Birkir Bjarnason: Veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2015 00:00 Birkir sækir hér að marki í fyrri hálfleik. Vísir/Vilhelm Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. "Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. "En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0.Það fjaraði undan Birki í seinni hálfleik.Vísir"Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. "Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. "Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. "Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. "Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. "En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0.Það fjaraði undan Birki í seinni hálfleik.Vísir"Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. "Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. "Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. "Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira