Nýjar kenningar um réttarheimildir? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 12. október 2015 08:00 Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ein þýðingarmesta námsgreinin í lagadeildum háskólanna fjallar um réttarheimildir. Með því hugtaki er átt við þann efnivið sem má nota til að komast að niðurstöðu í lögfræðilegum álitamálum. Þar er fjallað um hverjar réttarheimildir séu og hvar þær sé að finna. Sett lög eru auðvitað þýðingarmesta og skýrasta réttarheimildin. Í stjórnarskránni er skýrlega kveðið á um að dómendur skuli í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Til annarra heimilda þarf svo einatt að grípa þegar settum lögum sleppir, og eru þar til taldar lögjöfnun, réttarvenja, eðli máls og fordæmi svo dæmi séu tekin. Ekki hef ég á æviferli mínum í lögfræðinni, fyrr en þá núna, orðið var við að tiltakanlegur ágreiningur væri um þessi meginatriði í aðferðafræði lögfræðinnar. Nú virðist slíkur ágreiningur hins vegar kominn upp, eða hvað? Haldið er fram þeim kenningum að eitthvað allt annað en hefðbundnar réttarheimildir eigi að koma til sögunnar við úrlausn lögfræðilegra ágreiningamála. Dómstólarnir eigi að vera skipaðir dómurum sem talist geta „þverskurður af fólkinu í landinu“. Ekki verður betur séð en þessi torkennilega krafa feli í sér ósk um að dómstólar starfi eftir einhvers konar mælingu á viðhorfi almennings til úrlausnarefnanna, þó að ekki sé þá jafnframt tekið fram hvort það eigi að vera viðhorfið fyrir eða eftir hádegi, svo hverful og breytileg sem slík ætluð viðhorf eru. Tryggvi Gíslason gerist talsmaður þessara viðhorfa, nú síðast í Fréttablaðinu sl. föstudag. Um leið sendir hann mér kveðjur og telur mig halda fram „sjónarmiðum úreltrar lögspeki þar sem talið var að lög væru óskeikul guðs lög en ekki mannasetningar“. Hvar í ósköpunum hefur maðurinn fengið tilefni til þess að segja þetta um skoðanir mínar? Málflutningur Tryggva helgast af því að hann vill falla vissum hluta lesenda í geð. Sumir kalla þetta lýðskrum. Þrátt fyrir allt sem miður fer í okkar ófullkomna samfélagi tel ég mig geta fullyrt að viðhorf Tryggva Gíslasonar um geðþóttann í stað laganna mun ekki ná viðurkenndri fótfestu á næstunni í íslenskri lagaframkvæmd, þó að þau kunni svo sem að hafa raunveruleg og óheimil áhrif á einstakar dómsúrlausnir.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar