Gústaf Níelsson púaður úr pontu á Landsfundi Jakob Bjarnar skrifar 26. október 2015 10:19 Gústaf er afar ósáttur við þær trakteringar sem hann og Jón fengu á Landsfundinum. visir/valli Gústaf Adolf Níelsson fór í pontu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og hlaut óblíðar viðtökur svo vægt sé til orða tekið. Hann var bókstaflega púaður úr pontunni. Gústaf var annar flutningsmaður breytingartillögu við drög að landsfundarályktun (sjá hér neðar) en fyrsti flutningsmaður er Jón Magnússon. Breytingartillagan snéri að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Skrílslæti á LandsfundiVísir bað Gústaf, en honum er brugðið, að lýsa þessu atviki eins og þetta horfði við honum. „Ég fer í púltið og segi: Hér sé ég engan mann með túrban, hér sé ég engan blökkumann, hér sé ég enga konu með blæju. Um hvaða fjölmenningu eruð þið eiginlega að tala hér?“ Þá var það umsvifalaust notað að ég væri að tala illa um blökkumenn. En, ég var nú bara að lýsa því sem ég sá.“Þá upphófust mikil hróp og köll í salnum? „Já, þetta er ekki í samræmi við góðar venjur í Sjálfstæðisflokknum. Svo dæmi sé tekið, þegar fundarstjórinn er að lesa upp tillögu okkar Jóns stappaði unga fólkið í gólfið og lyfti rauða spjaldinu til að trufla fundarstjórann. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins á Landsfundi. Og þar fór hinn nýkjörni ritari fremstur í flokki. Fundastjóri þurfti að sussa á mannskapinn. Þetta er náttúrlega með ólíkindum. Skrílslæti. Maður hélt að maður væri um borð í flaggskipi lýðræðisins í landinu. En þetta er ótrúlegt.“ Gústaf er afar ósáttur og segir augljóst að tjáningarfrelsið á undir högg að sækja í Sjálfstæðisflokknum. „Það sem er að gerast er að Sjálfstæðisflokkur hefur valið að taka upp stefnu VG og Samfylkingar í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Það er bara þannig, og ekkert meira um það að segja.“Hneyksli hvernig haldið var á málumEn, þetta mega heita kaldar kveðjur? „Jájá, það var mjög sérstök upplifum að átta sig á því að flokkurinn í raun og veru hafnar sígildum vinnubrögðum sínum sem ganga út á að leita málamiðlana í miklum ágreiningsmálum. Auk þess er þetta mál svo nýtt í íslenskum stjórnmálum, þessir eldar sem kviknað hafa vegna þrýstings innflytjenda og flóttamanna. Þetta þarf að ræða út í hörgul frekar en taka upp stefnu Vg og S. Þessi vinnubrögð eru ekkert í anda Sjálfstæðisflokksins. Þessu hefði þurft að vísa til miðstjórnar flokksins til úrlausnar, svona miklum ágreiningsefnum.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina. „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins á Landsfundi. Og þar fór hinn nýkjörni ritari fremstur í flokki.“vísir/stefánGústaf segir að þessar trakteringar hafi verið að undirlagi yngra fólks, sem lét mjög til sín taka á Landfundinum. Og hann segir hneyksli hvernig haldið var á málum. „Fundastjórnin og hvernig formaður málefnanefndar héldu á þessum málum er náttúrlega hneyksli. Þetta átti að vera á dagskrá klukkan 11 að sunnudagsmorgni. Svo náttúrlega tafðist fundurinn, klukkan er orðin hálf sjö um kvöldið þegar þessi hluti ályktunar kemst á dagskrá, flestir farnir aðrir en yngstu fundarmenn og ótrúleg vinnubrögð; þau voru skipulögð með þessum hætti.“Dónaskapur hins nýkjörna ritaraGústaf segist ekki ætla að grípa til þess að segja sig úr flokknum, þó ósáttur sé. „Neinei, nú líður tíminn. En, margt í þessum einkennist af panikk-viðbrögðum. Og hvað er til ráða, til hvers ætla blessaðir mennirnir að grípa þegar fylgið fer niður fyrir 20 prósentin?“ spyr Gústaf og telur þetta ekki vænlega leið til að auka fylgið. Hann segir þetta barnaleg viðbrögð og menn hlusti ekki á rök. Jón Magnússon hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni, en þar er hann inntur eftir meintum dónaskap. Hann segir að sjálfur hafi hann fengið gott hljóð en „framkoman var hins vegar óásættanleg sérstaklega formanns nefndarinnar og hin nýkjörna ritara flokksins sem og fundarstjóra sem tók málið ekki á dagskrá fyrr en nánast allir nema hópur ritarans voru horfnir til síns heima enda átti fundinum að ljúka tveim klukkutímum fyrr.“Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.VÍSIR/SnærósTillaga Jóns og Gústafs í heild sinni„Allsherjar- og menntamálanefndBreytingartillögur við drög að landsfunarályktun:Málefni útlendingaKaflinn orðist svo:Ísland hefur frá því að land byggðist tekið við erlendum hugmyndum og menningarstraumum. Innflytjendur hafa komið til landsins, lagað sig að og orðið hluti af íslensku samfélagi. Íslenska þjóðin hefur jafnan tekið við erlendum áhrifum á móðurmál sitt og menningu á eigin forsendum. Með þeim hætti hefur hún varðveitt tungumál sitt og fornan menningararf í samfélagi þjóðanna. Eitt af hlutverkum Sjálfstæðisflokksins er að standa vörð um þessar meginstoðir þjóðernisvitundar okkar, ef þær bresta, gæti sjálfstæði Íslendinga og þjóðarvitund verið í hættu.Á síðustu áratugum hefur fjöldi ólöglegra innflytjenda frá þróunarlöndunum aukist gríðarlega í öllum hinum vestræna heimi. Þessi þungi straumur innflytjenda er afleiðing af því að fjöldI landa þróunarlöndunum hefur af mörgum ástæðum ekki tekist að þróa samfélög, þar sem ungu fólki er boðið upp á eðlileg tækifæri í lífinu, m.a. vegna hernaðarátaka og kennisetninga í stjórnmálum og trúmálum sem hamla eðlilegum framförum og bættum lífskjörum. Lausnin á vandamálum þessara ríkja er ekki fólgin í því að Ísland eða önnur Evrópuríki opni landamæri sín fyrir snöggum og óskipulögðum straumi innflytjenda sem getur í senn ógnað þeim félagskerfum sem Vesturlönd hafa þróað með sér og gefið öfgaöflum frjóan jarðveg til fjandskapar og jafnvel ofsókna á hendur nýbúum. Lausnin verður að beinast að því að hjálpa þróunarlöndunum til framfara og nútímalegra hátta á grundvelli þeirra gilda sem áttu mestan þátt í að skapa auðlegð Vesturlanda, svo sem frelsi einstaklinganna, lýðræði, jafnstaða borgaranna, upplýsing og almannafræðsla.Sjálfstæðiflokkurinn vill að Ísland axli ábyrgð á því að taka á móti raunverulegu flóttafólki samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni flóttafólks frá 1951. Flokkurinn vill að þetta sé gert á grundvelli þeirrar stefnu sem landið hefur fylgt í þessum efnum. Almennt er viðurkennt að þessi stefna hafi reynst einstaklega farsæl, bæði fyrir flóttafólk og landsmenn enda hefur tekist að koma í veg fyrir þau átök og umbrot, sem sett hafa svip sinn á sum samfélög og verið vatn á myllu öfgaafla á báðar hliðar. Lykilatriði í þesari stefnu er að forðast snöggar breytingar sem valdið geta ólgu og átökum í samfélaginu svo sem bent er á í skýrslu nefndar utanríkisráðuneytisins um áhættumat fyrir Ísland 2009. Samkvæmt hefðbundinni stefnu eigum við að kappkosta að taka á vel á móti flóttafólki sem kemur til landsins frá stríðshrjáðum ríkjum eða öðrum sem ógna öryggi viðkomandi einstaklings og gæta þess að réttindi þeirra séu virt og þeir njóti grundvallarréttinda á við aðra. Sjálfstæðisflokkurinn vekur um leið athygli á því að Íslandi ber engin skylda til að taka á móti fólki sem flóttafólki, sem hefur farið á milli öruggra landa í því skyni að sækja sérstaklega um hæli hér á landi..Innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi og menningu hafa lagt mikið af mörkum til íslensks samfélag og munu tvímælalaust halda áfram að gera það um ókomna tíð. Kunnátta í íslensku máli hefur reynst þeim mörgum lykill að samfélaginu og því ber að efla íslenskunám fyrir nýbúa. Sjálfstæðisflokkurinn styður að Ísland taki sem fyrr vel á móti vel hæfu og velmenntuðu fólki sem vill freista gæfunnar á Íslandi og samlagast þjóðinni og veiti þeim öll réttindi svo fljótt sem verða má og gæti þess að þeir ásamt þeim flóttamönnum sem hingað koma með löglegum hætti njóti jafnréttis á við aðra sem hér búa.Ísland hefur jafnan notið góðs af innflytjendum. Stærsti hluti þeirra hefur aðlagast íslensku samfélagi og sannað að það er duglegt og framtakssamt fólk. Þó að Ísland hafi notið þess að hingað hafi einkum flust nýtir borgarar, verður að gæta þess hve fámenn íslenska þjóðin er. Það er engum til góða að rjúfa jafnvægið í samfélaginu og trufla aðlögun nýbúa með því að opna landið fyrir straumi á borð við þann sem nú flæðir að landamærum Evrópu og hlýtur fyrr eða síðar að verða stöðvaður, vonandi aðeins með friðsamlegum og sanngjörnum hætti. Íslendingar verða hvað sem öðru líður, að benda yfirvöldum Evrópusambandsins og annarra sem hlut eiga að máli á sérstöðu sína sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð og gæta þess að fá undanþágu frá óheftri för fólks af Evrópska efnahagssvæðinu til landsins.“ Alþingi Tengdar fréttir Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Gústaf spyr hvort það sé náttúrulegt og eðlilegt að vera hinsegin Gústaf Adolf segir meðvirka stjórnmálamenn tipla á tánum í kring um múslimana. Hann eigi erindi í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. 21. janúar 2015 19:40 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gústaf Adolf Níelsson fór í pontu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og hlaut óblíðar viðtökur svo vægt sé til orða tekið. Hann var bókstaflega púaður úr pontunni. Gústaf var annar flutningsmaður breytingartillögu við drög að landsfundarályktun (sjá hér neðar) en fyrsti flutningsmaður er Jón Magnússon. Breytingartillagan snéri að málefnum flóttafólks og innflytjenda.Skrílslæti á LandsfundiVísir bað Gústaf, en honum er brugðið, að lýsa þessu atviki eins og þetta horfði við honum. „Ég fer í púltið og segi: Hér sé ég engan mann með túrban, hér sé ég engan blökkumann, hér sé ég enga konu með blæju. Um hvaða fjölmenningu eruð þið eiginlega að tala hér?“ Þá var það umsvifalaust notað að ég væri að tala illa um blökkumenn. En, ég var nú bara að lýsa því sem ég sá.“Þá upphófust mikil hróp og köll í salnum? „Já, þetta er ekki í samræmi við góðar venjur í Sjálfstæðisflokknum. Svo dæmi sé tekið, þegar fundarstjórinn er að lesa upp tillögu okkar Jóns stappaði unga fólkið í gólfið og lyfti rauða spjaldinu til að trufla fundarstjórann. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins á Landsfundi. Og þar fór hinn nýkjörni ritari fremstur í flokki. Fundastjóri þurfti að sussa á mannskapinn. Þetta er náttúrlega með ólíkindum. Skrílslæti. Maður hélt að maður væri um borð í flaggskipi lýðræðisins í landinu. En þetta er ótrúlegt.“ Gústaf er afar ósáttur og segir augljóst að tjáningarfrelsið á undir högg að sækja í Sjálfstæðisflokknum. „Það sem er að gerast er að Sjálfstæðisflokkur hefur valið að taka upp stefnu VG og Samfylkingar í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Það er bara þannig, og ekkert meira um það að segja.“Hneyksli hvernig haldið var á málumEn, þetta mega heita kaldar kveðjur? „Jájá, það var mjög sérstök upplifum að átta sig á því að flokkurinn í raun og veru hafnar sígildum vinnubrögðum sínum sem ganga út á að leita málamiðlana í miklum ágreiningsmálum. Auk þess er þetta mál svo nýtt í íslenskum stjórnmálum, þessir eldar sem kviknað hafa vegna þrýstings innflytjenda og flóttamanna. Þetta þarf að ræða út í hörgul frekar en taka upp stefnu Vg og S. Þessi vinnubrögð eru ekkert í anda Sjálfstæðisflokksins. Þessu hefði þurft að vísa til miðstjórnar flokksins til úrlausnar, svona miklum ágreiningsefnum.“Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson á landsfundinum um helgina. „Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins á Landsfundi. Og þar fór hinn nýkjörni ritari fremstur í flokki.“vísir/stefánGústaf segir að þessar trakteringar hafi verið að undirlagi yngra fólks, sem lét mjög til sín taka á Landfundinum. Og hann segir hneyksli hvernig haldið var á málum. „Fundastjórnin og hvernig formaður málefnanefndar héldu á þessum málum er náttúrlega hneyksli. Þetta átti að vera á dagskrá klukkan 11 að sunnudagsmorgni. Svo náttúrlega tafðist fundurinn, klukkan er orðin hálf sjö um kvöldið þegar þessi hluti ályktunar kemst á dagskrá, flestir farnir aðrir en yngstu fundarmenn og ótrúleg vinnubrögð; þau voru skipulögð með þessum hætti.“Dónaskapur hins nýkjörna ritaraGústaf segist ekki ætla að grípa til þess að segja sig úr flokknum, þó ósáttur sé. „Neinei, nú líður tíminn. En, margt í þessum einkennist af panikk-viðbrögðum. Og hvað er til ráða, til hvers ætla blessaðir mennirnir að grípa þegar fylgið fer niður fyrir 20 prósentin?“ spyr Gústaf og telur þetta ekki vænlega leið til að auka fylgið. Hann segir þetta barnaleg viðbrögð og menn hlusti ekki á rök. Jón Magnússon hefur tjáð sig um málið á Facebook-síðu sinni, en þar er hann inntur eftir meintum dónaskap. Hann segir að sjálfur hafi hann fengið gott hljóð en „framkoman var hins vegar óásættanleg sérstaklega formanns nefndarinnar og hin nýkjörna ritara flokksins sem og fundarstjóra sem tók málið ekki á dagskrá fyrr en nánast allir nema hópur ritarans voru horfnir til síns heima enda átti fundinum að ljúka tveim klukkutímum fyrr.“Bjarni Benediktsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.VÍSIR/SnærósTillaga Jóns og Gústafs í heild sinni„Allsherjar- og menntamálanefndBreytingartillögur við drög að landsfunarályktun:Málefni útlendingaKaflinn orðist svo:Ísland hefur frá því að land byggðist tekið við erlendum hugmyndum og menningarstraumum. Innflytjendur hafa komið til landsins, lagað sig að og orðið hluti af íslensku samfélagi. Íslenska þjóðin hefur jafnan tekið við erlendum áhrifum á móðurmál sitt og menningu á eigin forsendum. Með þeim hætti hefur hún varðveitt tungumál sitt og fornan menningararf í samfélagi þjóðanna. Eitt af hlutverkum Sjálfstæðisflokksins er að standa vörð um þessar meginstoðir þjóðernisvitundar okkar, ef þær bresta, gæti sjálfstæði Íslendinga og þjóðarvitund verið í hættu.Á síðustu áratugum hefur fjöldi ólöglegra innflytjenda frá þróunarlöndunum aukist gríðarlega í öllum hinum vestræna heimi. Þessi þungi straumur innflytjenda er afleiðing af því að fjöldI landa þróunarlöndunum hefur af mörgum ástæðum ekki tekist að þróa samfélög, þar sem ungu fólki er boðið upp á eðlileg tækifæri í lífinu, m.a. vegna hernaðarátaka og kennisetninga í stjórnmálum og trúmálum sem hamla eðlilegum framförum og bættum lífskjörum. Lausnin á vandamálum þessara ríkja er ekki fólgin í því að Ísland eða önnur Evrópuríki opni landamæri sín fyrir snöggum og óskipulögðum straumi innflytjenda sem getur í senn ógnað þeim félagskerfum sem Vesturlönd hafa þróað með sér og gefið öfgaöflum frjóan jarðveg til fjandskapar og jafnvel ofsókna á hendur nýbúum. Lausnin verður að beinast að því að hjálpa þróunarlöndunum til framfara og nútímalegra hátta á grundvelli þeirra gilda sem áttu mestan þátt í að skapa auðlegð Vesturlanda, svo sem frelsi einstaklinganna, lýðræði, jafnstaða borgaranna, upplýsing og almannafræðsla.Sjálfstæðiflokkurinn vill að Ísland axli ábyrgð á því að taka á móti raunverulegu flóttafólki samkvæmt skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna varðandi málefni flóttafólks frá 1951. Flokkurinn vill að þetta sé gert á grundvelli þeirrar stefnu sem landið hefur fylgt í þessum efnum. Almennt er viðurkennt að þessi stefna hafi reynst einstaklega farsæl, bæði fyrir flóttafólk og landsmenn enda hefur tekist að koma í veg fyrir þau átök og umbrot, sem sett hafa svip sinn á sum samfélög og verið vatn á myllu öfgaafla á báðar hliðar. Lykilatriði í þesari stefnu er að forðast snöggar breytingar sem valdið geta ólgu og átökum í samfélaginu svo sem bent er á í skýrslu nefndar utanríkisráðuneytisins um áhættumat fyrir Ísland 2009. Samkvæmt hefðbundinni stefnu eigum við að kappkosta að taka á vel á móti flóttafólki sem kemur til landsins frá stríðshrjáðum ríkjum eða öðrum sem ógna öryggi viðkomandi einstaklings og gæta þess að réttindi þeirra séu virt og þeir njóti grundvallarréttinda á við aðra. Sjálfstæðisflokkurinn vekur um leið athygli á því að Íslandi ber engin skylda til að taka á móti fólki sem flóttafólki, sem hefur farið á milli öruggra landa í því skyni að sækja sérstaklega um hæli hér á landi..Innflytjendur sem aðlagast íslensku samfélagi og menningu hafa lagt mikið af mörkum til íslensks samfélag og munu tvímælalaust halda áfram að gera það um ókomna tíð. Kunnátta í íslensku máli hefur reynst þeim mörgum lykill að samfélaginu og því ber að efla íslenskunám fyrir nýbúa. Sjálfstæðisflokkurinn styður að Ísland taki sem fyrr vel á móti vel hæfu og velmenntuðu fólki sem vill freista gæfunnar á Íslandi og samlagast þjóðinni og veiti þeim öll réttindi svo fljótt sem verða má og gæti þess að þeir ásamt þeim flóttamönnum sem hingað koma með löglegum hætti njóti jafnréttis á við aðra sem hér búa.Ísland hefur jafnan notið góðs af innflytjendum. Stærsti hluti þeirra hefur aðlagast íslensku samfélagi og sannað að það er duglegt og framtakssamt fólk. Þó að Ísland hafi notið þess að hingað hafi einkum flust nýtir borgarar, verður að gæta þess hve fámenn íslenska þjóðin er. Það er engum til góða að rjúfa jafnvægið í samfélaginu og trufla aðlögun nýbúa með því að opna landið fyrir straumi á borð við þann sem nú flæðir að landamærum Evrópu og hlýtur fyrr eða síðar að verða stöðvaður, vonandi aðeins með friðsamlegum og sanngjörnum hætti. Íslendingar verða hvað sem öðru líður, að benda yfirvöldum Evrópusambandsins og annarra sem hlut eiga að máli á sérstöðu sína sem þrjúhundruð og þrjátíu þúsund manna þjóð og gæta þess að fá undanþágu frá óheftri för fólks af Evrópska efnahagssvæðinu til landsins.“
Alþingi Tengdar fréttir Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44 Gústaf spyr hvort það sé náttúrulegt og eðlilegt að vera hinsegin Gústaf Adolf segir meðvirka stjórnmálamenn tipla á tánum í kring um múslimana. Hann eigi erindi í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. 21. janúar 2015 19:40 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Samtökin 78 gagnrýna skipan Gústafs: "Verið að senda okkur fingurinn“ "Í þessu felast ákveðin og sterk skilaboð sem við hljótum að taka til okkar,“ segir Hilmar Magnússon, formaður Samtaka '78. 21. janúar 2015 11:44
Gústaf spyr hvort það sé náttúrulegt og eðlilegt að vera hinsegin Gústaf Adolf segir meðvirka stjórnmálamenn tipla á tánum í kring um múslimana. Hann eigi erindi í mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. 21. janúar 2015 19:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent