Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:30 Aron Einar í leik með Cardiff. Vísir/Getty „Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
„Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira