Bandaríkin gefa í gegn ISIS Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 08:08 Varnamálaráðherra Bandaríkjanna sagði að loftárásum gegn ISIS muni fjölga og að þær myndu beinast að mestu gegn borginni Raqqa Vísir/EPA Bandaríkjamenn hafa gefið til kynna að þeir ætli að breyta um stefnu í hernaði sínum gegn ISIS liðum í Írak og Sýrlandi. Varnarmálaráðherrann Ash Carter gaf í gærkvöldi til kynna að möguleiki væri á því að árásum á jörðu niðri verði beitt í meira mæli en áður og ennfremur að sótt verði sérstaklega að æðstu mönnum samtakanna. Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. Þá hefur Bandaríkjamönnum í fyrsta sinn verið boðið til viðræðna um lok stríðsins í Sýrlandi en þeir hafa verið útilokaðir frá þeim allt frá byrjun. Þar að auki hefur Íran einnig verið boðið til viðræðnanna í fyrsta sinn. Viðræðurnar munu fara fram í Vínarborg á föstudaginn. Embættismenn frá Bandaríkjunum, Rússlands, nágrannaríkjum Sýrlands og nokkrum Evrópuþjóðum munu taka þátt í viðræðunum. Carter sagði að loftárásum gegn ISIS muni fjölga og að þær myndu beinast að mestu gegn borginni Raqqa, sem er höfuðborg Íslamska ríkisins, og Ramadi, höfuðborg Anbar héraðs í Írak. Hann vildi ekki segja nánar frá því við hvaða aðstæður Bandaríkin myndu gera árásir á jörðu niðri. „Þegar við komumst að því hvar þeir eru, er ekkert skotmark sem við munum ekki ná til.“ Nú þegar eru um 3.500 bandarískir hermenn í Írak, sem vinna að þjálfun hermanna og öðrum störfum. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Tony Blair viðurkennir að innrásin í Írak hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Segir jafnframt erfitt að biðjast afsökunar á að Saddam Hussein var steypt af stóli. Borgarastyrjöld hefði getað brotist út með Hussein við völd. 26. október 2015 07:00 Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Bandaríkjamenn hafa gefið til kynna að þeir ætli að breyta um stefnu í hernaði sínum gegn ISIS liðum í Írak og Sýrlandi. Varnarmálaráðherrann Ash Carter gaf í gærkvöldi til kynna að möguleiki væri á því að árásum á jörðu niðri verði beitt í meira mæli en áður og ennfremur að sótt verði sérstaklega að æðstu mönnum samtakanna. Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. Þá hefur Bandaríkjamönnum í fyrsta sinn verið boðið til viðræðna um lok stríðsins í Sýrlandi en þeir hafa verið útilokaðir frá þeim allt frá byrjun. Þar að auki hefur Íran einnig verið boðið til viðræðnanna í fyrsta sinn. Viðræðurnar munu fara fram í Vínarborg á föstudaginn. Embættismenn frá Bandaríkjunum, Rússlands, nágrannaríkjum Sýrlands og nokkrum Evrópuþjóðum munu taka þátt í viðræðunum. Carter sagði að loftárásum gegn ISIS muni fjölga og að þær myndu beinast að mestu gegn borginni Raqqa, sem er höfuðborg Íslamska ríkisins, og Ramadi, höfuðborg Anbar héraðs í Írak. Hann vildi ekki segja nánar frá því við hvaða aðstæður Bandaríkin myndu gera árásir á jörðu niðri. „Þegar við komumst að því hvar þeir eru, er ekkert skotmark sem við munum ekki ná til.“ Nú þegar eru um 3.500 bandarískir hermenn í Írak, sem vinna að þjálfun hermanna og öðrum störfum.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Tony Blair viðurkennir að innrásin í Írak hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Segir jafnframt erfitt að biðjast afsökunar á að Saddam Hussein var steypt af stóli. Borgarastyrjöld hefði getað brotist út með Hussein við völd. 26. október 2015 07:00 Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11 Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12 Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00 Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30 Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Segir mistök hafa verið gerð í Íraksstríðinu Tony Blair viðurkennir að innrásin í Írak hafi stuðlað að uppgangi Íslamska ríkisins. Segir jafnframt erfitt að biðjast afsökunar á að Saddam Hussein var steypt af stóli. Borgarastyrjöld hefði getað brotist út með Hussein við völd. 26. október 2015 07:00
Rússarnir sprengja borgina mína Kinan Kadoni finnst hann ekki heppinn að hafa flúið Sýrland. Hann missir oft samband við fjölskyldu sína sem neitar að flýja á gúmmíbátum yfir hafið. 26. október 2015 10:11
Leggur til að stjórnvöld vinni með uppreisnarhópum Rússlandsforseti vill að Sýrlandsstjórn vinni með uppreisnarhópum. 23. október 2015 00:12
Hvíta húsið gagnrýnir Rússa fyrir Assad-heimsókn Rússlandsheimsóknin var fyrsta utanlandsferð Assads eftir að stríðið braust út árið 2011. 22. október 2015 07:00
Yfirráðasvæði ISIS hefur stækkað Meðan sýrlenski herinn, með stuðningi Rússa og Íran, berst við uppreisnarmenn, hafa ISIS tekið fjölda þorpa í Sýrlandi. 27. október 2015 14:30
Óku yfir fanga á skriðdreka Hryðjuverkasamtökin Íslamskt ríki birta enn eitt myndbandið af aftöku fanga samtakanna. 24. október 2015 22:00