Aron Einar: Mun berjast fyrir sæti mínu Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:30 Aron Einar í leik með Cardiff. Vísir/Getty „Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira
„Ég lenti í þessu líka í ensku úrvalsdeildinni að spila ekki leik í einhverja tvo mánuði og það er bara spurning hvernig maður tæklar þetta,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, aðspurður úr í stöðuna hjá félagsliði sínu, Cardiff City en hann hefur lítið fengið að spila undanfarnar vikur. Aron Einar var í viðtali í útvarpsþætti Fotbolti.net á X-inu í dag þar sem hann ræddi meðal annars stöðuna hjá Cardiff. „Það eru margir búnir að spurja að þessu og ég held að fjölmiðlarnir séu með meiri áhyggjur af þessu en ég. Auðvitað hefur þetta einhver áhrif, ég er ekki vanur því að fá ekki að spila og ég vill vera í góðu standi fyrir næsta sumar. Ég er í þessu til að spila fótbolta en þetta er bara spurning hvernig þú kemur út úr þessu.“ Aron sagðist ætla að berjast fyrir sætinu næstu mánuðina en ef ekkert myndi breytast myndi hann skoða málin í janúar. „Ég er tilbúinn að berjast fyrir sætinu en ef ekkert breytist fer ég að líta í kringum mig. Ég bíð rólegur fram í janúar en stærsta mót lífsins míns að koma næsta sumar og ég vill vera í góðu leikformi þegar að því kemur. Ég skrifaði undir nýjan samning því mér líður vel þarna og fjölskyldunni líka og ég fékk að spila á síðasta tímabili.“Aron er fyrirliði íslenska landsliðsins.Vísir/gettyAron meiddist á undirbúningstímabilinu en hann segir að það sé að hafa áhrif. „Þegar ég skrifa undir samning er ýmsu lofað en ég lendi svo í því að meiðast á undirbúningstímabilinu og gat ekki tekið þátt á æfingum og æfingarleikjum. Þjálfarinn vill halda liðinu sem hann hefur verið að nota en ég er duglegur að banka á dyrnar hjá honum og spjalla við hann.“ Aron verður ekki með íslenska liðinu í dag en hann segir að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að halda sigurhefðinni lifandi. „Við þurfum að halda sigurhefðinni lifandi og halda áfram að vinna í hlutum. Lars er ekki að fara að breyta neinu stórkostlegu heldur breyta einhverju sem hefur farið úrskeiðis þótt það sé ekki mikið. Við erum ennþá að bæta okkur og við förum til Frakklands í góðu skapi ef við höldum áfram að vinna leiki,“ sagði Aron sem varð faðir á dögunum og segir það hjálpa sér inn á vellinum. „Ég fæ meiri gæsahúð þegar ég stíg út á völlinn, ég kann ekki skýringu á því. Sennilega því ég vill það að hann verði stoltur af manni þegar hann verður stærri. Þetta er greinilega partur af því að eignast krakka,“ sagði Aron sem sagðist ekkert vera farinn að skoða hótelið sem íslenska liðið dvelur á í Frakklandi. „Ég er ekkert búinn að skoða hótelið en Kolbeinn talaði vel um þetta eftir að hafa verið að æfa þarna í sumar. Hann sagði að það væri mjög mikill friður þarna. Ætli ég muni ekki kúra með Rúriki á meðan mótinu stendur,“ sagði Aron léttur að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Sjá meira