. Björn Valur segir það alltaf viðbúið að menn fái mótframboð líkt og hann fái nú. „Það má alltaf búast við því þegar gengið er til kosninga um embætti innan flokks sem utan að það verði fleiri en einn sem vilji hneppa hnossið ef svo má að orði komast. Þannig að það er ekkert við því að segja bara landsfundur ræður örlögum sínum í þessu,“ sagði Björn Valur sem var hinn rólegasti fyrir kjörið.
Alþingi Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Sjá meira